fbpx

MÍN 1111 KAUPTIPS

FRÁ TOPPI TIL TÁARSAMSTARFSHOP

Gleðilegan 1111 dag kæru lesendur.

Er þetta dagurinn sem þú klárar allar jólagjafirnar og hvílir sig þig svo bara fram að jólum? Ég vildi að ég væri það skipulögð en það kannski kemur með reynslunni. Ég er aftur á móti með nokkra hluti í körfum hér og þar og að velta fyrir mér hvar peningunum verður best eytt á þessum ágæta afsláttardegi sem flestar verslanir taka þátt í.

Hér að neðan hef ég tekið saman vörur frá samstarfsverslunum mínum í bland við annað sem ég bara kann vel að meta og hef því með. Allt vörur frrá íslenskum netverslunum sem allar eru með afslátt út miðnætti í kvöld. Um að gera að skoða vel og nýta til góðs.

Tíska – heimili – smáfólkið? 

Sjöstrand Espresso vélin fallega í gulli – á óskalista margra og þetta er eini dagur ársins þar sem við fáum hana á 20% afslætti. Hika er sama og að tapa ;) haha. Fæst: HÉR
PLAIN SAND RENNINGUR frá Kara Rugs, 20% afsláttur í dag. Fæst: HÉR
Tiba+Marl skiptitaska, fæ mjög oft spurningu um mína sem var gjöf frá Móa&Mía – á afslætti HÉR í dag
Spiladós og líka þessi fallegi svanur. Fallegt í jólagjöf eða sængurgjöf. Fæst: HÉR
Tesvor ryksuga. Besta gjöf sem ég gat fengið rétt fyrir fæðingu. Hefur verið mín besta aðstoð hér heima síðustu vikur. Nú á 20% afslætti HÉR með kóðanum 1111
Það er 20% afsláttur af öllum vörum hjá Andrá í dag. Er þetta dagurinn sem við fjárfestum í drauma kápunni frá Saks Potts? Fæst: HÉR
Það er 25% afsláttur af öllu hjá Swimslow í dag. Ég er mikill aðdáandi og er komin með þennan á minn óskalista. Sundbolurinn er íslensk hönnun og nýtt úr smiðju Ernu Bergmann, hönnuðarins á bakvið merkið. Fæst: HÉR með kóðanum 1111
Ég er svo svo spennt að byrja að hreyfa mig aftur eftir barnsburð. Byrjaði í mömmujóga í vikunni sem er fyrsta skrefið hjá mér að þessu sinni. Þessi toppur er á óskalista en H verslun er með svakalega góða afslætti í netverslun í dag. Toppur: HÉR
EMU – skórnir
sem ég hef ekki farið úr upp á síðkastið. Eru á 20% afslætti hjá Andreu í dag. Fást: HÉR eins og að ganga á skýi
Hringspegill með ljósi, frá BYKO – ef þú smellir HÉR sérðu hvað hann er fallegur inn á okkar baðherbergi og HÉR færðu hann á 35% afslætti
Ég ætla að nýta 20% afslátt hjá Verma í dag til þess að fylla á Kinfill sápurnar mínar. Fást: HÉR
Hér á bæ hafa staðið yfir strangar duddu æfingarbúðir sem eru að skila árangri. Bibs fæst HÉR á afslætti í dag

 

Þetta og svo svo margt fleira fáum við á afslætti í netverslunum í dag. 1111.is er vefsíða þar sem þú finnur öll tilboð undir eina og sama hattinum.

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

BENEDICTA‘S TIMETRAVEL

Skrifa Innlegg