*Færslan er unnin í samstarfi við Estée Lauder Companies
ESTÉE LAUDER COMPANIES BRAND DAY IN COPENHAGEN
Ég var að koma heim í gær frá æðislegri sólarhringsferð í boði Estée Lauder Companies, eins og ég sagði frá í annarri færslu þá var mér boðið að koma á Brand Day hjá Estée Lauder Companies sem haldin var í Kaupmannahöfn. Þessi ferð var algjör draumur og er ég ennþá að ná mér niður. Ég fékk að kynnast nýjum og spennandi merkjum, sjá nýjungar frá uppáhalds merkjunum mínum og kynnast sögu merkjana ennþá betur. Þetta var stórkostleg upplifun eins og þið munið vonandi sjá á myndunum. Þetta var skipulagt á ótrúlega skemmtilegan hátt en hvert merki var með sitt eigið herbergi. Þannig maður fékk að upplifa merkið og heyra sögu merkisins.
Ég ætla láta myndirnar tala enda tók ég nóg af þeim og vonandi að upplifið þið ferðina með mér xx
BRAND DAY
CEO Estée Lauder Companies á norðurlöndunum tók vel á móti okkur
Við byrjuðum á tómum poka sem var síðan fljótur af fyllast af allskonar flottum vörum
Okkur var deilt saman í hópa, vorum fimm saman og fengum leiðbeinanda. Við byrjuðum á Tom Ford, síðan næsta og næsta
TOM FORD
Þetta er svo flott merki og langar mjög mikið að þetta komi til Íslands!
LA MER
ESTÉE LAUDER
CLINIQUE
Ný og spennandi vara frá Clinique sem á að vernda húðina frá mengun og óhreinindum í umhverfinu
JO MALONE
Gullfallegt merki sem mig dreymir um að fá til Íslands! Það er svo góð lykt af þessum ilmvötnum og það er hægt að blanda lyktum saman.
GLAM GLOW
Box sem innihélt alla maskana frá Glam Glow
Ný highlighter palletta frá Glam Glow sem á að vera góð fyrir húðina! Væntanleg til Íslands
SMASHBOX
Smashbox er þekktast fyrir sína primer-a og þarna var hægt að finna rétta primer-inn fyrir sína húðtýpu
BOBBI BROWN
@harpakara & @gveiga85 <3
MAC COSMETICS
60 litir af Studio Fix frá Mac Cosmetics, mjög vel gert. Við fengum að velja okkur farða og hyljara, mjög spennt að prófa!
ORIGINS
Þetta endaði síðan á Origins kvöldverð með öllu tilheyrandi, yndislegt!
Ég hlakka til að deila með ykkur vörunum og sögunum frá merkjunum á næstunni. Takk æðislega fyrir mig, ég er í skýjunum með þessa ferð og óendanlega þakklát!
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg