10 ÓSKIR FYRIR VETURINN

Óskalistinn

Áður en ég dembi mér í árlegu jólagjafahugmyndirnar þá mátti ég til með að setja einn óskalista saman fyrir mig – 10 óskir. Ég hef undanfarið verið nokkuð sparsöm og er orðin mjög passasöm upp á það hvaða hlutir bætast við heimilið okkar. Það er þó erfitt að vera sparsamur þegar manni vantar hreinlega hluti eins og í mínu tilfelli núna en þar má nefna krem, maskara, húfu, jógahandklæði og annað fínerí – sem er klárlega nauðsynlegt fyrir sálina eða er það ekki annars?

// Húfa frá COS, ég hef átt eins í bleiku en týndi henni því miður. // Svartar morgunverðaskálar frá Bitz sem ég er nýbyrjuð að safna, fást t.d. í Dúka, Snúrunni og Bast. // Kertastjaki og glervasi frá Ikea, sé fyrir mér að það sé fallegt að setja smá jólapunt ofan í. // Steingrá rúmföt frá Winston Living, sá líka svona kolsvört sem eru væntanleg – hrikalega flott. Sjá meira úrval hér. // Hvatningararmband frá Daniel Sword, ég gæti hugsað mér fleiri í safnið, Dúka. // Tyrkneskt handklæði frá TAKK home, sjá sölustaði hér. // Ég er lítið fyrir að prófa endalaust af snyrtivörum, ef ég finn eitthvað sem er gott þá vil ég nota það áfram. Clinique eru góðar vörur og eruð þið að sjá hvað þessar umbúðir eru fallegar á litinn♡// Mjúkur og loðinn púði frá Ikea. // Gyllt ígulker sem borðpunt, einstaklega fallegt og svo öðruvísi en við sjáum oft, frá Winston Living.

Poppaðu uppá varirnar!

CliniqueÉg Mæli MeðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15Varir

Ef þið fylgist með öðrum förðunartengdum bloggum hafa nýju varalitirnir frá Clinique vonandi ekki farið framhjá ykkur. Sjálf prófaði ég þá fyrst í tengslum fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal en varalitirnir eru virkilega sérstakir að því leitinu til að þeir eru bæði varalitir og primer fyrir varirnar í senn…

popclinique3

Varalitirnir eru ofboðslega léttir og þeir rennda mjúklega yfir varirnar, primerinn sem er inní formúlunni gerir það að verkum að yfirborð varanna verður áferðafalleg og slétt. Það er þó alltaf miklu fallegra að skrúbba aðeins til varirnar og fjarlægja dauðar húðfrumur bara svona til að slétta yfirborðið svo varirnar verði enn fallegri! Auk þess er formúlan rakamikil og sér vörunum fyrir raka í alltað 8 tíma. Mér finnst litirnir persónulega líka endast mjög vel, það er alltaf talað um að endingin eykst með hjálp varalitablýants en mér finnst eins og formúlan sjái fyrir öllu sem blýanturinn myndi bæta við.

Ég valdi mér tvo alveg gjörólíka liti, gaman að eiga svona andstæður. Sá dekkri er auðvitað fullkominn svona kvöld litur og liturinn er mjög sterkur og flottur. Þann ljósari hef ég mikið notað bara svona hvers dags enda er liturinn þannig gerður að hann fer mjög vel saman við náttúrulegar farðanir og hann er líka bara virkilega fallegur eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.

popclinique

Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Melon Pop

Hér er á ferðinni áferðafallegur og léttur bleiktóna varalitur með nude undirtón. Liturinn er mjög þéttur og hann gefur andlitinu mjúka og fallega ásýnd. Mér finnst þetta einn sá allra fallegasti í varalitalínunni frá Clinique því liturinn er svo tímalaus og klassískur og hann passar við allar farðanir og að sjálfsögðu við öll tilefni.

popclinique2

Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Cola Pop

Ég dýrka hvað þessi litur er dramatískur og ýktur. Litatónninn er hrikalega flottur og alveg svona fullkominn kvöldvaralitur og líka svona ekta fyrir 20’s þema partý! Undirtónninn í varalitnum er brúnn en ekki plómu eða rauður sem gerir litinn enn dýpri og gerir það að verkum að hann fer mun fleirum en aðrir svona dökkir tónar. Þetta er svona ekta 90’s tískulitur líka – svo hann er algjörlega “in” núna ;)

Einn af stærstu kostunum við vörurnar frá Clinique er sá að þær eru alveg sérstaklega vel prófaðar í tengslum við ofnæmi og því er óhætt að mæla með þeim fyrir ofnæmispésa og þær sem eru með viðkvæma húð. Vörurnar eru einnig án ilmefna :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn í tengslum við vinnslu á efni fyrir Reykjavík Makeup Journal. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Hinn fullkomni hversdags varalitur í desember

CliniqueJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ég var aldrei þessu vant (not) að prófa nokkrar nýjar snyrtivörur í gær, nýjan farða, maskara og gerði hátíðarlúkk sem þið fáið að sjá í kvöld eða á morgun með vörum frá Make Up Store. Ein af nýju vörunum var ótrúlega fallegur nýr alveg mattur varalitur frá Clinique. Þegar ég er búin að taka myndir fyrir bloggið og er kannski ekki beint að testa endinguna á vörum þá er ég oft fljót að taka þær af og leyfa húðinni aðeins að bera sig inná milli, en í þessu tilfelli tímdi ég ekki að taka litinn af vörunum og fór með hann að sækja Tinna, í Kringluna að kaupa afmælisgjöf og loks í barnaafmæli. Hvert sem ég kom vöktu rauðu varirnar mínar athygli sem er svo sem ekki skrítið þar sem það finnst varla hátíðlegri litur en rauður í desember.

crimson2

Varaliturinn er eins og ég segi hér fyrir ofan alveg mattur og litapigmentin eru ótrúlega sterk. En þrátt fyrir að áferðin sé mött þá er alls ekki erfitt að bera litinn yfir varirnar, hann rennur mjög mjúklega yfir þær og það þarf lítið sem ekkert að vanda til verks svo liturinn verði alveg jafn svo það tekur enga stund að bera hann á varirnar.

crimson7

Long Last Soft Matte Lipstick í litnum Crimson frá Clinique

Ég elska hve hve Clinique-legar umbúðir varalitarins eru en þessi mun skera sig úr við hlið allra svörtu umbúðanna í varalitastandinum mínum. Þessir varalitir eru til í þónokkrum ólíkum litategundum en ég valdi mér þann rauða þar sem ég var svo sannarlega komin greinilega í hátíðarskap.

crimson4

Þar sem ég ákvað nú að nýta tækifærið og testa endingu litarins get ég með sanni sagt að þessi litur standi sig glæsilega og endist mjög vel. Liturinn dofnar alls ekki þó svo að glansinn sem er svona smá í miðju varanna dofni smá. Þessi litur ætti því að vera tilvalinn í öll hátíðarboðin þar sem nóg er um góðan mat og drykki en þessi stóð sig vel í glæsilegum veitingum í barnaafmælinu.

Ég var svo að pæla í að taka saman mína uppáhalds rauðu varaliti í sér færslu núna fyrir jólin og mögulega taka saman aðra fyrir mína uppáhalds plómu lituðu varaliti sem eru nú mínir einkennis tónar – vonandi líst ykkur vel á þá hugmynd.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Sjáið hvað sólarvörn gerir

CliniqueHúðSnyrtivörur

Í gær horfði ég dolfallin á ótrúlega fræðandi myndband sem sýnir svart á hvítu hvað sólarvörn gerir. Þetta er eiginlega bara sjúklega töff og nú þegar ég ber á mig sólarvörn mun ég sjá þetta fyrir mér gerast…

Ég mæli með því að þið gefið ykkur tíma til að horfa á þetta skemmtilega myndband:

Ég hef alveg verið að standa mig af því að gleyma að bera sólarvörn á sjálfa mig á meðan ég stressast upp þegar ég fatta að Tinni Snær er ekki með sólarvörn :) En núna í sumar fékk ég sýnishorn af nýrri sólarvörn frá Clinique sem er nú eitt af þeim merkjum sem er leiðandi þegar kemur að því að framleiða snyrtivörur og þeir einbeita sér sérstaklega mikið að vörum sem eiga að laga og jafna litarhaft húðarinnar en þar er línan þeirra Even Better sem er í aðalhlutverki í þeim aðgerðum.

Even Better Dark Spot Defense er með SPF45 – þeim mun hærri tala þeim mun hrifnari er ég því þá þarf ég ekki að nota jafn mikið magn til að vera viss um að vörnin sé að verja vel húðina mína. En kremið er litlaust og mjög létt og þið finnið ekki fyrir því á húðinni og það sumsé lagar litabletti í húðinni sem geta komið í kjölfar skaða sem útfjólubláir geislar sólarinnar valda. Um leið og vörnin ver húðina þá lagar hún skemmdir sem hafa komið af því maður hefur kannski ekki verið að verja hana nógu vel Ég fékk þessa alveg í tæka tíð fyrir góðu sólardagana sem við fengum í síðustu viku og gat þá verið með háa og góða vörn:)

6nJF8RGm3CX4un2x_display (1)

Næsta sólarvörn á óskalistanum er Iceland Moisture kremið frá Skyn Iceland með SPF30 – þessar vörur eru bara svo æðislegar og ég efast ekki um að sólarvörnin sé ekki framúrskarandi! Hér er um að ræða krem sem verndar húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar, reyk, mengun og öðrum leiðindaefnum sem einkenna umhverfið okkar og geta haft áhrif á húðina og t.d. flýtt öldrun húðarinnar eða aukið líkur á húðkrabbameini. Það er að mínu mati fátt mikilvægara en að vera með góða vörn á líkama og andliti og við mæður megum ekki gleyma okkur sjálfum.

SI_s_larv_rnIceland Moisture with Broad-Spectrum SPF30 kostar 5900kr og fæst HÉR.

Passið ykkur að sólin er ekkert minna hættulegri þó það sé haust eða vetur og hvort hún sjáist eða ekki því geislarnir hennar ná alltaf að skína í gegn. Góð sólarvörn er möst í snyrtibudduna hvort sem það er sérstök sólarvörn eða krem – rakakrem eða BB/CC krem með góðri vörn – því hærri vörn þeim mun betra.

Myndbandið hér fyrir ofan er alveg æðisleg og ég mæli eindregið með áhorfi!

EH

Clinique kremið fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Sýnikennsluvideo – Augnskuggablýantar

AuguCliniqueJólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistMakeup TipsSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Ég hef mörgum sinnum verið spurð útí það hvernig augnskuggablýantar eru notaðir. Ég tók þetta video upp fyrir dálitlum tíma síðan og er bara loksins núna að ná að fara yfir það, klippa það og birta. Þetta er ekki alveg nógu sniðugt hjá mér…

Augnskuggablýantar eru nokkuð algengir hjá snyrtivörumerkjum sem fást á Íslandi. Þeir minna helst á frekar feita eyelinerblýanta en það er auðvitað hægt að nota venjulega eyelinerblýanta eins og það kemur kannski aðeins sterkari litur frá þeim. Núna í haust sendi Clinique frá sér Chubby Sticks fyrir augun – sjá meira HÉR. Þá nota ég í myndbandinu en fyrir neðan það sjáið þið líka fleiri blýanta sem eru í úrvali hér á Íslandi. Hjá mörgum merkjum eru þessir blýantar í formi skrúfblýanta en svo eru aðrir sem eru bara eins og feitir blýantar.

Í myndbandinu nota ég tvo ólíka liti til að poppa uppá venjulega dagförðun. Blýantana er ótrúlega þæginlegt að nota til að gera aðeins meira úr venjulegri dagförðun sérstaklega ef það má ekki taka of mikinn tíma. Ég hvet ykkur til að kíkja á myndbandið sem þið finnið hér fyrir neðan til að sjá hvernig þið náið þessari augnförðun.

SONY DSC SONY DSC

 

Hér er svo myndbandið sjálft:

Hér sjáið þið svo nokkra skemmtilega augnskuggablýanta sem eru fáanlegir hér á Íslandi. Efst eru það þessir sem ég nota í videoinu frá Clinique. Þeir eru sjúklega mjúkir og bara svífa létt yfir augnlokin, oddurinn á þeim er kúptur svo það er þæginlegt að bera þá á aunglokin. Næstur er Smashbox, hann er vatnsheldur og gefur frá sér mjög þéttan og mikinn lit. Það er aðeins hægt að dreifa úr litnum en maður þarf að hafa hraðar hendur þar sem hann þornar og haggast svo ekki úr stað sem getur verið kostur. Næst er það Maybelline sem er mjög kremaður og með hreinum lit, það er t.d. mjög flott og einfalt að gera úr honum smokey augnförðun, hvort sem liturinn er notaður sem undirstaða eða bara einn og sér. Svo eru það litirnir frá Bobbi, það voru að koma þrír nýjir sjúklega flottir litir í Old Hollywood hátíðarlínunni sem ég mæli með. Þessir gefa frá sér kremaðan metallic áferð og eru sjúklega flottir einir og sér eða sem highlighter yfir augnlokið með dekkri púðuraugnskuggum. Augnskuggablýanturinn frá Dior er mjög púðurkenndur, hann er sá eini sem kemur með púða sem ég get notað án þess að það sé óþæginlegt. Ég er nefninlega með linsur og ef púðinn er of stífur þá nuddast hún svo svakalega til og það er mög pirrandi. Áferðin sem þessi litur gefur frá sér minnir eiginlega dáldið á púðuraugnskugga.

Screen Shot 2013-12-19 at 8.59.35 PMÞetta er það sem er í boði – alla vega það sem ég man eftir í fljótlegu bragði:)

 

SONY DSC

Það er líka sniðugt að nota svona augnskuggablýanta sem primer undir aðra augnskugga til að litinir verði sterkari, fái flottari áferð og endist lengur.

Vona að þessi sýnikennsla hafi hjálpað ykkur!

EH

Léttir, fljótandi farðar – hvað er í boði? hver er munurinn?

FarðarHúðmakeupMakeup Tips

Margar ykkar eru eflaust búnar að velta því fyrir sér hvenær næsta samanburðarfræsla er væntanleg – ég veit að þær eru alla vega í uppáhaldi hjá mörgum af lesendum mínum.

Í þetta sinn langar mig að taka fyrir létta farða. Þetta er sú tegund farða sem mér finnst vera vinsælust og snyrtivörumerki eru nú flest öll að keppast við að koma með sem flottasta fljótandi farðann – því léttari því betri. Þetta er líka sú tegund farða sem er í uppáhaldi hjá mér. Þeir eru auðveldir í notkun, þeir henta venjulega öllum húðtýpum (þá meina ég það eru til fljótandi farðar fyrir allar tegundir farða) og það er auðvelt að blanda þeim saman við aðrar förðunarvörur svo áferð förðunarinnar verður fallegri og náttúrulegri.

Af því húðin mín er í mjög góðu ástandi þá þarf ég kannski ekki þéttan farða. Ég vil heldur alls ekki farða sem hylur persónueinkenni húðarinnar minnar. Ég er með stóran fæðingarblett undir hægra auganu og á hægri kinninni. Þó svo ég hafi ekki alveg metið þessa bletti þá kann ég að meta þá í dag. Ég vil alls ekki fela þá fyrir einum né neinum og þess vegna eru léttir, fljótandi farðar fullkomnir fyrir mig. Svo vil ég ljómann – sem ég er alltaf stanslaust að tala um. Hann fæ ég þegar ég er með einhvern af þessum förðum hér fyrir neðan….

Screen Shot 2013-12-14 at 12.46.27 AMScreen Shot 2013-12-14 at 11.12.34 PM Screen Shot 2013-12-14 at 11.12.44 PM

Svo langaði mig að deila með ykkur hvaða förðunarbursta ég er að nota til að bera svona létta farða á húðina. Það kemur eflaust nokkrum ykkar dáldið á óvart. Ég er að nota Powder Brush frá Real Techniques. Mér finnst hann henta fullkomlega til að gera áferðina á förðunum lýtalausa. Áferðin frá burstanum er mjúk og rosalega þétt og ég er sjúklega fljót að bera þá á af því burstinn er svo stór! Það er um að gera að hafa það í huga að förðunarburstar þurfa alls ekki að gera bara það sem nafnið þeirra segir til um að þeir geri – látið ímyndunaraflið ganga lausum hala og prófið ykkur áfram þar til þið finnið það sem hentar ykkur best!

1-Powder-Brush-1

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá langar mig til að sýna ykkur farðann sem er nýjastur af þessum 6 förðum. Það er serum farðinn frá YSL. Það er auðvitað sparnaður sem felst í því að kaupa svona 2 in 1 vörur eins og þessi farði og sá frá Max Factor. Ég er búin að nota þennan frá YSL mjög mikið. Uppá síðkastið er ég búin að vera að bera fyrst fjólubláa CC kremið frá L’Oreal eða BB kremið frá Elizabeth Arden á húðina og svo ber ég YSL farðann, Max Factor farðann eða Shiseido farðann yfir húðina. Ég vel venjulega bara þann af þessum þremur sem er næst mér þegar ég er að farða mig!

En þið sjáið hvað áferðin á svona léttum farða er falleg og það sem mér finnst fallegast er að húðin mín fær að njóta sín, áferðin er ekki það þétt að öll mín persónueinkenni hverfi alveg. Eins og ég segi fyrir ofan þá eru þessir farðar flottir fyrir ykkur sem eruð með freknur og langar í farða sem hylur þær ekki.

yslfarði2

Endilega kynnið ykkur létta farða – ég mæli alla vega hiklaust með þeirri tegund svona dags daglega. Þeir gefa svo ótrúlega náttúrulega áferð.

Ég lofa fleiri samanburðarfærslum á næstunni!!!

EH

Daglega förðunin mín – video

CliniqueGuerlainHúðLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineSnyrtibuddan mín

Nóg komið af videoumfjöllunum í bili og nú er komið aftur að sýnikennslunum. Mér datt í hug að sýna ykkur mína daglega förðun með þeim snyrtivörum sem eru í minni snyrtibuddu þessa stundina – og sýna ykkur snyrtibudduna mína;)

Svo þið sjáið nú nokkurn veginn hvernig förðunin er þá tók ég fyrir og eftir myndir:)

Fyrir: SONY DSCEftir:SONY DSCÉg legg mikið uppúr því að húðin mín sé falleg og frískleg fyrst og fremst….

SONY DSCHér sjáið þið vörurnar sem ég notaði í myndbandinu:Screen Shot 2013-11-25 at 9.41.22 PMSONY DSCÉg vona að þessi sýnikennsla geti nýst ykkur eitthvað – en þið getið alltaf notað þessa förðun sem grunn fyrir eitthvað meira:)

EH

Nýtt: Chubby Sticks fyrir augun

AugnskuggarAuguCliniqueÉg Mæli MeðLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég reikna nú bara með því að margar ykkar kannist við Chubby Sticks varalitina frá Clinique. Ef þið eruð aðdáendur þeirra þá efast ég ekki um að þið verðið ánægðar með þær fréttir að nú eru fáanlegir Chubby Sticks fyrir augun. Ég fékk 4 liti til að prófa og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég er búin að prófa þónokkuð margar tegundir af svona stórum augnskuggapennum og þessir frá Clinique eru að mínu mati lang þæginlegastir í notkun.

Ég er með frekar viðkvæm augu og stundum finnst mér óþæginlegt að nudda augun of mikið – sérstaklega af því ég er með linsur sem færast til ef ég nudda augnlokin of mikið. Liturinn rennur auðveldlega yfir augun, hann er þéttur og oddurinn á pennunum er breiður og kúptur svo hann smellpassar í globus línuna. Svo getið þið annað hvort notað augnskuggabursta eða bara fingurna til að laga litinn aðeins til. Ég notaði blöndunarbursta til að dreifa úr litnum og fá svona smoky áferð á augun. 

Nú er ég búin að prófa næstum alla litina sem ég fékk – þennan ljósa og græna notaði ég í myndatöku um daginn fyrir leyniverkefnið og hér fyrir neðan er ég með þennan blágráa. Ég prófaði hann í smá flýti þar sem ég vildi sýna ykkur hvernig hann kæmi útá mér. Ég var nú þegar komin með maskara svo ég strauk bara nóg af litnum yfir augnlokin og dreifði svo úr honum. Bætti svo aðeins við maskarann – mér datt því í hug að þetta væri fullkominn förðunarvara til að vera með í snyrtibuddunni yfir daginn svo ef þið lendið í því að þið eruð að fara eitthvað fínt beint eftir vinnu er fljótlegt að skella bara smá Chubby Sticks á augun.

Ég fékk ábendingu um að nota ljósa litinn sem highlighter sem ég gerði í myndatökunni og það kom bara ótrúlega vel út. Áferðin sem hann gaf húðinni var mjög falleg og náttúruleg. Hann er líka flott að nota undur augabrúnir til að að gefa smá highlight og sem augnskuggagrunn – þá til að ýkja púðurliti sem þið setjið yfir.

Við gráa litinn fannst mér passa best að vera svo með bleikan gloss, þessi er frá MAC. Þó svo mér finnist dáldið skrítið að vera allt í einu komin með gloss á varirnar eftir að hafa nánast bara verið með varaliti síðasta árið er þessi að venjast vel.

Ég get lofað því að þið eigið allar eftir að geta notað þessa vöru frá Clinique. Þetta tók mig 2 mínútur svo þetta ætti ekki að taka ykkur mikið lengri tíma en það – ég tek þá fyrir í video umfjöllun við tækifæri til að sýna ykkur hvernig ég nota þá.

Næst tek ég klárlega fyrir samanburð á svona stórum augnskuggablýöntum – hljómar það ekki vel ;)

EH

Kremin frá Clinique – BB vs CC

CliniqueÉg Mæli MeðmakeupMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Í sumar kom í sölu CC krem frá Clinique – nú er ég búin að prófa bæði BB og CC kremið frá merkinu og þá er komið að því að deila með ykkur niðurstöðunum mínum. Hver er munurinn á þessum kremum…. BB kremið frá Clinique hefur vakið mikla athygli hér á landi – það byggi ég á því sem ég heyri í kringum mig. Ég tengi það við góða orðsporið sem fer af vörunum frá merkinu. Eitt af því sem mér finnst styðja við gæðin á vörunum sjálfum eru umbúðirnar. Þær eru bara einfaldar og það ber kannski ekki mikið á þeim. Það er ekki verið að keppast við það að hafa vörurnar í athyglissjúkum umbúðum heldur er lagt upp með einfaldleikann.

BB kremið: Jafnar áferð húðarinnar og fyllir uppí ójöfnur eins og fínar línur og ör. Berið það á hreina húð – þið getið notað það eitt og sér eða undir farða og þá sem primer.

CC kremið: Jafnar húðlit þinn, dregur úr roða og þreytueinkennum í húðinni. CC kremið gefur húðinni fallegan ljóma og húðin lifnar við. Kremið er mjög létt í sér, það er olíulaust en gefur húðinni góðan raka – svo það hentar öllum húðtýpum. Eins og BB kremið þá getið þið notað CC kremið eitt og sér eða undir farða og þá sem primer.

Munurinn er í fyrsta lagi sá að ljósi liturinn í BB kreminu er ljósari en sá sami í CC kreminu hann er líka meira rauðtóna á meðan CC kremið er meira gultóna. CC kremið er léttara í sér sem skilar sér í náttúrulegri áferð á meðan BB kremið hylur mun betur og líkist þannig meira léttum farða. Báðar vörurnar eru með SPF 30 – sem er frábært. Það er ekkert minna mikilvægt að nota sólarvörn á veturnar en sumrin – þó svo að það sjáist ekki til sólar þá ná geislarnir í gegnum skýin.

En lykilmunurinn er auðvitað sá að BB kremið jafnar áferð húðarinnar og CC kremið jafnar hörundslitinn ykkar og dregur úr óvelkomnum litabreytingum í húðinni.

Nú er CC kremunum að fjölga á markaðnum svo það styttist í CC krema samanburð :)

EH

Mattar Neglur

CliniqueNáðu LúkkinuneglurNýtt í snyrtibuddunni minniOPI

Núna er ég komin með æði fyrir möttum nöglum – annað er ekki hægt eftir að maður er búin að prófa matta yfirlakkið frá OPI. Mér finnst ótrúlega algengt að mött lökk séu sett yfir svart naglalakk en í gær ávkað ég að prófa að setja það yfir uppáhalds ljósa lakkið mitt sem er úr nýju línunni frá Clinique.
Ég setti 2 umferðir af lakkinu á nelgurnar það heitir Concrete Jungle – meira um það HÉRSvo setti ég matta yfirlakkið yfir neglurnar – algjör snilld og þornaði á augabragði. Það er ekkert erfiðara að taka það af en önnur naglalökk og ég hef góða tilfinningu fyrir því að það muni endast vel á nöglunum.

EH