fbpx

LÍFIÐ

LÍFIÐSAMSTARF

Í byrjun febrúar setti ég mér markmið í samstarfi við Meistaramánuð Íslandsbanka.
Í gær, á síðasta degi febrúarmánaðar, settist ég yfir markmiðin mín og fór yfir það hvernig gekk að standast þau. Ég stóð ekki við alla punktana, alla daga, alltaf – en ég var með þá bakvið eyrað og það hjálpaði mér að standast planið um að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Það hentar mér greinilega vel að vinna eftir markmiðum yfir styttri tíma og Meistaramánuður kenndi mér að markmiðssetning er mikilvæg bæði í einkalífi og starfi. Í febrúar drakk ég meira vatn en ég er vön, ég hreyfði mig að meðaltali 4-5 sinnum í viku en stuttar æfingar hverju sinni nema þegar ég hljóp 10km sem ég gerði 4. sinnum í febrúar og það var æði ! Ég slökkti mjög oft á símanum mínum klukkan 22:00 og það var erfitt fyrir manneskju eins og mig sem er vön að vera “alltaf við”, en jiminn hvað það var hollt og það er markmið sem mun fylgja mér út árið. En þar er það aftur, ekki öll kvöld alla daga en ég ætla að reyna nokkur kvöld í viku. Ég átti margar góðar stundir með fjölskyldunni minni og náði að vinna helling líka. Þetta snýst allt um jafnvægi.
Ég fékk titilinn Meistari hins vel nýtta tíma og er yfir mig hrifin af þeirri setningu sem margir segja að passi ágætlega við mig. Ég er strax spennt að vera með að ári og vona að þið séuð það líka.
Fyrir áhugasama getið þið hlustað á ýtarlegra babl á Instagram story: HÉR

Vertu velkominn mars!

Peysa: As We Grow, Buxur: Oroblu, Hálsmen: LoveLove, Perlu spenna: Glitter

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

TIL HVERS AÐ VERA MEÐ TÖSKU?

Skrifa Innlegg