fbpx

4,5 MILLJÓNIR TIL STÍGAMÓTA – BESTA TILFINNING ÁRSINS

FÓLKKONUR ERU KONUM BESTAR

Loksins kom að því að fá að afhenda ágóðann af bolasölu Konur Eru Konum Bestar árið 2021. Oftast hefur þessi stund hringt inn jólin en að þessu sinni vorum við aðeins seinni á ferð en vanalega.

Ég er svo óendanlega þakklát fyrir þetta dýrmæta verkefni okkar Andreu, Aldísar og Nönnu sem stendur fyrir samhug og pepp í garð kvenna. Við viljum minna á að hér er pláss fyrir alla til að blómstra, kenna næstu kynslóð að vera næs, standa saman og halda með náunganum frekar en að brjóta hvert annað niður. Konur Eru Konum Bestar er lítil breyting á setningu en stór breyting á hugarfari.

LESTU LÍKA: KEKB VOL5 – NÚ ER ÞAÐ SVART

Við veljum nýtt styrktarfélag ár hvert og að þessu sinni söfnuðum við fyrir Stígamót, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi.

Ágóðinn í ár – 4,5 milljónir voru afhendar Stígamótum á skrifstofum samtakanna.

Mínar dýpstu þakkir til allra sem eru með okkur í klappliðinu, án ykkar væri þetta ekki hægt.


Besta tilfinning ársins án vafa.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FALLEGASTA HEIMILIÐ Í SKANDINAVÍU?

Skrifa Innlegg