fbpx

501 BLÁTT BAÐ

B27BETA BYGGIRSAMSTARF

Í litaspjaldi mínu með Byko hélt ég mig við setninguna góðu “Basic er best”, ég blandaði saman 6 lita spjald með tónum sem ég myndi kjósa á veggina heima hjá mér. Flestir eru ljósir litir í mismunandi tónum og svo eru það Fanø græni og 501 blár sem gefa meiri lit í lífið.

Þegar við Gunni heimsóttum Villa Copenhagen um áramótin þá heilluðumst við að uppsetningu inni á almenningsbaðinu hjá þeim. Við sáum fyrir okkur að gæti verið flott að útfæra á litlu baðherbergi hér heima því það var svipaður panell á veggjum. Eftir smá vangaveltu völdum við 501 bláa sem kemur svo ótrúlega fallega út að mínu mati. Aftur. Hér sannast hvað málning gefur mikinn svip og getur gjörsamlega breytt rýmum  –

Villa Copenhagen fyrirmyndin:

B27 – BAÐ Í ANDYRI 

Fyrir utan málningu er uppsetning, innréttingar og aukahlutir nákvæmlega eins og það var fyrir.

Við skiptum baðherberginu með þessum viðarlista sem við grunnuðum og máluðum í sama bláa litnum. Fyrir ofan er svo Hvítur Svanur, sem er einnig að finna á öllum alrýmum og gefur því baðherberginu góða tengingu við heildina. Hann er fallega kremaður þegar hann er paraður við bláa litinn.

501 blár 

Liturinn er unnin út frá uppáhalds Levis vintage buxunum mínum. Þetta er ljósblár litur sem er ekki of væminn (mér fannst það mjög mikilvægt!) heldur nær dýpt sem lifir lengi.

HÉR MÁ FINNA ALLAR UPPLÝSINGAR UM LITAKORTIÐ MITT MEÐ BYKO

FYRIR:

Mjög ánægð með útkomuna, ekki jafn ánægð með að hafa eytt dýrmætum FYRIR myndum af myndavélakortinu. En hér eru þær einu sem ég á, sem voru sem betur fer til á símanum hjá mér.
xx,-EG-.
@elgunnars á Instagram

Bumbuhvíld í íslensku orkunni

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    12. June 2022

    svo fallegur litur!!