fbpx

DRESS: TAKK FYRIR KOMUNA

DRESSSAMSTARF

Það passaði vel að klæðast H&M Studio frá toppi til táar þegar ég tók á móti ykkur í morgunbolla í Smáralind fyrr í dag.

TAKK allir sem mættuð og nutuð morgunsins með okkur. 
Ég gæti alveg vanist því að byrja alla daga á góðum kaffibolla með yndislegu fólki að skoða fallegar flíkur. Eins og ég hef sagt áður á blogginu þá finnst mér líka bara svo gaman að standa svona á gólfinu í verslun, enda gerði ég það hjá verslunum NTC í mörg ár áður en ég flutti til útlanda. Fannst það gaman þá, og finnst það gaman ennþá í dag.

Kjóll: H&M STUDIO, Skyrta: H&M STUDIO, Skór: Flattered x Nina Sandbech

Þetta eru einu myndirnar sem voru teknar af mér í dag – lognið á undan storminum,
Takk fyrir mig H&M STUDIO. Strax orðin spennt fyrir vorinu.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRAUMA HAUSTFLÍKUR FARA Í SÖLU Í FYRRAMÁLIÐ


Skrifa Innlegg