HÁTÍÐARVARIR

LIPS OF THE DAYVARIR

RAUÐAR VARIR

Ég er orðin mjög spennt fyrir jólunum og get ekki beðið eftir að klára þessi próf svo ég geti gert skemmtilegar hátíðarfarðanir með ykkur. Mig langaði að segja ykkur frá gullfallegum varalit sem ég fékk að gjöf frá YSL um daginn, hann er fullkominn fyrir hátíðarirnar að mínu mati. Það er líka fyrsti í aðventu á morgun og því tilvalið að skella á sig rauðum varalit og gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu. 

Þetta er alveg ný formúla frá YSL sem heitir Tatouage Couture, formúlan er mjög litsterk, mött og helst vel á vörunum án þess að þurkka þær. Ásetjarinn er líka mjög sérstakur í laginu en hann gerir varalitaásetninguna mjög auðvelda, ég gat mótað varirnar án þess að nota varablýant eða bursta. Þannig ég myndi segja að þetta sé einstaklega góður varalitur til þess að hafa í töskunni.

 

Liturinn sem ég er með á mér er nr.1 og er gullfallegur rauður litur með smá hlýjum undirtón, ekta fyrir hátíðirnar!

Mig langaði síðan líka að láta ykkur vita að ég er með gjafaleiki fram að jólum á instagraminu mínu (@gudrunsortveit) xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Hátíðarvaralitur ársins

Ég Mæli MeðJól 2014Snyrtibuddan mínVarirYSL

Þar sem ég er lítið búin að hafa að gera alla helgina annað en að liggja í leti og láta fólkið mitt stjana við mig hefur hugurinn verið á fullu að skipuleggja hátíðarförðunina sjálfa. Ég held ég haldi mig í heildina bara við eitthvað svipað og ég hef gert í gegnum árin, einföld augnförðun og áberandi varalitur. Varaliturinn hefur nú verið ákveðinn og er hann einn af mínum uppáhalds litum í mínum signature tón.

yslvarir
Rouge Pur Couture nr. 54 frá Yves Saint Laurent

Þessi fallegi varalitur hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og þið sem hafið fylgst með síðasta árið alla vega núna ættuð að kannast við hann. Hann er hátíðlegur og fullkominn við einfalda augnförðun. Á aðfangadag er ég að hugsa að klæðast hvítum og svörtum kjól sem ég á inní fataskáp sem er frá Zöru.

yslvarir2

Svartur og hvítur kjóll svona varir og svo var ég að pæla að vera jafnvel með dökkgræna lakkið úr hátíðarlínunni frá OPI, það er dáldið fallegt finnst mér!

Mig langaði svo að sýna ykkur smá sneak peek af hátíðarförðuninni sem ég gerði í kvöld sem er einmitt með vörum frá YSL. Ég notaði eina af nýju augnskuggapalletturunum sem hefur heillað mig síðan nýju litirnir komu núna í haust. Hlakka til að sýna ykkur meira á morgun!

yslhátíð

Ég er voðalega ánægð með þetta lúkk og sérstaklega bláa litinn í augnkrókunum, kom miklu betur út en ég var búin að sjá fyrir mér.

Svo var ég að klára að draga út úr síðasta aðventuleiknum mínum, mikið vona ég að þín verði ánægð með settið kæra Erla Dröfn – endilega sendu mér línu á ernahrund@trendnet.is :)Screen Shot 2014-12-22 at 7.11.45 PM

Nú er ég held ég öll að koma til og ef ég held áfram að vera svona hress getur vel verið að ég nái enn einni færslunni í dag, ég vona það besta alla vega því það er jólagjafahugmynd :)

EH

Hinn fullkomni hversdags varalitur í desember

CliniqueJól 2014JólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ég var aldrei þessu vant (not) að prófa nokkrar nýjar snyrtivörur í gær, nýjan farða, maskara og gerði hátíðarlúkk sem þið fáið að sjá í kvöld eða á morgun með vörum frá Make Up Store. Ein af nýju vörunum var ótrúlega fallegur nýr alveg mattur varalitur frá Clinique. Þegar ég er búin að taka myndir fyrir bloggið og er kannski ekki beint að testa endinguna á vörum þá er ég oft fljót að taka þær af og leyfa húðinni aðeins að bera sig inná milli, en í þessu tilfelli tímdi ég ekki að taka litinn af vörunum og fór með hann að sækja Tinna, í Kringluna að kaupa afmælisgjöf og loks í barnaafmæli. Hvert sem ég kom vöktu rauðu varirnar mínar athygli sem er svo sem ekki skrítið þar sem það finnst varla hátíðlegri litur en rauður í desember.

crimson2

Varaliturinn er eins og ég segi hér fyrir ofan alveg mattur og litapigmentin eru ótrúlega sterk. En þrátt fyrir að áferðin sé mött þá er alls ekki erfitt að bera litinn yfir varirnar, hann rennur mjög mjúklega yfir þær og það þarf lítið sem ekkert að vanda til verks svo liturinn verði alveg jafn svo það tekur enga stund að bera hann á varirnar.

crimson7

Long Last Soft Matte Lipstick í litnum Crimson frá Clinique

Ég elska hve hve Clinique-legar umbúðir varalitarins eru en þessi mun skera sig úr við hlið allra svörtu umbúðanna í varalitastandinum mínum. Þessir varalitir eru til í þónokkrum ólíkum litategundum en ég valdi mér þann rauða þar sem ég var svo sannarlega komin greinilega í hátíðarskap.

crimson4

Þar sem ég ákvað nú að nýta tækifærið og testa endingu litarins get ég með sanni sagt að þessi litur standi sig glæsilega og endist mjög vel. Liturinn dofnar alls ekki þó svo að glansinn sem er svona smá í miðju varanna dofni smá. Þessi litur ætti því að vera tilvalinn í öll hátíðarboðin þar sem nóg er um góðan mat og drykki en þessi stóð sig vel í glæsilegum veitingum í barnaafmælinu.

Ég var svo að pæla í að taka saman mína uppáhalds rauðu varaliti í sér færslu núna fyrir jólin og mögulega taka saman aðra fyrir mína uppáhalds plómu lituðu varaliti sem eru nú mínir einkennis tónar – vonandi líst ykkur vel á þá hugmynd.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Rauðar varir á morgun

Varir

Ein af umfjöllunum sem ég ákvað að gera fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal var um rauða litinn. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu fyrir greinina og markmið mitt var að reyna að komast að því hvað í ósköpunum gerði það að verkum að við tengjum þennan lit svo sterkt við hátíðirnar. Ég gat engan veginn fundið svarið við þessari spurningu minni. Mér finnst því enn gaman að pæla aðeins í því afhverju það er að margar konur vilja helst vera með rauðan varalit yfir hátíðirnar og afhverju það er eitthvað meira viðeigandi þá en við alla hina hátíðlegu viðburðina.

Að lokum varð ég eiginlega bara að játa mig sigraða því ég verð bara að segja það að ég kenni heilshugar Coca Cola um það að við tengjum rauða litinn við jólahátíðina og þar af leiðandi rauðu hátíðarvarirnar sem okkur finnast svo ómissandi. Allt má rekja þetta til fallega rauða jólasveinsins sem Coca Cola markaðssetti á svo skemmtilegan hátt.

Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.31 AM

Með umfjölluninni um rauða litinn og tengingu hans við hátíðirnar reyndi ég að finna einn fallegan rauðan lit hjá langflestum snyrtivörumerkjum hér á Íslandi. Mig langar að leyfa þessari umfjöllun að fylgja með þessari færslu.

Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.39 AM Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.53 AMBlaðið finnið þið í heild sinni hér – REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL.

Að lokum langar mig að benda áhugasömum á það að ég verð inní Lyfju á Laugaveginum frá 20-22 í kvöld með kynningu á Oroblu sokkabuxum, Maybelline, L’Oreal og Real Techniques – endilega kíkið á mig <3

Svo langar mig aðeins að forvitnast hvort það eru einhverjar hér sem eru ákveðnar í að vera með rauðar varir og langar ef til vill að deila með okkur hinum hvaða rauði varalitur varð fyrir valinu??

EH

Hátíðarvarir #5

JólagjafahugmyndirMax FactorSnyrtibuddan mínVarir

Í dag eru hátíðiarvarirnar af tegundinni ombre, þar sem ólíkum litum er blandað saman svo úr verði flottar varir. Oft er það þannig að dekkri liturinn er settur í kringum varirnar til að ramma þær inn og svo er ljósari litur settur í miðju varanna. Þá virðast varirnar mun stærri og þrýstnari en þær eru. Þetta lúkk minnir ef til vill dáldið á 90’s varirnar þar sem varalitablýanturinn var mjög vel sjáanlegur.

Hér nota ég samt ekki varablýant heldur tvöfaldan varalit.

ombrehátíð ombrehátíð2

Til á ná þessum hátíðarvörum þá byrjið þið á því að setja bleika litinn í kringum varirnar og aðeins inná þær. Setjið svo ljósari litinn í miðju varanna og smellið svo vörunum létt saman til að blanda litunum. HÉR sjáið þið örstutta sýnikennslu fyrir þessa tegund vara.

MF FLIPSTICK FOLKY PINKÞetta eru mjög skemmtilegir varalitir frá Max Factor því það er bæði hægt að nota þá saman eða í sitthvoru lagi. Svo er eiginlega hægt að nota hann á tvo vegu svona saman, bæði eins og ég sýni hér fyrir ofan en þið getið líka sett bleika litinn yfir allar varirnar og sett ljósa litinn yfir.

Ljósa litinn er ég búin að nota ótrúlega mikið hann er rosalega flottur einn og sér – þið sjáið hann einmitt HÉR.

Eru einhverjir sérstakir litir af varalitum sem ykkur langar að sjá næst – ég var að pæla í að gera eina umfjöllun með fullt af rauðum varalitum. Taka þá fyrir einhverja af varalitunum sem ég var með í umfjölluninni um rauða litinn í Reykjavík Makeup Journal.

EH

Hátíðarvarir #4

JólagjafahugmyndirMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniVarirYSL

Ég sanka að mér fínum áberandi og helst dökkum varalitum – þetta hef ég alltaf gert og mun seint hætta því. Þar sem ég þori ekki að tala meira um ást mína á varalitnum Talk That Talk úr RiRi <3 MAC línunni sem er uppseldur þá varð ég að finna einhvern nýjan fyrir ykkur sem misstuð af honum. Sá varalitur er loksins fundinn!

Hér vinstramegin sjáið þið Talk That Talk og hægra megin er varalitur frá YSL.

yslvarirsaman yslvarir4

Varalitur: YSL, Rouge Pur Couture nr. 54

Sjúkur finnst ykkur ekki! Þessi verður alla vega mikið notaður á næstunni. Ég setti engan varablýant undir hann hér á myndunum svo þið mynduð sjá nákvæmlega hvernig hann væri. Eini munurinn á þessum og MAC litnum er sá að hann er mattur. Þessi er með örlitlum glans sem er ekkert verra og jafnvel betra ef þið eruð klaufar með varaliti því það er auðveldara að bera þennan á og fá jafnan og flottan lit.

yslvarir2

Zooolander out!

Vona að þið sem syrgið enn missinn af þessum varalit getið tekið gleði ykkar á ný og arkað í næstu snyrtivöruverslun (YSL fæst t.d. í Hagkaupum og Debenhams) og fengið ykkur fallegan varalit. Í kvöld liggur leið mín á jólatónleika með mömmu við eigum báðar þennan varalit og mig grunar að við séum báðar að fara að vera með hann á tónleikunum. Ef það rætist verður það mögulega skemmtilegt myndefni. Mamma er einn af mínum aðallesendum en hún er svo heppin að dóttir hennar getur teymt hana á milli standa og sagt henni nákvæmlega til um hvar allt fæst – hún naut þess í botn þegar ég benti henni á tvo af mínum uppáhalds varalitum, þennan og annan frá Dior sem er fjólublár. Hún keypti báða:)

EH

Hátíðarvarir #3 – Rouge in Love

LancomeVarir

Ég ákvað að taka smá pásu í hátíðarvörunum og nöglunum til að kæfa ykkur ekki alveg með endalausum hugmyndum. En í dag er kominn tími til að mæla með næsta hátíðarvaralit – í þetta sinn er liturinn frá Lancome af tegundinni Rouge in Love.

Rouge in Love varalitirnir frá Lancome eru ótrúlega léttir, þið finnið nánast ekki fyrir þeim á vörunum svo þessir litir henta ykkur sem eruð ekki að fýla týpíska áferð á varlitum en viljið samt ekki vera með gloss. Það er nefninlega sniðugt að prófa að nota svona létta varaliti til þess að venja sig á að nota varaliti – það gerði ég alla vega. Ólíkt mörgum léttum varalitum þá er Rouge in Love ekki með miklum glansi heldur lítur hann bara út eins og venjulegur varalitur. Þegar maður ber hann á varirnar þá virðist áferðin reyndar ætla að verða mött en það breytist þó um leið og hann kemst í snertingu við hitann frá vörunum og það kemur flottur glans eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan.

rougehátiðarvarir

Varalitur: Rouge in Love litur nr. 159B

Bleikar varir eru kannski ekki týpskur jólalitur en það er gaman að prófa að vera dáldið öðruvísi. Sjálf er ég mjög hrifin af því þegar stelpur með blá augu nota bleika liti enda dregur bleiki tónninn fram blámann í augunum – sem minnir mig á það að ég þarf að skella í smá litafræði færslu fyrir hátíðirnar – hljómar það ekki vel?

EH

Hátíðarvarir #2

BourjoisJólagjafahugmyndirMakeup ArtistVarir

Næstu hátíðarvarir sem ég ákvað að sýna ykkur eru líka rauðar eins og síðast. Ég ákvað nú að taka næst fyrir einn af nýja varalitavaxlitnum mínum ef svo má kalla frá Bourjois sem ég sýndi ykkur HÉR. Liturinn kom mér mikið á óvart af því pigmentin í honum eru sjúklega sterk eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.

bourjoisvarir2 bourjoisvarir3

Colour Boost Lip Crayon – nr. 05 Red Islandbourjoisvarir

Liturinn er í laginu alveg eins og mjög stór vaxlitur og það er ótrúlega þæginlegt að bera hann á varirnar. Liturinn verður jafn og fallegur og mér finnst glansinn á honum alveg einstakur. Ég er spennt að prófa mig áfram með þessa liti og testa endinguna á þeim. Ég er smá að pæla í því hvort hann fari auðveldlega af af því hann er svo mjúkur en ég held að sterku pigmentin ættu að jafn þetta út. En liturinn er mjög rakamikill sem er frábært núna í kuldanum og snilld að vera með svona í veskinu til að koma í veg fyrir varaþurrk. Þessi er líka til í fleiri litum.

Svo er þetta bara eins og skrúfblýantur svo þegar liturinn minnkar þá skrúfið þið bara botninn. En hann kannski missir mótunina sína en það er einfalt að skafa aðeins af honum til þess að móta oddinn :)

Frábær, einfaldur og á góðu verði.

EH

Hátíðarvarir #1

Ég Mæli MeðJólagjafahugmyndirMACmakeupMakeup ArtistVarir

Þá er komið að fyrstu tillögunni minni að hátíðarvörum fyrir árið 2013. Ég ákvað að byrja á því að mæla með glossi sem er kannski dáldið ólíkt mér en það er gaman að breyta stundum til :)

Glossið er líka dálítið sérstakt en þetta gloss er fyrsta Viva Glam glossið sem kom í sölu hjá MAC. Ef þið þekkið ekki til Viva Glam varanna þá eru þetta varalitir og glossar. Allur söluágóði Viva Glam varanna rennur óskiptur í MAC Aids Fund.

vivaglam vivaglam2Liturinn sem ég er með nefnist Viva Glam I Lipglass og er fullkominn hátíðarrauður varagloss.

Liturinn kom fyrst í sölu árið 1994 en það var Ru Paul sem hannaði litinn á glossinum en liturinn er líka til sem varalitur. Ég er með glossinn einn og sér og mér finnst liturinn koma bara virkilega vel út, það eru reyndar smá ójöfnur í honum á efri vörunum sem þið takið kannski eftir en það hefði verið auðvelt að eyða þeim ójöfnum með því að vanda sig betur ég renni þessu bara yfir varirnar og smelli af mynd ;) En þið gætuð að sjálfsögðu líka notað varablýant undir glossinn :)

Viva Glam vörurnar eru ekki bara fullkomnar til að kaupa handa ykkur sjálfum og styrkja gott málefni heldur er líka sniðugt að kaupa þær til að gefa í gjafir. Þið eruð ekki bara að fá fallega gjöf handa, móður, dóttur, systur eða vinkonur heldur eruð þið að gera svo miklu meira en bara það.

Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að kaupa 254 smokka til að hefta útbreiðslu HIV.
Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að kaupa gistipláss í 2 nætur fyrir HIV smitaðan einstakling.
Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að koma í veg fyrir að móðir með HIV smiti barnið sitt af sjúkdómnum.
Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að athuga hvort 4 ungabörn séu smituð af HIV.

Þetta hér fyrir ofan og svo miklu meira er ástæða þess að þið ættuð að fara og kíkja á Viva Glam vörurnar hjá MAC ekki seinna en í dag. Ég hvet ykkur til að kaupa jólagjafir sem gefa áfram:)

EH