fbpx

Hátíðarvaralitur ársins

Ég Mæli MeðJól 2014Snyrtibuddan mínVarirYSL

Þar sem ég er lítið búin að hafa að gera alla helgina annað en að liggja í leti og láta fólkið mitt stjana við mig hefur hugurinn verið á fullu að skipuleggja hátíðarförðunina sjálfa. Ég held ég haldi mig í heildina bara við eitthvað svipað og ég hef gert í gegnum árin, einföld augnförðun og áberandi varalitur. Varaliturinn hefur nú verið ákveðinn og er hann einn af mínum uppáhalds litum í mínum signature tón.

yslvarir
Rouge Pur Couture nr. 54 frá Yves Saint Laurent

Þessi fallegi varalitur hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og þið sem hafið fylgst með síðasta árið alla vega núna ættuð að kannast við hann. Hann er hátíðlegur og fullkominn við einfalda augnförðun. Á aðfangadag er ég að hugsa að klæðast hvítum og svörtum kjól sem ég á inní fataskáp sem er frá Zöru.

yslvarir2

Svartur og hvítur kjóll svona varir og svo var ég að pæla að vera jafnvel með dökkgræna lakkið úr hátíðarlínunni frá OPI, það er dáldið fallegt finnst mér!

Mig langaði svo að sýna ykkur smá sneak peek af hátíðarförðuninni sem ég gerði í kvöld sem er einmitt með vörum frá YSL. Ég notaði eina af nýju augnskuggapalletturunum sem hefur heillað mig síðan nýju litirnir komu núna í haust. Hlakka til að sýna ykkur meira á morgun!

yslhátíð

Ég er voðalega ánægð með þetta lúkk og sérstaklega bláa litinn í augnkrókunum, kom miklu betur út en ég var búin að sjá fyrir mér.

Svo var ég að klára að draga út úr síðasta aðventuleiknum mínum, mikið vona ég að þín verði ánægð með settið kæra Erla Dröfn – endilega sendu mér línu á ernahrund@trendnet.is :)Screen Shot 2014-12-22 at 7.11.45 PM

Nú er ég held ég öll að koma til og ef ég held áfram að vera svona hress getur vel verið að ég nái enn einni færslunni í dag, ég vona það besta alla vega því það er jólagjafahugmynd :)

EH

A.G.N.

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1