fbpx

VALENTÍNUS FÉKK HJÁLP FRÁ HILDI

DAGSINSDRESSÍSLENSK HÖNNUN

Takk Hildur Yeoman fyrir að bjarga Gunna með Valíntínusargjöf? Getum við horft á dagsins dress þannig? Nærföt (sem þið fáið ekki mynd af mér í haha) og þessi dásamlegi sloppur sem ég klæðist strax í dag eftir að pósturinn bankaði upp á með hann í gær. Ég spottaði þessi fallegu íslensku nærföt á miðbæjarrölti í byrjun árs og keypti mér þau svo sjálf online núna eftir að ég kom heim. Ég hef alltaf elskað þetta kimono snið og var svo glöð að fá það aftur í sölu eftir smá pásu. Hildur hannar allskonar snið sem henta öllum líkamstýpum, ég hef einmitt oft komið inná það í mínum færslum síðustu árin og elska það.

Ég rakst á innlegg hjá Yeoman sem er með Valentínusar afslátt í tilefni degi ástarinnar – afþví að ég er í slopp í dag sem er á afslætti núna, þá fannst mér tilvalið að segja frá því hér til að styðja við vinkonur mínar í Yeoman sem ég hef unnið svo oft með í gegnum tíðina. Notið kóðann “VALENTINES” fyrir 15% afslátt af vissum vörum, en skoðið nánar: HÉR

Valentínusardagurinn er á næsta leiti og ég er að spá í að taka þátt í honum, þið líka? Ég tek glöð á móti öllum svona dögum og þá sérstaklega síðasta árið þegar allt óhefðbundið frá hversdagsleikanum gerir mann spenntan. Konudagurinn, Bóndadagurinn, Valíntínusardagurinn … æ afhverju ekki …

LESIÐ LÍKA: ÁST ER ..


Þegar ég tala um að “halda upp á daginn” þá á ég ekki endilega við að við þurfum að fara í óvissuferð í sólahring og gefa hvort öðru stórar gjafir, það má líka sjá fegurðina í litlu hlutunum. Ég er bara spennt að drekka góðan kaffibolla með eiginmanninum og kannski elda eitthvað meira næs og nota það sem afsökun að það sé nú einmitt ástardagur og því um að gera að halda upp á það <3 … ég mæli með að fólk sem er single geri sér líka glaðan dag. Ást er allstaðar ..

 In the mood for love? Íslenskt, já takk.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

WINTER WONDERLAND

Skrifa Innlegg