fbpx

Baum Und Pferdgarten: SUMAR FYRIR ALLA

FASHION WEEKHEIMSÓKNSAMSTARF

Eitt af því skemmtilegasta við mína vinnu á tískuvikunum er þegar ég fæ að heimsækja sýningarherbergi fyrir íslensk fyrirtæki. Ég elska danska Baum Und Pferdgarten og vil endilega að sem flestir Íslendingar kynnist merkinu. Baum fæst í mörgum af flottustu tískuvöruverslunum hér í Danmörku og á Íslandi finnið þið flíkurnar í sérverslun þeirra á Garðartorgi og á FRK.is.

Lesið líka BAUM UND PFERGARTEN NÆSTA HAUST og sjáið hvað er að detta í verslanir í núna í haust.

Þetta var mín önnur heimsókn í fallega sýningarherbergi Baum Und Pfergarten í Kaupmannahöfn. Í þetta sinn skoðaði ég SS21 (sumarlína næsta árs) sem snérist að mestu um jörðina okkar og alls kyns pælingar milli himins og jarðar og veru okkar hér á jörð.

Hugmyndafræði línunnar byrjaði þegar hönnuðirnir, Rikke Baumgarten og Helle Hestehave horfðu á kvikmyndina The man who fell to earth (með David Bowie í aðalhlutverki) –  þemað er gleði og skemmtun og þegar þær fóru að spá í því hvað myndi gerast ef kona myndi falla til jarðar í dag þá vöknuðu margar spurningar.
Hvernig myndi hún líta út?  Hverju myndi hún klæðast? Hvaða föt myndi hún velja sér í verslunum? Mér finnst þetta brilliant pælingar – hvaða föt myndi hún velja sér ?!?f

Línan er mjög stór og því pláss fyrir eitthvað fyrir alla, einhverjar flíkur eru mjög stílhreinar á meðan aðrar skera sig úr.

Helle og Rikke vilja meina að allir hafi sinn stíl en það sé bara ólíkt hvernig við kjósum að blanda mismunandi munstrum og printum saman. Printin í sumarlínu Baum eru púsluð saman á misjafnan hátt og þar má finna jörðina okkar í aðalhlutverki. Ég mátaði mínar uppáhalds flíkur og hefði getað mátað miklu fleiri – það var svo mikið í boði.

Leyfum myndunum að tala sínu máli. Misstuð þið af mér í beinni á Instagram story? HÉR er HIGLIGHTS frá heimsókninni.

Hvítt á hvítt á hvítt …

Viltu snúa þessum fram eða aftur? Viltu hneppa honum upp í háls eða niður .. allt í boði!

Endalausa úrval af Bermuda drögtum fyrir næsta sumar  .. 

Púffermar gera svo mikið! Þessi er renndur alla leið niður sem gerir notagildið meira en ella.

Út á axlir eða ekki? Þú ræður .. Takið eftir ólíku munstri á búk og höndum?

Ég verð að fá að hrósa Baum Und Pfergarden fyrir það hversu vel til tekst þegar þau nota vörumerkið sitt sem munstur á flíkur. Hér er dæmi.

Ég fékk mikla athygli á Instagram fyrir þetta sett sem er í jarðlitunum sem við kunnum svo vel að meta. 

Denim suit!! Ég er sjúk í þetta.

Hér má reka augun í ermarnar sem inniheldur allskonar plánetur. 

Jakkinn á eiginlega að vera við samstæðar buxur, eins og dragt. Mér fannst þó fallegra að dressa hann við þessar draumabuxur úr ó svo þægilegu efni .. hugsaðu út í notagildi númer 1 2 og 3 þegar þú kaupir þér nýjar flíkur. Buxurnar eiga líka samstæðu yfirhöfn.  Sjá nánar HÉR ..

 

Brot af því besta  ..

Elísabetarlegt með meiru .. 

HALLÓ HAFNARFJÖRÐUR!

Flíkurnar að ofan eru brot af því besta úr sumarlínunni 2021. Takk allir sem sýnduð mér athygli og áhuga þegar ég var þar stödd í beinni á Instagram, ég kann svo vel að meta öll kommentin frá ykkur í inboxinu. Að svona efni heilli fylgjendur mína gerir mig  glaða og ég hlakka til að deila þessari færslu aftur þegar við fáum línuna í verslanir næsta vor.  En núna er það haustið, sem þið finnið á Garðatorgi og HÉR.

Takk kærlega fyrir mig Baum und Pfergarden. Alltaf svo ánægjulegt ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

KÍKJUM Í KIOSK UM HELGINA

Skrifa Innlegg