fbpx

LÍFIÐ – 3.0

LÍFIÐ

Og þá stækkaði hjartað enn meira, þegar ég varð á einni nóttu forrík þriggja barna móðir. Það má með sanni segja að litla vogin mín hafi viljað hoppa með hraði í heiminn en ég rétt náði á spítlann áður en daman skaust í heiminn, í orðsins fyllstu. Ég á tvær fæðingasögur á undan þessari sem báðar voru langar, erfiðar og átakanlegar. Ég hef því verið að grínast með það á meðgöngunni að ég sé ekkert voðlega góð að eignast börn – en hver er það svosem? Auðvitað á maður kannski ekki að tala svona enda sagt með brosi á vör, allar konur eru góðar að eignast  börn, sama hvernig þau komast í þennan stóra heim. Það allra mikilvægasta og magnaðasta sem við fáum að upplifa og ég er svo lánsöm að hafa nú gengið í gegnum þessa upplifun þrisvar sinnum. Að þriðja fæðing hafi verið svona frábrugðin hinum tveimur setti svo fallegan punkt á þetta hlutverk í mínu lífi. Þetta var síðasta fæðingin mín og að fá nýja mynd á það magnaða móment er svo gefandi og gaman. Bestu móment lífsins sem gefa fallegustu gjafirnar. Ég er mjög þakklát kona og ber svo mikla virðingu fyrir öðrum konum sem ganga í gegnum þessa athöfn, VÁ hvað við erum geggjaðar – sterkar og stórkostlegar, það þarf sko ekkert að spara hrósin fyrir mæður.

Það má líka tala um ljósmæður – sú stétt, vá. Ég hefði aldrei getað þetta án þeirra, í öll þrjú skiptin. Svo fallegt hvernig Gunni kom inná þann þátt þegar hann deildi fyrstu mynd af dóttir okkar. Ég bæti þá kannski við að ég gæti ekki heldur gert þetta án makans mér við hlið, þó þeir geri “ekkert” eins og margir vilja meina, þá gerir Gunni allt í minni upplifun, þó það sé bara að halda í höndina á mér. Gunni kom einmitt aðeins inná þeirra stöðu í pabbaspjalli við Mbl fyrir nokkrum vikum, sem bar titilinn „Maður er svo mik­il­væg­ur þarna, en á sama tíma svo gagns­laus“.

Velkomin í heiminn litla líf, síðustu tvær vikur hafa verið svo dásamlegar með þig hjá okkur, síðasta púslið í fjölskylduna okkar. Hlakka til að njóta þesss áfram að kynnast þér enn betur ♡

Er eitthvað í heiminum betra?
Knús og kveðjur úr baby bubblunni.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

AÐ SJÁ FEGURÐINA Í LITLU HLUTUNUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    18. October 2022

    Fallegust Gunnarsdóttir <3 Elska að lesa þessa færslu - hlakka svo mikið til að sjá ykkur mæðgur :*

  2. AndreA

    18. October 2022

    Lífið er svo magnað og yndislegt
    Innilegar hamingjuóskir ❤️
    Litla yndi, hlakka til að kynnast míní Betu Gunn