fbpx

Hinn fullkomni hversdags varalitur í desember

CliniqueJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ég var aldrei þessu vant (not) að prófa nokkrar nýjar snyrtivörur í gær, nýjan farða, maskara og gerði hátíðarlúkk sem þið fáið að sjá í kvöld eða á morgun með vörum frá Make Up Store. Ein af nýju vörunum var ótrúlega fallegur nýr alveg mattur varalitur frá Clinique. Þegar ég er búin að taka myndir fyrir bloggið og er kannski ekki beint að testa endinguna á vörum þá er ég oft fljót að taka þær af og leyfa húðinni aðeins að bera sig inná milli, en í þessu tilfelli tímdi ég ekki að taka litinn af vörunum og fór með hann að sækja Tinna, í Kringluna að kaupa afmælisgjöf og loks í barnaafmæli. Hvert sem ég kom vöktu rauðu varirnar mínar athygli sem er svo sem ekki skrítið þar sem það finnst varla hátíðlegri litur en rauður í desember.

crimson2

Varaliturinn er eins og ég segi hér fyrir ofan alveg mattur og litapigmentin eru ótrúlega sterk. En þrátt fyrir að áferðin sé mött þá er alls ekki erfitt að bera litinn yfir varirnar, hann rennur mjög mjúklega yfir þær og það þarf lítið sem ekkert að vanda til verks svo liturinn verði alveg jafn svo það tekur enga stund að bera hann á varirnar.

crimson7

Long Last Soft Matte Lipstick í litnum Crimson frá Clinique

Ég elska hve hve Clinique-legar umbúðir varalitarins eru en þessi mun skera sig úr við hlið allra svörtu umbúðanna í varalitastandinum mínum. Þessir varalitir eru til í þónokkrum ólíkum litategundum en ég valdi mér þann rauða þar sem ég var svo sannarlega komin greinilega í hátíðarskap.

crimson4

Þar sem ég ákvað nú að nýta tækifærið og testa endingu litarins get ég með sanni sagt að þessi litur standi sig glæsilega og endist mjög vel. Liturinn dofnar alls ekki þó svo að glansinn sem er svona smá í miðju varanna dofni smá. Þessi litur ætti því að vera tilvalinn í öll hátíðarboðin þar sem nóg er um góðan mat og drykki en þessi stóð sig vel í glæsilegum veitingum í barnaafmælinu.

Ég var svo að pæla í að taka saman mína uppáhalds rauðu varaliti í sér færslu núna fyrir jólin og mögulega taka saman aðra fyrir mína uppáhalds plómu lituðu varaliti sem eru nú mínir einkennis tónar – vonandi líst ykkur vel á þá hugmynd.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Viðtal: Anne hjá MCMC Fragrances

Skrifa Innlegg