fbpx

HVÍT GÓLF Í DÖNSKUM STÍL

B27BETA BYGGIRSAMSTARF

Ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hvítu gólfin okkar. Þau eru innblásin af yndislega húsinu okkar í Danmörku, en þetta er nokkuð algengt hjá frændum okkar Dönum, að þeir lakki plankagólfin hvít.

Þetta var ekki endilega planið hjá okkur til að byrja með. Planið var að skipta um gólfefni og á sama tíma setja hita í gólfið til að geta fjarlægt ofna og opnað betur rými. En í hreinskilni sagt þá var þolinmæðin gagnvart grófum framkvæmdu á þrotum ásamt því að bankabókin var farin að erfiða. Við tókum því skyndiákvörðun eitt kvöldið að halda bara gólefnum og sjarmerandi pönnuofnum, en að mála þau öll hvít og halda þannig smá heildarsvip í gegnum allar hæðir.

Eins og svo oft með málningu – þá er þetta ódýr leið til að gera risa breytingu. Við fengum að sjálfsögðu góða leiðsögn frá okkar besta manni í málningardeildinni í Byko á Grandanum.

HVÍTMÁLAÐ PARKET – AÐFERÐ:
1. Þrífa parket vel og vandlega
2. Pússa lauflétt yfir með fínum sandpappír. Þetta skref fer aðeins eftir gólefninu, við þurftum t.d. að pússa meira á efri hæð þar sem þar voru gömul gólfborð. Á neðri hæð þá bara pússuðum við ca. eins og maður væri að skúra, bara renndum létt yfir.
3. Gólfið grunnað með Grunnal (beðið í 5-8 tíma)
4. Málaðar 2 umferðir með Skipalakki

Ath. Þetta eru ótrúlega sterkar málningartegundir og því nánast ólíft í húsinu í sólarhring eftir að búið er að mála. Mæli því með því að notaðar séu viðurkenndar grímur við verkið.

Þegar þetta er skrifað þá hef ég ekki mikla reynslu á þolið þetta er og hvernig þetta þróast – ég hef þó engar áhyggjur af því.

Er í skýjunum með útkomuna og hlakka til að raða húsgögnunum okkar mjög bráðlega í stofuna, þá sýni ég ykkur enn betur – Beta byggir er búin að bæta sig í framkvæmdarvirkninni á IG story @elgunnars ;)

B27

Staðan  ..

Dejligt með meiru ..

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

FRÁ TOPPI TIL TÁAR Í GULU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Erla Kolbrún

  21. April 2022

  Geggjuð útkoma! 🤩

  • Elísabet Gunnars

   22. April 2022

   Takk, við erum í skýjunum.