fbpx

BESTA B4 ER KOMIN Á SÖLU

HOME

Hvað var ég að brasa í sóttkví? Ég var að græja elsku B4, íslensku íbúðina okkar í gamla Vesturbænum sem nú er farin á sölu. Þetta er fyrsta eign okkar fjölskyldunnar og því eru það blendnar tilfinningar að deila þessum fréttum með ykkur. Kannski er ég bara ekkert tilbúin að kveðja þennan skandinavíska draum? Björt og falleg íbúð, á besta stað (ef þið spyrjið mig) sem bíður upp á svo marga möguleika.

Þið getið kíkt í heimsókn á morgun þegar það verður opið hús, bókið tíma hjá yndislegu Erlu, HÉR

SKOÐIÐ EIGNINA HÉR

Um er að ræða bjarta og rúmgóða 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í fallegu húsi við Brávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjarmerandi eign með aukinni lofthæð, loftlistum og stórum gluggum. Húsið hefur verið mikið endurbætt á árinu og má þar nefna múrviðgerðir, málun og skipti á öllum gluggum. Frábær staðsetning í fallegri götu – göngufæri við miðbæinn, stutt í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.

  

Myndir: Gunnar Sverrisson                 

Þegar þetta er skrifað, sit ég hér –

Bæ B4 (sagt með kökk í hálsinum) – get lofað góðu lífi hér.

Skoðið endilega highlights á Instagram hjá mér af td portinu sem býr yfir miklum sjarma, en líka af mér að þrífa, gera og græja í síðustu viku ;)  hihi … Highlights HÉR

BRÁVALLAGATA 4, TIL SÖLU HÉR FYRIR ÁHUGASAMA

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VELDU NÚ ÞANN SEM AÐ ÞÉR ÞYKIR BESTUR: JÓLAKJÓLL FRÁ YEOMAN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1