fbpx

DRESS: BLUE BLUE BABY

DAGSINSDRESSSAMSTARF

Úti á náttfötunum? Kannski … og þá ekki í fyrsta sinn  … EN ÉG ELSKA ÞAÐ.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elísabet Gunnars (@elgunnars)

 

Sunnudags dressið mitt vakti athygli ykkar á Instagram og hér fáið þið að heyra aðeins betur af því. Um er að ræða merki sem ég hef lengi fylgst með og dreymt um að eignast flík frá. Það er bara eitthvað við það að eignast flíkur sem ganga dags og nætur og að eilífu amen. Einmitt svona flíkur fylgja mér alltaf lengi og ég nota þær mikið.

Daily Sleeper er dásamlegt merki að fylgjast með en ég fylgt þeim og kynnst í gegnum Instagram í nokkur ár. Merkið var stofnað árið 2014 og komst fljótt á radarinn. Ítalska Vogue valdi þær merki mánaðarins stuttu eftir stofnun og þá var ekki aftur snúið. Síðan þá hafa helstu stjörnurnar klæðst Sleeper og því hefur merkið verið mjög sýnilegt yfir nokkurt skeið.

Ég var voða montin þegar þær höfðu samband og buðu mér samstarf á dögunum – hér að neðan klæðist ég því mínum fyrstu Sleeper flíkum –

Ein stærð fits all, mögulega smá of stórt á mig? það er þó ekki í fyrsta sinn sem ég klæðist stóru. Kann vel að meta eins og þið vitið vel.

  

Mitt dress fæst: HÉR

Gleðilega nýja vinnuviku. Næsta sunnudag fögnum við fyrsta í Aðventu, alveg magnað hvað tíminn flýgur.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

HRINGRÁS 66°NORÐUR

Skrifa Innlegg