fbpx

HÆ FRÁ HUDSON VALLEY

Og þá erum við lent í USA eftir heldur skrautlega byrjun á fjölskyldu ferðalagi. Munið eftir að sækja um ESTA í góðum tíma – það getur tekið mjög stuttan tíma að fá samþykkta umsóknina en það getur líka tekið upp undir 72 klukkutíma og við lærðum svo sannarlega í upphafi ferðar að það er gott að hafa þetta á hreinu.

HÉR SÆKIR ÞÚ UM ESTA ÁÐUR EN ÞÚ LEGGUR AF STAР

Við vorum eiginlega alveg viss og búin að undirbúa börnin undir að við þyrftum að snúa aftur heim og reyna við flug degi síðar EN heppnin var með okkur og þegar við ætluðum að rölta út af Keflavíkurflugvelli þá kom staðfestingin og við náðum að hlaupa (gjörsamlega spretta) í gegn.

Maður sér fólk oft kvarta undir innritun og slíku og því langaði mér sérstaklega að þakka þeim indæla manni sem reddaði málunum þegar það var löngu búið að loka í check-in. Stórt hrós – Takk!

Halló HUDSON VALLEY, NEW YORK CITY. Til hamingju PLAY með þennan nýja og spennandi áfangastað sem við hlökkum til að kynnast. Við ætlum að skipta ferðinni smá upp, gistum á mismunandi stöðum og hér hefst stuðið. Ég hef aldrei séð son minn jafn sáttann með neitt! Þetta er svefnherbergið okkar! Eins og þið vitið þá þekkjum við Legoland vel eftir búsetu okkar í Danmörku. Legoland New York er samt nýtt og við erum spennt fyrir fyrstu dögum.

THE KIDS ARE ALRIGHT

Fylgist með lífinu á Instagram ef þið eruð áhugasöm, ég verð virk eins og vanalega @elgunnars

Meira síðar.

xx,-EG-.

501 BLÁTT BAÐ

Skrifa Innlegg