fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

BourjoisGoshJólagjafahugmyndirmakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar girnilegar nýjungar sem voru að rata heim til mín! Þessar vörur ætla ég þó að sýna ykkur betur hér inná síðunni á næstu dögum og jafnvel skella í video umfjallanir og sýnikennslur auðvitað líka;)nýttÉg er húkkt á kremaugnskuggum og ég hoppaði hæð mína þegar ég frétti af þessum frá Bourjois ég er lang spenntust fyrir að prófa þennan í miðjunni. Vínrauður og hátíðlegur þessi er fullkominn með dökkbrúnum litum og ég er mjög spennt að prófa hann og sýna ykkur. Ég hef mikið verið spurð útí rauðtóna augnskugga undanfarið og því eru þessir litir kærkomnir :)nýtt2Gullfallegt naglalakk frá Bourjois sem smellpassar fyrir hátíðirnar meira innan skamms :)nýtt3Nýjir maskarar frá Gosh sem eiga að örva hárvöxt augnháranna. Annars vegar sjáið þið þarna maskara og hins vegar eins konar serum fyrir augun eða augnháranæringu sem má nota undir maskara eða bara á hrein augnhár áður en þið farið að sofa á kvöldin. Ég var búin að sjá þennan maskara auglýstan fyr á árinu og er mjög spennt yfir því að fá loksins að prófa hann!nýtt4Nýjir varalitir frá Boujois sem minna á Chubby Sticks frá Clinique. Þessir henta fullkomlega sem hátíðarvaralitir og þeir verða partur af hátíðarvara umfjölluninni minni í ár. Svo er það þessi nýji maskari frá Bourjois þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður og ég verð eiginlega að sýna ykkur hann í video færslu. Það er hægt að snúa uppá burstann svo það má segja að þetta sé maskari með tveimur mismunandi greiðum – ég er vandræðalega spennt yfir því að prófa hann ;)nýtt5Ég varð að leyfa nýjasta ilminum mínum að fylgja hér með en það virðist eins og að allt sem hún Rihanna okkar komi nálægt þessa dagana verði að gulli! En þessi nýjasti ilmur frá henni Nude er bara virkilega fínn. Þetta er mjög léttur og þæginlegur vanilluilmur sem er samt um leið mjög frísklegur ávaxtailmur. En ég ætla að segja ykkur betur frá honum seinna.

Það er fullt af snyrtivörunýjungum núna í verslunum sem ég hvet ykkur til að kíkja á.

EH

Þéttar augabrúnir á no time - sýnikennsluvideo

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Karen

  3. December 2013

  Ég fékk einmitt þetta Gosh sett frá vinnunni í byrjun sumars. Hef ekki enn opnað maskarann, er að bíða eftir að eitthvað að hinum klárist. En Serumið finnst mér skemmtilegt, er ekki viss um að ég myndi segja að það örvi hárvöxt (hef kannski ekki notað það nógu mikið), en mér finnst augnhárin verða einhvernveginn líflegri.

 2. Hugrún

  3. December 2013

  skil ekki þetta ýkta photoshop á rihönnu!

 3. emilia

  3. December 2013

  hvar keyptirðu kremaugnskuggana?

 4. Ösp

  3. December 2013

  var áðan í Hagkaup Smáralind, sá þá ekki þar, er ekki ólílegt að þeir séu búnir?

  • Reykjavík Fashion Journal

   3. December 2013

   Jú… ég sá þá í Hagkaup Holtagörðum bara á síðasta föstudag, var að nota þá í myndatöku. En hvað veit maður kannski voru þeir búnir :/

 5. Arnrun Lea Einarsdottir

  3. December 2013

  Væri ótrúlega gaman að sjá svona smá glam/jóla förðunarvideo með þessum vínrauða og með brúnum tónum líka eins og þú sagðir. Ps: love love love að lesa færslurnar þínar hérna inná!

 6. Sirra

  4. December 2013

  OMG skil hvað þú meinar með þetta naglalakk!! Það er akkúrat eins og ég var að tala um við þig um daginn… verð að prófa!!