fbpx

TÖFRAR VEGGLISTA – HEITASTA TRENDIÐ

Fyrir heimiliðSamstarf

Vegglistar eru að verða æ vinsælli og gera öll rými glæsilegri og má svo sannarlega nefna þetta sem eitt heitasta innanhússtrendið í dag. Þú þarft ekki lengur helst að búa í gömlu og glæsilegu sænsku húsi til að hafa veggi og loft skreytt listum, heldur er að verða algengara að margir lími einfaldlega lista á veggina eftir eigin hugmyndaflugi og útkoman er svo miklu meira spennandi. Sjáið bara myndirnar hér að neðan til að sannfærast.

Almáttugur hvað ég gæti hugsað mér að klæða alla veggi á mínu heimili með listum og helst hurðar líka – það er ótrúlega smart, ég set það að minnsta kosti á langa to do listann okkar ♡

Listarnir á flestum myndunum eru frá Orac Decor sem eru í hæsta gæðaflokki (mjög hörð pólýúreþan blanda (ekki frauð eins og selt er sums staðar) og fást í ótal stærðum og gerðum hjá Sérefni.

“Við fáum iðulega fyrirspurnir um “reglur” við uppsetningu lista. Auðvitað getur fólk bara notað innsæið og hugmyndaflugið en við lumum líka á góðum ráðum sem gætu hjálpað þeim sem ekki hafa ákveðnar skoðanir. Sem dæmi er að láta bil milli ramma ekki vera of mikið, passa að skipta veggnum ekki nákvæmlega fyrir miðju og velja stærðir/breiddir lista út frá umfangi veggjar.” – Sérefni

FALLEGT PUNT FYRIR HAUSTIÐ

Skrifa Innlegg