fbpx

MEÐ KITKAT FLÍSAR Á HEILANUM

B27BETA BYGGIRINNBLÁSTURSAMSTARFSAMSTARF

Hvort sem við köllum þetta kitkat flísar, píanóflísar eða fingra flísar þá eru þessar þunnu mjóu flísar fegurð fyrir augað og ég hef verið með þær á heilanum í nokkra mánuði. Þær gefa rýmum mikinn klassa að mínu mati. Við leituðum lengi að þessum fínu flísum í verslunum hér á Íslandi en án árangurs, þær voru hugsaðar fyrir nýtt lítið baðherbergi sem við erum að bæta við í húsið í kjallara.

Það var heppni að ég hafi spurst fyrir um þær við BYKO vini mína, einmitt þegar innkaupadeildin var stödd á flísasýningu á Ítalíu. Þannig tróð ég mér óvænt inn í innkaupin og er í dag hamingjusöm flísakona í Skerjafirðinum, baðherbergið er ekki alveg tilbúið en vá hvað ég er spennt að sýna ykkur þegar það verður 100% reddý – þær koma svo vel út og við alveg í skýjunum. Hér að neðan fáiði smá forsmekk.

Flísarnar eru að trenda þónokkuð í hönnunarheiminum þessa stundina, en á sama tíma endurspegla þær þann tíma þegar húsið okkar var byggt um 1930 og því eru þær frábær kostur fyrir okkar heimili. Til að byrja með var hugmyndin að flísaleggja bara í kringum sturtu og örlítið aukalega, en þar sem allir veggir voru gróflega múraðir þá ákváðum við að leggja flísarnar á allt þetta litla bað og þá kom mjög vel út.

Pssst – það eru flísadagar í BYKO til 16. mars og veglegur 25% afsláttur af öllum flísum

Við sjáum fyrir okkur að nota flísarnar á fleiri stöðum á heimlinu, mögulega hjá arninum eða á bekk sem við munum byggja við fallegan U glugga í stofunni, það er ótrúlegt hvað þær ná að njóta sín í mörgum rýmum og það er M Studio að þakka að við byrjuðum að pæla í þessum fallega kosti. M Studio er hönnunarfyrirtæki drifið áfram af powerkonum sem kunna sitt fag, þær hafa aðstoðað okkur aðeins í framkvæmdunum heima, segi ykkur betur frá þeim síðar.

Vegna þessarar einföldu hönnunar, og úrvals lita og tóna njóta flísarnar sín í öllum innréttingastílum, frá nútíma naumhyggju til himneskrar arfleifðar eða stórkostlegra nýbygginga.

Ef þið eruð ekki sannfærð ennþá, þá hef ég tekið saman smá innblástur hér að neðan –

Baðherbergi

Eldhús

Fegurð?

FLÍSARNAR FÁST HÉR

Psst. Það eru flísadagar í BYKO dagana 3.-16.mars – 25% afsláttur af þessari dásmend.

Við tókum okkar í ljósu, þær eru síðan einnig til í gráu og líklega hægt að skoða það með BYKO að panta fleiri liti.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

LYKILFLÍK Á ÍTÖLSKU TÍSKUVIKUNNI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1