fbpx

Hátíðarvarir #1

Ég Mæli MeðJólagjafahugmyndirMACmakeupMakeup ArtistVarir

Þá er komið að fyrstu tillögunni minni að hátíðarvörum fyrir árið 2013. Ég ákvað að byrja á því að mæla með glossi sem er kannski dáldið ólíkt mér en það er gaman að breyta stundum til :)

Glossið er líka dálítið sérstakt en þetta gloss er fyrsta Viva Glam glossið sem kom í sölu hjá MAC. Ef þið þekkið ekki til Viva Glam varanna þá eru þetta varalitir og glossar. Allur söluágóði Viva Glam varanna rennur óskiptur í MAC Aids Fund.

vivaglam vivaglam2Liturinn sem ég er með nefnist Viva Glam I Lipglass og er fullkominn hátíðarrauður varagloss.

Liturinn kom fyrst í sölu árið 1994 en það var Ru Paul sem hannaði litinn á glossinum en liturinn er líka til sem varalitur. Ég er með glossinn einn og sér og mér finnst liturinn koma bara virkilega vel út, það eru reyndar smá ójöfnur í honum á efri vörunum sem þið takið kannski eftir en það hefði verið auðvelt að eyða þeim ójöfnum með því að vanda sig betur ég renni þessu bara yfir varirnar og smelli af mynd ;) En þið gætuð að sjálfsögðu líka notað varablýant undir glossinn :)

Viva Glam vörurnar eru ekki bara fullkomnar til að kaupa handa ykkur sjálfum og styrkja gott málefni heldur er líka sniðugt að kaupa þær til að gefa í gjafir. Þið eruð ekki bara að fá fallega gjöf handa, móður, dóttur, systur eða vinkonur heldur eruð þið að gera svo miklu meira en bara það.

Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að kaupa 254 smokka til að hefta útbreiðslu HIV.
Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að kaupa gistipláss í 2 nætur fyrir HIV smitaðan einstakling.
Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að koma í veg fyrir að móðir með HIV smiti barnið sitt af sjúkdómnum.
Andvirði einnar Viva Glam vöru má nota til að athuga hvort 4 ungabörn séu smituð af HIV.

Þetta hér fyrir ofan og svo miklu meira er ástæða þess að þið ættuð að fara og kíkja á Viva Glam vörurnar hjá MAC ekki seinna en í dag. Ég hvet ykkur til að kaupa jólagjafir sem gefa áfram:)

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Ragga

    3. December 2013

    Hæ!
    Ég er að velta fyrir mér hvort þú getur bent á einhverja góða og ódýra primera?
    Ég hef heyrt að Smashbox primerinn sé góður, en er að spá hvort þú mælir með t.d. einhverjum frá MaxFactor, L’oréal eða Maybelline.. :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      3. December 2013

      Smashbox er án efa leiðandi á markaðnum þegar kemur að primerum og persónulega er ég mjög hrifin af þeim. En ég er líka skotin í Maybelline primernum – dream smooth primer hann er gelkenndur og þéttur og gerir yfirborð húðarinnar mjúkt og fallegt. Ég hef aðeins skrifað um primera sem þú getur séð hér – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/hvar-er-eiginlega-primer/ en svo er Gosh líka með fullt af skemmtilegum primerum :)

    • Ssvanborg Signý

      6. December 2013

      Ég mæli líka eindregið með e.l.f. primernum! hef prufað alveg ótrúlega marga, hef prufað maybelline, 3 af smashbox primerunum og einnig frá Loréal en ég hef alltaf farið til baka í e.l.f. primerinn,minnir að hann heitir mineral faceprimer eða eitthvað álíka. Það besta við hann er líka að hann er mun ódýrari en hinir ;) getur nálagast vörur frá e.l.f. á eyeslipsface.is
      vonandi hjálpaði þetta eitthvað!

  2. Guðný Kjartans

    3. December 2013

    Ég væri líka til í að vita hvaða farða og augnskugga þú ert með á myndinni :)

  3. Jóhanna Edwald

    4. December 2013

    mikið ertu falleg elsku Erna Hrund! Ekki skemmtir glossið :D