fbpx

UPPSKRIFTAMYNDBAND: TORTILLASKÁLAR MEÐ TÍGRISRÆKJUM

AÐALRÉTTIRFORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Hér kemur mitt fyrsta uppskriftarmyndband sem ég tók þátt í að gera í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Ljúffengar litlar tortillaskálar fylltar með tígrisrækjum, avókadó salsa, rjómaosti, cheddarosti og toppaðar með kóríander. Þetta er svo gott og einfalt í bígerð. Tilvalið sem forréttur eða bara einfaldlega sem aðalréttur. Mæli mikið með!

Uppskrift að 12 litlum tortillaskálum
300 g hráar tígrisrækjur frá Sælkerafiski (1 pakkning)
1-2 hvítlauksrif
1 smátt skorið chili
½ tsk cumin
1 tsk salt
¼ tsk pipar
1-2 msk ólífuolía frá Filippo berio
3 tortillur með grillrönd frá Mission
PAM sprey
Philadelphia rjómaostur
Rifinn cheddar ostur
2 avókadó
2 tómatar
¼ rauðlaukur
Safi úr 1/2 lime
Toppað með ferskum kóríander

Aðferð

  1. Smátt skerið chili og pressið hvítlauk. Blandið saman við rækjurnar ásamt ólífuolíu, cumin, salti og pipar.
  2. Steikið rækjurnar upp úr ólífuolíu þar til þær eru orðnar bleikar og steiktar í gegn. Tekur 2-3 mínútur.
  3. Skerið tortillurnar í fjóra helminga. Spreyið muffinsform með Pam og setjið tortillurnar í formin. Ég nota muffinsform með tólf hólfum.
  4. Dreifið rjómaosti í botninn og rifnum cheddar osti og bakið í 4-6 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
  5. Smátt skerið avókadó, tómata og rauðlauk. Blandið saman við safa úr lime.
  6. Fyllið skálarnar með avókadó salsa, tígrisrækjum og kóríander. 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ DAGSINS! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

NÝ FALLEG FJÖLSKYLDUDAGATÖL FRÁ BY MULTI

Skrifa Innlegg