fbpx

MASSAMAN KARRÍ MEÐ KJÚKLINGI: MYNDBAND

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Massaman karrí er réttur sem ég panta oft þegar ég fer á tælenska veitingastaði og finnst mér hann afar góður. Ég varð auðvitað að útbúa mína útgáfu af réttinum og hér kemur uppskrift ásamt uppskriftarmyndbandi sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Hollur og ljúffengur kjúklingaréttur með kókosmjólk, rauðu karríi, ananas, kartöflum, baby corn, lauk, hvítlauk og ferskum kóríander borið fram með hrísgrjónum.

3-4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
1 msk rautt karrí frá Blue dragon
1 msk Filippo Berio ólífuolía
8 meðalstórar kartöflur
4 gulrætur
125 g baby corn (fersk lítil maískorn en einnig hægt að nota úr dós)
1 laukur
10-12 ananasbitar úr dós + 3 msk ananassafi
2-3 hvítlauksrif
Salt og pipar
2 msk rautt karrí frá Blue dragon
1 dós kókosmjólk frá Blue dragon
Ferskur kóríander eftir smekk
1 lime, skorið í báta

Borið fram með Tilda Basmati hrísgrjónum

Aðferð

  1. Smátt skerið kjúklinginn og blandið saman við rautt karrí og ólífuolíu í skál.
  2. Skrælið kartöflurnar og skerið í fjóra bita. Sjóðið þær í 25-30 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn og mjúkar.
  3. Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu og takið hann til hliðar. 
  4. Skerið gulræturnar í sneiðar, skerið laukinn og baby corn í bita og steikið upp úr ólífuolíu.
  5. Bætið pressuðu hvítlauksrifi, ananasbitum, ananassafa, kókosmjólk og rauðu karrí saman við og hrærið.
  6. Að lokum bætið kjúkling og kartöflum út í og látið malla við vægan hita í 15-20 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk.
  7. Toppið með kóríander og lime bátum og berið fram með hrísgrjónum.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÆTKARTÖFLU- OG KJÚKLINGABORGARI

Skrifa Innlegg