fbpx

SMÁFÓLKIÐ ELSKAR TULIPOP

ÍSLENSK HÖNNUNLÍFIÐSMÁFÓLKIÐ
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Tulipop

Það má með sanni segja að smáfólkið mitt elski Tulipop en það geri ég líka sjálf. Frá því að Alba var lítil hafa ömmurnar verið duglegar að gefa henni íslenskt í gjafir og þar hafa vörur frá Tulipop verið vinsælar. Ég er mjög glöð með þær gjafir en hef líka sjálf fjárfest í vörum frá merkinu, sem dæmi elskaði ég 66°Norður x Tulipop sem fór í sölu á Hönnunarmars í fyrra og hef gripið með mér gjafir fyrir vini og vandamenn í útlöndum þegar ég ferðast í gegnum Keflavíkurflugvöll. Eins og þið vitið þá elska ég að gefa útlenskum (og íslendingum búsettum erlendis) vinum mínum íslenskt í pakka og þessar fígúrúr hafa hitt í mark.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið Tulipop nú þegar:

Tulipop er ævintýraeyja í miðju hafi sem stjórnað er af þremur tunglum. Hún varð til þegar töfraeldfjall gaus neðansjávar fyrir þúsundum ára. Hraunið sem kom í gosinu myndaði eyjuna sem þróaðist í þennan ótrúlega stað sem við köllum Tulipop.

Tulipop er full af fossum, harðgerðum fjöllum, hverum og gullnum söndum. Þar búa sex furðuverur sem eru jafn ólíkar og þær eru yndislegar. Þær eru Gloomy, Bubble, Fred, Miss Maddy, Mr. Tree og Mama Skully.

Tulipop er skemmtilegur og spennandi heimur þar sem ekkert er eins og það sýnist. Íbúar Tulipop virka sætir og krúttlegir en allir eru þeir gallaðir á sinn eigin hátt og kljást við mannleg vandamál. Þau eru óvenjuleg og skrítin fjölskylda.

Ég hef birt, ómeðvitað, Tulipop í story hjá mér síðustu árin og þær vildu endilega að ég myndi uppfæra borðbúnað barnanna eftir mikla notkun í lengri tíma – þegar ég fékk nýju diskana og glösin í gjöf í byrjun árs sá ég að það er alveg rétt. Smá útlifað gamla dótið okkar haha. En það er líka samasemmerki að við erum að nota hlutina.

Sundays / Tulipop borðbúnaður ..

Gamla heima / Gamlar myndir með Fred & Miss Maddy á ferðinni ..

Hamingjusprengjan mín í Tulipopx66°Norður Fred bol ..

Ég mæli með að allir heimsæki fallegu verslunina þeirra á Skólavörðustíg. Ef þið sýnið þessa færslu þá gefur hún ykkur 20% afslátt af vörum til og með 10 mars – vúhú!
HÉR getið þið líka verslað á netinu og notað kóðann elgunnars20 fyrir sama afslátt. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

LÍFIÐ

Skrifa Innlegg