fbpx

DRESS: KALLI K

DRESSMATURSAMSTARF

Það er ansi skemmtilegt nafnið á fyrirtækinu sem bauð mér á viðburð á “ströndinni” í gær … Kalli K. Þó vona ég að þau opni fyrir möguleikann á að gefa þessum Kalla einhverja góða konu, einn daginn ;)Kalli K er heildsala sem flytur inn vín, mat og súkkulaði og Rósa María, mín hægri hönd, dró mig með sér í stuðið, í blíðunni. Ég klæddist kjól frá Notes du Nord og fékk þónokkrar spurningar á Instagram story þegar það sást glitta í hann innan um jakkaklædda menn ;) Kjóllinn er æðislegur og ég er búin að vera mjög spennt að nota hann á Spáni seinna í mánuðinum því mér finnst hann svo sérstaklega sumarlegur. En þar sem Ísland er að koma mér virkilega á óvart þá ákvað ég bara að nota strax, en við buxur og lokaða skó að þessu tilefni.

Kjóll: Notes Du Nord / AndreA, Buxur: Weekday, Skór: Zara
… annars verð ég að minnast á skóna hennar Rósu, þeir eru frá Topshop – trylltir.

Takk fyrir mig Kalli K, nýji vinur minn ;)
Meira: HÉR

xx,-EG-.

AUKA SUNNUDAGUR

Skrifa Innlegg