fbpx

FÖRÐUNARTREND 2022

FÖRÐUNINNBLÁSTURSNYRTIVÖRUR

Halló!

Gleðilegt nýtt ár og takk innilega fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða. Ég kann svo óendanlega mikið að meta ykkur sem lesið bloggið. Þetta átti nú ekki að vera fyrsta færsla ársins en tíminn er búinn að fljúga áfram!

Núna er komið að árlegu færslunni minni um förðunartrend ársins, ein af mínum uppáhalds bloggfærslum. Ég elska skoða spár um hvaða trend verða stór á árinu, hvort sem það er í förðun, tísku eða hári. Það er líka svo gaman að sjá hvað allt fer í hringi og sjá hvort þessar spár rætist. Þið getið skoðað förðunartrend síðustu ára hér.

Myndir frá Pinterest

SKRAUT Í ANDLIT

Steinar og skraut í andlit verður stórt á þessu ári og jafnvel í tönnum líka. Þetta mun gera hefðbunda förðun aðeins öðruvísi og mikið hægt að leika sér með förðunina.

LJÓMANDI OG FERSK HÚÐ

Ljómandi og fersk húð heldur áfram að verða meira áberandi. Léttir farðar, fljótandi highlighter og kinnalitir verður vinsælt!

ÁFYLLANLEGT OG UMHVERIFSVÆNAR FÖRÐUNAR- OG SNYRTIVÖRUR

Áfyllanlegar og umhverfisvænar snyrtivörur. Mikilvæg þróun og vona ég eftir að sjá þetta eða einhverjar breytingar hjá snyrtivörumerkjum.

90’s/20’s VARIR

Dekkri varablýantur er búin að vera áberandi en ég spái því að það verði ennþá meira áberandi og ýktari. Innblásið frá árinu 2000!

 

MIKIÐ AF KINNALIT

Mikill kinnalitur og ljómandi kinnalitir verða áberandi. Kinnalitir fríska uppá útlitið.

LITRÍKIR OG GRAFÍSKIR EYELINER

Litríkir og grafískir eyeliner-ar verða áberandi og hlakka ég sérstaklega til að prófa mig áfram með þetta í sumar.

Vá mér finnst svo mörg skemmtileg trend á leiðinni, bæði í förðun, hári og tísku! Hvað finnst ykkur? Hvað er ykkar uppáhalds? xx

VILT ÞÚ LÆRA UM HÚÐINA OG UMHIRÐU HENNAR?

Skrifa Innlegg