fbpx

NÝ FALLEG FJÖLSKYLDUDAGATÖL FRÁ BY MULTI

HEIMILISAMSTARF

Ég elska að skipuleggja mig og fjölskylduna.  Það er svo þægilegt að hafa heildarsýn yfir það sem gerist í nánustu framtíð. Þórunn Vigfúsdóttir eigandi By multi hafði samband við mig og gaf mér þetta fallega fjölskyldudagatal fyrir árið 2021 og langar mig að sýna ykkur það.

Dagatölin eru 50×70 að stærð og koma með skemmtilegum límmiðum til að skreyta. Þau koma í fallegum gjafaöskjum og eru tilvalin til að gefa í tækifærisgjafir, jólagjafir, afmælisgjafir, á litlu jólunum hjá vinahópum eða í leynivinaleikjum.

Þórunn segir að fjölskyldudagatalið hafi slegið rækilega í gegn á hennar heimili. Hún hefur útbúið svona dagatöl síðastliðin þrjú ár fyrir fjölskylduna og loksins lét hún verða að því að framleiða þau og selja. Það hangir alltaf uppi í eldhúsinu hennar þar sem fjölskyldan á flestar samverustundirnar en þar er gott að setjast niður, spjalla og spá í hvað sé á döfinni. 

Þórunn segir að dagatalið í ár hafi tekið miklum breytingum en hefur samt góða trú á því að næsta ár verði betra og að við getum aftur byrjað að skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Hún veit að allir eru ólmir í það og þá kemur dagatalið sterkt inn!

Það er mjög flott að setja dagatalið í ramma og hengja upp á vegg. Ramminn þarf ekki að vera dýr því það þarf ekki að nota plastið/glerið yfir dagatalið.

Dagatölin eru komin í forsölu og verðið er 4.990 kr. Þið getið pantað þau hér.

Mæli með að þið fylgið Multi by multi:
www.facebook.com/multibymulti
www.instagram.com/multibymulti/

Þau framleiða svo fallegar vörur sem eru tilvaldar í jólapakkana!

MEGI ÁRIÐ 2021 VERÐA OKKAR

Takk fyrir að lesa & njótið dagsins!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÚKKULAÐISMÁKÖKUR MEÐ HVÍTU TOBLERONE

Skrifa Innlegg