fbpx

UPPSKRIFTAMYNDBAND: VEGAN NACHOS

AÐALRÉTTIRFORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur uppskriftamyndband að mjög svo góðu og fljótlegu vegan nachos sem ég gerði í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Nachos rétturinn inniheldur m.a. smjörbaunir, salsasósu, avókadó, tómata og kóríander. Punkturinn yfir i-ið er Oatly hafrarjómaostur sem geriri réttinn afar ljúffengan. Mæli með að þið prófið.

Nachos frá Mission eftir smekk
1 dós smjörbaunir frá Rapunzel
2 hvítlauksrif
½ Laukur
Cumin
Chiliflögur
Salt og pipar
Salsasósa frá Mission
1 avókadó
Safi úr ½ lime
2 Tómatar
Oatly hreinn hafrarjómaostur
Ferskur kóríander eftir smekk

Aðferð

  1. Skerið lauk smátt niður og steikið hann á pönnu upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauk og smjörbaunum saman við. Kryddið með cumin, chiliflögum, salti og pipar.
  2. Blandið salsasósunni saman við.
  3. Dreifið nachos flögum í botninn á eldföstu móti og setjið smjörbaunablönduna yfir.
  4. Hitið rjómaostinn í potti þar til hann þynnist aðeins og hellið yfir blönduna (það er auðveldara að dreifa ostinum yfir þegar hann er heitur).
  5. Hitið ofninn í 190°c á blæstri. Bakið í ofni í 10-15 mínútur.
  6. Skerið avókadó og tómata smátt. Blandið saman og kreystið lime safa yfir. Kryddið með salti og pipar.
  7. Dreifið avókadóblöndunni yfir nachosréttinn ásamt smátt skornu kóríander og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

VIÐTAL HJÁ LA BOUTIQUE DESIGN: WWW.LBD.IS

Skrifa Innlegg