fbpx

GANGIÐ HÆGT UM GLEÐINNAR DYR

SHOP

Furðulegur raunveruleiki á þessum föstudegi – dagur sem við höfum mörg beðið eftir í lengri tíma. Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum er hafin hérlendis, til hamingju Ísland með venjulegt líf á ný!

Það er við hæfi að taka saman Frá Toppi Til Táar fyrir okkur sem viljum kíkja út á lífið næstu daga. Það er TaxFree af snyrtivörum í Hagkaup um helgina og þar má gera góð kaup, sjaldan meira við hæfi myndu einhverjir segja.

Eins og áður vel ég vörur úr íslenskum verslunum og ekki er um samstarf að ráða.

Góða helgi, gangið hægt um gleðinnar dyr.

 

Þó á móti blási, Suðureyri frá 66°Norður er næs og notagildið á vel við. Fæst: HÉR
Rauðar varir setja alltaf punktinn yfir i-ið
Bolur drauma minna, finnst þetta nýja snið hjá Hildi Yeoman gjörsamlega tryllt! Fæst: HÉR
Levis vintage klikka aldrei, þið finnið gott úrval td í Spúútnik.
Á TaxFree dögum í Hagkaup myndi mig langa í þennan farða frá Chanel. Hef heyrt svo góða hluti, að maður verði náttúrulega glowy, eitthvað sem ég þarf þessa dagana í gráa hversdagsleiknum.
Ekki kaupa þessa og labba í þeim í slabbinu, en, taktu þá með þér í poka í parýið … Jodis by Andrea Röfn fást: HÉR & HÉR
Þetta eru svo skórnir sem þola íslenska veðrið betur: frá GANNI, Fást: HÉR
Annað sem ég myndi kaupa á TaxFree hjá Hagkaup um helgina er þessi palletta frá NYX sem ég nota daglega og get vel mælt með – Born to glow
Something blue, fallegu eyrnalokkar frá Hlín Reykdal, Fást: HÉR
Ekki láta ykkur verða kalt, Rains vettlingar á útsölu í HÚRRA fást: HÉR
Fyrir ykkur sem hættið ykkur ekki út úr húsi, þá er það bara áfram joggarinn, ég myndi velja hvítan frá Andreu, Fæst: HÉR
Ég sagði ykkur frá því á dögunum  hversu vel ég hef kunnað við hvítar neglur og nefndi þar litinn Blanc frá Essie.  Næst langar mig að testa þennan sem lofar góðu, Quill You Be Mine, Fæst: HÉR

Happy shopping!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: 22022022

Skrifa Innlegg