UPPÁHALDS NUDE VARALITIR

LIPS OF THE DAYVARIR
*Færslan er ekki kostuð

Já ég elska “nude” varaliti og á orðið mjög stórt safn af varalitum en það eru nokkrir sem eru í meira uppáhaldi en aðrir. Mig langaði að deila þeim með ykkur, þeir eru allir með mismunandi formúlu og áferð. Sumum á eflaust eftir að finnast þessir varalitir vera mjög líkir og jafnvel alveg eins en vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru að leita af fallegum varalit eða eru jafn spenntir fyrir “nude” varalitum og ég.

Ég reyndi að breyta myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig litirnir komu út á vörunum en varalitir eru samt alltaf mismunandi á hverjum og einum

Einsog þið sjáið eflaust þá eru þessir í miklu uppáhaldi og búnir að vera í hverjum vasa og hverri tösku..

Max Factor – Colour Elixir Lipstick: Burnt Caramel

Þessi varalitur er örugglega sá nýjasti í safninu af öllum sem ég nefni hér en þetta er kremaður varalitur frá Max Factor sem kom mér skemmtilega á óvart. Hann er ótrúlega þæginlegur á vörunum og er með fallegan brúnan undirtón.

 

Maybelline Color Sensational Matte Lipstick – 930 Nude Embrace

Þetta er mött formúla en ótrúlega kremuð frá Maybelline. Ég nota þennan oft yfir dekkri varablýanta eða bara einan og sér.

 

MAC – VELVET TEDDY

Þetta er minn allra uppáhalds nude en ég held ég sé búin að fara í gegnum þrjá svona og líklegast eini varaliturinn sem ég hef klárað svona oft. Varaliturinn er með matta formúlu en þurrkar á ekki varirnar og ég nota hann oft með öðrum varalitavörum.

 

YSL – Rouge Pur Couture Lipstick nr.10

Þetta er mjög látlaus nude og er meira svona “your lips, but better”, ég set þennan alltaf á mig ef ég vill bara eitthvað einfalt og klassískt. Formúlan er mjög mjúk og er með smá glans.

 

COLOUR POP – AQUARIUS

Ég elska þennan lit, fyrir mér er þetta hin fullkomni nude en hann er brúntóna með smá bleikum undirtóni. Hann gefur einnig góðan raka en hann innheldur Vitamin C og Shea butter. Síðan eru þessi Lippie Stix frá Colour Pop mjög ódýr en einn svona kostar $5, mæli með.

 

URBAN DECAY – EX-GIRLFRIEND

Þessi litur er einnig mjög látlaus og klassískur en hann gefur einmitt þetta “your lips, but better”. Ég notaði þennan mikið í sumar þegar ég var að fljúga en mér finnst hann gefa svo góðan raka og gerir varirnar mjög fallegar.

Þetta er bara smá brot af mínum uppáhalds “nude” og það var mjög erfitt að sýna ykkur bara sex liti en ekki 20..

Þið megið endilega segja mér hvaða litur ykkur finnst flottastur og hvaða varalitum þið mælið með xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Gjafaleikur með Rimmel Iceland

Ég Mæli MeðLúkkMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniRimmel

Gjafaleikurinn er unninn í samstarf við Rimmel á Íslandi sem gefur vörunar :)

Ég er nú búin að draga útúr leiknum og hér sjáið þið nöfnin á sigurvegurunum…

Screen Shot 2015-12-21 at 7.04.30 PM Screen Shot 2015-12-21 at 7.04.19 PM

Endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is til að fá upplýsingar um hvert þið getið nálgast vinninginn!

Í tilefni hátíðarinnar langar mig í samstarfi við eitt nýjasta merkið á Íslandi Rimmel að efna til skemmtilegs gjafaleiks! Ég setti saman tvö lúkk með vörum frá merkinu þar sem okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess að það voru að koma nýjir varalitir frá merkinu The Only 1 Lipstick. Það sem er svo sérstakt við þessa varaliti er endingin en pigmentin eru alveg svakalega flott og ég tek heilshugar undir það sjálf, en um leið er mikil næring í varalitunum.

Þið getið hér átt kost á að vinna 4 vörur frá merkinu. Við settum saman tvö sett af fjórum vörum sem gegna lykilhlutverki í lúkkunum hér fyrir neðan. Þið getið auðveldlega náð lúkkunum með þessum vörum. Mér fannst þetta dáldið skemmtilegur og öðruvísi leikur að gera með ykkur og ég vona að þið takið vel í hann!

Í gær var fyrsti dagurinn minn síðan ég skreið uppúr veikindunum mínum svo ég hef svo sannarlega litið betur út og skjálfhenta ég gerði mitt allra besta til að skapa skemmtileg lúkk handa ykkur og ég vona að ég nái nú að koma þessu vel frá mér í gegnum þessar myndir…

Lúkk 1:

Hér langaði mig að gera svona ekta rauðar varir með eyeliner. Hér er ég mega spennt fyrir þessum maskara, hann er með gúmmíbursta og ég er að fýla hann mjög vel hann er svona eins og ég vil hafa þá, það kemur ekkert alltof mikið í einu á augnhárin svo ég næ að gera þau alveg eins og ég vil. Ég elska þennan fallega rauða lit á vörunum hann er mjög flottur og á eftir að fara mörgum. Svo er ég auðvitað mikill Good to Glow fan eins og þið vitið nú þegar…

rimmelleikur7

Good to Glow í litnum Piccadilly Glow – Wonder’Full Mascara – The Only 1 Lipstick í litnum Best of The Best nr. 510 & Scandal Eyes Precision Micro Eyelner.

rimmelleikur14

 gvuð hvað ég er þrútin í kringum augun, þið verðið að afsaka sjúklinginn… ég er alveg með tremma yfir þessum myndum…

Lúkk 2: 

Hér langaði mig að gera smá svona allt annað meira mjúkt í kringum augun meiri svona smokey fíling. Ef ég á að segja hvað mér finnst þá er ég meira fyrir svona en þið kannski vitið það. Ég elska þennan fallega varalit og ég var bara með þessa förðun allan daginn í gær. Ég fann virkilega hvað varaliturinn gaf vörunum mínum góða næringu og liturinn sjálfur er mjög klassískur og fallegur.

En hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði til að ná lúkkinu, þessar vörur gætu orðið ykkar ef þið veljið þetta lúkk…

rimmelleikur8

The Only 1 Lipstick í litnum It’s A Keeper nr. 200 – Super Curler 24H Mascara – Brow This Way Brow Styling Gel & Magnif’Eyes Mono Eyeshadow í litnum Millionaire nr. 002.

rimmelleikur10

Þá eruð þið búnar að sjá lúkkin tvö nú er spurning hvort þið fýlið betur og hvort settið af vörunum ykkur langar í! Til að eiga kost á því að eignast vörurnar megið þið…

1. Setja Like við þessa færslu og deila henni þannig á Facebook
2. Fara inná Rimmel Iceland og smella á Like svo þið getið nú fylgst vel með!
3. Setja athugasemd við þessa færslu með nafninu ykkar og hvort settið af vörunum ykkur langar í!

Hlakka til að sjá hvað ykkur finnst :)

Ég dreg út vinningshafa á fimmtudaginn!

Erna Hrund
þessi sem nennir ekki að vera veik lengur…

Poppaðu uppá varirnar!

CliniqueÉg Mæli MeðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15Varir

Ef þið fylgist með öðrum förðunartengdum bloggum hafa nýju varalitirnir frá Clinique vonandi ekki farið framhjá ykkur. Sjálf prófaði ég þá fyrst í tengslum fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal en varalitirnir eru virkilega sérstakir að því leitinu til að þeir eru bæði varalitir og primer fyrir varirnar í senn…

popclinique3

Varalitirnir eru ofboðslega léttir og þeir rennda mjúklega yfir varirnar, primerinn sem er inní formúlunni gerir það að verkum að yfirborð varanna verður áferðafalleg og slétt. Það er þó alltaf miklu fallegra að skrúbba aðeins til varirnar og fjarlægja dauðar húðfrumur bara svona til að slétta yfirborðið svo varirnar verði enn fallegri! Auk þess er formúlan rakamikil og sér vörunum fyrir raka í alltað 8 tíma. Mér finnst litirnir persónulega líka endast mjög vel, það er alltaf talað um að endingin eykst með hjálp varalitablýants en mér finnst eins og formúlan sjái fyrir öllu sem blýanturinn myndi bæta við.

Ég valdi mér tvo alveg gjörólíka liti, gaman að eiga svona andstæður. Sá dekkri er auðvitað fullkominn svona kvöld litur og liturinn er mjög sterkur og flottur. Þann ljósari hef ég mikið notað bara svona hvers dags enda er liturinn þannig gerður að hann fer mjög vel saman við náttúrulegar farðanir og hann er líka bara virkilega fallegur eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.

popclinique

Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Melon Pop

Hér er á ferðinni áferðafallegur og léttur bleiktóna varalitur með nude undirtón. Liturinn er mjög þéttur og hann gefur andlitinu mjúka og fallega ásýnd. Mér finnst þetta einn sá allra fallegasti í varalitalínunni frá Clinique því liturinn er svo tímalaus og klassískur og hann passar við allar farðanir og að sjálfsögðu við öll tilefni.

popclinique2

Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Cola Pop

Ég dýrka hvað þessi litur er dramatískur og ýktur. Litatónninn er hrikalega flottur og alveg svona fullkominn kvöldvaralitur og líka svona ekta fyrir 20’s þema partý! Undirtónninn í varalitnum er brúnn en ekki plómu eða rauður sem gerir litinn enn dýpri og gerir það að verkum að hann fer mun fleirum en aðrir svona dökkir tónar. Þetta er svona ekta 90’s tískulitur líka – svo hann er algjörlega “in” núna ;)

Einn af stærstu kostunum við vörurnar frá Clinique er sá að þær eru alveg sérstaklega vel prófaðar í tengslum við ofnæmi og því er óhætt að mæla með þeim fyrir ofnæmispésa og þær sem eru með viðkvæma húð. Vörurnar eru einnig án ilmefna :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn í tengslum við vinnslu á efni fyrir Reykjavík Makeup Journal. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Bjartar og fallegar varir með Chanel

ChanelÉg Mæli MeðFallegtNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15Varir

Ég er búin að fá þónokkrar fyrirspurnir um skemmtilega varaliti frá Chanel sem ég er búin að lauma inní nokkrar færslur með loforði um að segja betur frá þeim í sér færslu – nú er loksins komið að því!

chanelrouge2

 

Varalitirnir eru af tegundinni Rouge Coco og hér er á ferðinni glæný formúla af varalitum sem hafa verið vinsælir í gegnum tíðina hjá merkinu. Litirnir í línunni eru fjölmargir, örfáir klassískir litir sem hafa verið til áður en auk þess fullt af æðislegum glænýjum litum sem heilla. Formúlan hefur verið betrumbætt á þann hátt að hún er mýkri, næringarmeiri og með meiri glans – varalitirnir renna mjúklega þvert yfir varirnar áfallalaust og áferðin er silkimjúk og fullkomlega jöfn!

Eins og áður er það hin yndislega fallega Keira Knightley sem er andlit varalitanna en leikkonan fallega situr fyrir í svakalega flottum auglýsingum á vegum merkisins sem hafa verið áberandi hér á Íslandi síðustu vikur en þær voru staðsettar í strætóskýlum víðs vegar um Reykjavík fyrir stuttu. Ég veit ekki með ykkur en það að hafa svona fallegar hátískuauglýsingar á víð og dreif um borgina gerði það að verkum að mér leið miklu meira eins og ég ætti heima í hátískuborg á borð við London eða París – fleiri mættu taka sér Chanel til fyrirmyndar með þessa auglýsingaleið – ég er alla vega að fýla þetta í botn!

Ég fékk sýnishorn af fjórum litum sem mig langar að sýna ykkur betur. Tvo þeirra hafið þið nú þegar fengið að sjá í öðrum færslum þar á meðal dressfærslum en nú fá þeir að vera aðalhlutverkið!

Línan er skemmtilega sett upp en litunum er skipt upp í 5 flokka og hver litur ber nafnið á einstakling sem snerti líf hinnar einstöku Coco Chanel.

 • Rauðu litirnir eru hádramatískir og nefndir í höfuð elskenda Coco.
 • Nude litirnir eru óður til fjölskyldumeðlima Coco, þar er innblásturinn að þetta séu litir sem virka alltaf, passa við allt og maður getur alltaf treyst á þá.
 • Bleiku litirnir eru nefndir í höfuð vina Coco.
 • Kóral og orange tónar heita í höfuðið á einstaklingum sem veittu Coco innblástur á sinni ævi.
 • Dökku plómulitirnir eru nefndir í höfuðið á listamönnum sem snertu líf Coco.

Hér fyrir neðan sjáið þið svo litina sem ég fékk að prófa og smá um hvern og einn þeirra.

chanelrouge3

Edith nr. 424

Þessi dama er búin að vera í mjög mikilli notkun hjá mér. Liturinn þykir mér sannarlega fullkominn það er eitthvað við þennan lit sem heillar mig uppúr skónnum. Ég er búin að nota hann við hin ýmsu tækifæri og mér finnst hann bara svo bjartur og heillandi!

chanelrouge4

Arthur nr. 440

Þessi fallegi og bjarti rauði litur er ein af stjörnum línunnar en Keira er m.a. með hann á einni af myndunum úr auglýsingaherferðinni. Liturinn er svo sannarlega hátíðlegur og fangar athygli allra í kringum hann. Þetta er ekki svona típískur rauður tónn en hann er alveg tímalaus. Rauður er oft settur fram sem litur ástar og rómantíkur og því er nafnið hans vel við hæfi eins og þið getið lesið um hér fyrir neðan…

„A brilliant English businessman. Seductive and cultured. Mystically inclined. Arthur Capel, also known as ‘Boy’, was the great love of Gabrielle Chanel’s life. In 1913, he and Coco Chanel were drawn to coastal Deauville, France – and Mademoiselle chose the thriving international resort as the site of her first fashion boutique. Boy inspired her, challenged her and captured her heart.“

chanelrouge5

Ina nr. 450

Hér er á ferðinni ofboðslega bjartur og fallegur bleikur litur. Þetta er virkilega skemmtilegur og fjörlegur litur sem kom mér mikið á óvart þegar ég bar hann á varirnar. Þessi er sérstaklega skemmtilegur  hann er svona fullkominn vor- og sumarlitur og glansinn á honum gerir hann ekkert minna fallegan!

chanelrouge6

Catherine nr. 410

Þessi litur er sannarlega skemmtilegur hann er nude en með léttum orange undirtóni svo hann einhvern vegin dregur ekki alveg allt úr manni og passar því flott við létta og náttúrulega förðun. Stundum finnst mér ekki passa að vera með nude varir við þannig förðun því það er eins og það vanti alltaf eitthvað. En orange tónninn fullkomnar varirnar. Þennan hafið þið séð áður hjá mér í dressfærslu réttara sagt í páskadress færslunni. Þetta er einn af þessum litum sem mér finnst að langflestar konur ættu að eiga – fallegur sumarlitur sem fer öllum og sérstaklega sólkysstri húð!

chanelrouge

Litirnir eru ofboðslega léttir og fallegir, maður finnur nánast ekkert fyrir þeim á vörunum sem mér finnst mjög mikil kostur. Liturinn er kannski ekkert svakalega pigmentaður en mér þykir það frekar kostur en galli því pigmentin eru þannig að það er auðvelt að byggja þau upp með nokkrum umferðum. Mér finnst það skemmtilegur eiginleiki því það býður uppá mikið notagildi. Auk þess eru pigmentin björt og falleg og gefa mjög þéttan lit sem dreifist mjög jafnt.

Þetta eru virkilega fallegir varalitir og ég hvet ykkur til að fara og skoða þá og jafnvel fá að prófa. Nýja formúlan er einstaklega rakamikil og falleg og mér finnst þeir gefa mínum þurru vörum virkilega góða og drjúga næringu sem mýkir varirnar og gefur þeim meiri þæginda tilfinningu. Ég mæli alla vega með þeim og þá sérstaklega henni Edith – ég fæ ekki nóg af þessum varalit og mér finnst hann fara mér bara virkilega vel eiginlega best af þessum 4 litum :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Förðunartrend: berjalitaðar varir

FallegtInnblásturLífið MittMakeup ArtistTrendVarir

Eitt af mest áberandi förðunartrendum haustsins – sem og síðustu hausta – eru berjalitaðar varir. Þetta er trend sem ég hef alltaf haft sérstakt dálæti af og séstaklega þá berjalitum í dekkri tónum. Berjalitir eru svo ótalmargir og varirnar ættu eiginlega bara að líta út eins og þið hafið misst ykkur í berjamó og ekki komið með eitt ber heim :)

Hér eru nokkrar hugmyndir að alls konar fallegum berjalitum…

Mér datt í hug að fara í gegnum varalita og varagloss safnið mitt til að finna fallega litatóna sem smellpassa inní trendið til að gefa ykkur nokkrar hugmyndir. Eftir stutta leit var ég komin með fangið fullt af litum og ég varð að gera mitt besta til að velja úr mína uppáhalds – það var ekki auðvelt verk og því sá ég greinilega að ég er alveg fallin fyrir þessu trendi.

Hér sjáið þið litina 12 sem ég valdi úr svo miklum fjölda :)

beravarir

 

Varalitirnir eða glossin eru frá vinstri:

6 Hour Gloss litur nr. 200 frá L’Oreal – Lacquer Gloss frá Shiseido nr. RS 306 – Gloss frá Sleek Phoenix Rising nr. 25 – Colour Boost Lip Crayon nr. 05 Red Island – Viva Glam Rihanna frá MAC – rauður Baby Lips varasalvi frá Maybelline – Sheer Lip Color í litnum Black Plum frá Bobbi Brown – Dramatic Encounter frá MAC – Lipstick Pen frá Make Up Store í litnum Boysenberry – Rouge Dior í litnum Mauve nr. 786 – Pure Color Envy nr. 330 litur Impassioned frá Estée Lauder – Creamy Matte Lip Color nr. 19 Port frá Bobbi Brown.

Langflestir þessara lita eru enn til og ég held það sé í raun bara einn litur sem er ófáanlegur sem er sá dekksti sem var one shot litur í jólalínu MAC fyrir tveimur árum. En svo hlakka ég til að bæta vonandi einhverjum úr nýju varalitalínunni frá Nars í safnið í ferð minni til London í vikunni – þar sem ég hef bara komið einu sinni til borgarinnar og það fyrir 9 árum síðan er mögulega einhver þarna úti sem lumar á upplýsingum um sölustað Nars í miðbæ London sem væri til í að deila honum með mér? :)

Skemmtilegt trend – ég er alveg kolfallin og þetta og fallegar og náttúrulegar augabrúnir eru klárlega trendin sem ég tileinka mér helst fyrir veturinn – eins og reyndar í fyrra :)

EH

Þú gætir eignast einn af þessum!

FashionLífið MittMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumVarir

Þessi vika er ekki búin að vera mín besta, ótrúlega mikið að gerast alls staðar og ég er satt að segja bara uppgefin. Ég ákvað því að dekra við mig í morgun og stillti mér upp fyrir frama MAC í Kringlunni (ólíkt flestum sem voru fyrir framan Söstrene Grene;)) vongóð um að eignast góðgæti úr nýjustu línu merkisins sem er samstarf þess með mæðgunum Sharon og Kelly Osbourne. Varalitina girntist ég mest en þó fylgdi með einn varalitablýantur sem Sharon hannaði. Varalitirnir þrír sem urðu mínir eru allir hugarfóstur Kelly – allir eru eins og stendur uppseldir. Ég á samt endalaust af varalitum – þið kannist mögulega við það og mig langar því að gefa einum heppnum lesanda einn þeirra – þennan bleika…

10626669_677040492382145_5291459086458968231_n

 

Liturinn heitir Kelly Yum Yum og vísar til eins vinsælasta varalitar sem fæst í MAC – Candy Yum Yum. Trylltur litur og ef þig langar í hann er það eina sem þú þarft að gera að fara inná Facebook síðuna mína – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – smella á Like takkann og setja svo í athugasemd undir þessa færslu hvað þér finnst skemmtilegast að lesa um á síðunni minni.

Setjið endilega fullt nafn og netfang þar sem það er beðið um því þá er auðveldara að hafa samband :)

Hlakka til að sjá hvað ykkur finnst skemmtilegt að lesa um – ég dreg úr athugasemdum af handahófi á sunnudaginn. Ég vona að ég geti glatt heppinn lesanda með fínum varalit ég náði alla vega að gleðja mig sjálfa með tveimur í dag!

EH

Vörurnar sem þið sjáið hér fyrir ofan keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Leyndarmál Makeup Artistans: 10 ráð um varaliti

Makeup ArtistMakeup TipsVarir

Hér eins og áður er þema í Leyndarmálum Makeup Artistans. Mér datt í hug að týna saman og hafa á einum stað topp 10 ráðin mín fyrir varaliti. Sum hafa birst áður önnur eru ný og mögulega eru sum endurbætt :)

Ég er mikil varalitakona og ég sé ekki fram á miklar breytingar í þeim efnum enda er einföld og fljótleg lausn á því að ná flottri förðun að skella á sig fínum varalit.

 1. Skrúbba, skrúbba, skrúbba! Undirstaða fallegrar förðunar er falleg og vel nærð húð, undirstaða fallegra vara eru vel nærðar og skrúbbaðar varir. Með því að skrúbba varirnar lagið þið áferð þeirra, varaliturinn verður alltaf jafnari og áferðin fallegri. Ég nota varaskrúbb einu sinni í viku og næri varirnar vel þar á milli með góðum varasölvum.
 2. Ef þið eruð komnar með fínar línur í kringum varirnar og viljið koma í veg fyrir að varaliturinn blæði útí línurnar þá getið þið notað varablýant annað hvort með lit eða glæran, sett primer í kringum varirnar eða nota augnkrem. Augkremin þétta vel og get jafn vel á línurnar í kringum varirnar eins og þau gera fyrir línurnar í kringum augun.
 3. Þegar ég ber varalit á varirnar mínar og vil að áferðin sé þétt og liturinn mikill vil ber ég hann beint á varirnar. Fyrst á neðri vörina, stimpla svo við efri vörina og nota varalitapensil eða fingurna til að jafna litinn og klára að móta varirnar.
 4. Ég hef þó nokkrum sinnum lent í því að missa varalit í gólfið og ef hann er skrúfaður upp klessist hann að sjálfsögðu. Ef þið lendið í því er sniðugt að skafa aðeins af honum ef það fór t.d. kusk á hann og nýtið ykkur kraft hárblásarans til að móta litinn uppá nýtt. Passið bara að vera ekki með of háan hita og ekki blása of lengi.
 5. Ef þið eigið aðeins of marga varaliti sem eru bara að þvælast fyrir ykkur þá er þjóðráð að bræða þá niður í pallettur eins og ég sýni betur HÉR. Ég á þó erfitt með að gera þetta vegna þess að mér finnst svo gaman að stilla upp varalitunum mínum. Ég fer þó líklega að hætta að hafa eitthvað um þetta að segja þar sem varalitirnir eru að taka yfir heimilið mitt – ég var samt að stækka við mig!
 6. Ef þið viljið matta glossaðan eða glansandi varalit þá er lítið mál að blotta hann með því að setja þunnt tissjú yfir varirnar og strjúka púðurbursta með litlausu púðri yfir tissjúið. Þetta getið þið endurtekið þar til þið eruð sáttar með útkomuna.
 7. Ef þið viljið gera varirnar stærri en þær eru eru til betri ráð en að setja varalitablýantinn út fyrir ykkar varir. Prófið næst að setja sanseraðan augnskugga í svipuðum tón og varaliturinn ykkar er yfir miðju varanna – það gerir gæfumun sannið til!
 8. Þegar varaliturinn ykkar er kominn það langt niður í túbunni að þið náið ekki að bera hann á varirnar beint þá er gott að grípa til varalitapensils. Oft er ótrúlega mikið af varalit eftir í túbunni sem gæti bara farið til spillis og það viljum við ekki.
 9. Ef þið hafið ekki fundið akkurat draumavaralitinn ykkar afhverju prófið þið ekki bara að búa hann til með því að blanda varalitum saman. Ég hef oft gert þetta og það hefur yfirleitt alltaf heppnast – það eru nokkrar undirtekningar sem er þó ekkert óeðlilegt.
 10. Varaliti þarf ekki bara að nota á varirnar heldur má líka að sjálfsögðu nota þá í kinnarnar, sem lit, highlighter eða bæði og á augun. Ég hef gert heilu farðanirnar sem einkennast bara af einum varalit.

Að lokum langar mig að leyfa tveimur staðreyndum um val kvenna á varalitum sem ég rakst á um daginn á netvafri mínu…

Vinsælasti liturinn á varalitum: Rauður
Óvinsælasti liturinn á varalitum: Fjólublár

Hafið þið heyrt jafn mikla vitleysu haha – þetta á alla vega ekki við um mig :)

Fjólubláir varalitir eru yfirleitt þeir einu sem koma til greina…

EH

Tips: Mattar varir á augabragði!

Ég Mæli MeðmakeupMakeup TipsSmashboxSS14TrendVarir

Það er svo sem ekkert leyndarmál á bakvið þessar björtu, möttu varir sem ég ætla að sýna ykkur núna – ekkert annað en fallegur varalitur frá Smashbox!

Megatint Long Wear Lip Colour varalitirnir eru mjóir og langir. Þeir eru til í nokkrum mismunandi litum og áferðin er mjög létt og náttúruleg. Þeir eru ekki glossaðir og mér finnst þeir bara frekar mattir og koma náttúrulega út. Þeir eru meira að gefa vörunum fallegan og heilbrigðan litatón sem endist allan daginn. En það sem svona long wear varalitir gera oft er að þeir innihalda litapigment sem festa sig vel í vörunum en oft er það áferðin sem þarf að bæta á. Eins og til að fá meiri glans en með þennan varalit þá finnst mér ég ekki þurfa þess. Þeir eru ekki eins og margir aðrir varalitir þeir gefa meiri svona flauelsmjúka áferð sem þýðir líka að þeir eru mjög léttir og ég finn ekkert fyrir þeim á vörunum.

mattarvarir3 mattarvarir

Liturinn sem ég er með á vörunum heitir Mimosa. Þessi smellpassar inní förðunartrend sumarsins!

mattarvarir2Ef þið eruð eins og ég var áður en ég þurfti hreinlega að venja mig á að vera með varalit af því ég meikaði ekki að vera með svona þétta áferð á vörunum þá eru þessir varalitir eitthvað sem þið þurfið að tékka á!

EH

Uppáhalds: Litlausu Litirnir

LúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsTrendVarir

Mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds nude varalitum. Ég tók saman níu liti sem ég nota svona mest. Ég er sjálf reyndar ekkert mikið með svona litlausa liti eins og þið kannski hafið tekið eftir en mér finnst þó nauðsynlegt að eiga þá með. Sérstaklega ef ég er með dökka augnförðun þá get ég eiginlega ekki verið með sterkan lit – í flestum tilfellum alla vega.

nude

Hér sjáið þið litina sem ég valdi að sýna ykkur og enn neðar sjáið þið mig með alla litina og smá lýsingu á formúlunni sjálfri :)

nude2Hér sjáið þið litinn Pale Beach úr varalitalínunni Creamy Matte frá Bobbi Brown. Þessir varalitir eru mínir uppáhalds frá merkinu og einir af bestu varalitum sem ég hef átt. Þeir eru kremaðir svo það er auðvelt að bera þá á og fá jafnan og fallegan lit. En áferðin er mött svo liturinn festir sig vel í vörunum svo þeir haggast ekki allan tímann sem þið eruð með hann. Ég held ég eigi sirka 6 liti úr þessari línu og þeim fer bara fjölgandi. Ég á mjög auðvelt með að falla fyrir nýjum lit úr þessari línu og fara heim með hann.nude3Slim Lipstick frá Make Up Store í litnum Matt 402. Þeir gerast nú varla jafn miklir nude litir eins og þessi varalitur frá Make Up Store. Liturinn er örmjór svo það er svo þæginlegt að bera hann á og bæta á hann. Formúlan er alveg mött en samt kremuð en aðeins stíf svo það er gott að næra varirnar með varasalva stuttu áður en þið berið litinn á varirnar bara svo hann renni auðveldlega eftir vörunu. Formúlan er æðisleg en ég hef fengið nokkrar ábendingar um að þessi litur fari mér ekki sem er eflaust af því að með svona ljósa húð eins og ég er falla svona ljósir litir svo inn í húðina. Þess vegna er mikilvægt að húðin fái líka smá
nude4Dior Addict nr. 369. Þessi litur er úr haustlínunni frá síðasta ári frá Dior. Addict litirnir eru þekktir fyrir að vera frekar léttir litir sem eru með miklum glans. Litirnir eru mjög fallegir og mjúkir, það er auðvelt að bera þá á og þeir gefa vörunum ótrúlega góða næringu á meðan þeir eru á þeim. Þessi litur er með örlitlum bleikum tóni í sem er mjög algengt með svona ljósbrúna liti.

nude5Pure Decoration úr Baked Goods línunni frá MAC sem kom út síðasta vor. Liturinn er með satin áferð sem er mjög mjúk áferð, með smá glans og fallegum lit. Þessi ljósi varalitur er með hint af peach tóni sem gefur andlitinu mínu hlýja áferð af því hann tónar vel við hárið mitt og augun. nude6Choco Cream nr. 715 úr Color Sensational línunni frá Maybelline. Lengi vel minn all time uppáhalds nude litur enda er ég mikill Maybelline aðdáandi. Liturinn er frekar brúnn svo mér finnst hann passa við allar augnfarðanir – sama í hvaða lit hann er. Mér finnst stundum erfitt að finna nude litaðan varalit hjá ódýru merkjunum, það er alla vega aldrei mikið úrval af þeim yfirleitt bara einn litur en Maybelline liturinn er fullkominn. Formúlan er mjög mjúk, liturinn er þéttur og endist ágætlega.

nude7Hér sjáið þið lit sem ég hef áður sýnt ykkur og ég fékk í kjölfarið mikið af fyrirspurnum um hann. Þetta er litur frá Shiseido sem er nr. PK303 og er úr línunni Perfect Rouge. Þetta er fullkominn nude litur þar sem það er dáldið sterkur litur í honum en hann telst samt sem nude litur alla vega að mínu mati. Liturinn finnst mér best að lýsa sem 90’s lituðum varalit svo hann smellpassar inní eitt af aðalförðunartrendunum sem eru í gangi núna. Formúlan sjálf er mjög góð og liturinn endist vel, ég mæli hiklaust með þessum lit sem er frekar glossaður en samt með sterkum litapigmentum.nude8Dior Rouge nr. 434 þessi litur er líka úr síðustu haustlínunni frá Dior. Hann er einn af litunum sem eru úr glænýju Perfect Rouge línunni frá Dior. Formúla varalitanna var endurbætt á síðasta ári og að því tilefni komu nánast alveg nýjir litir þó svo nokkrir gamlir og góðir fengu að halda plássinu sínu. Perfect Rouge litirnir eru varalitir sem eru dáldið af gamla skólanum, formúlan sem hægt er að treysta á, áferð sem er ekki of glossuð og ekki of mött og litur sem endist vel. Mér finnst alltaf gaman að kaupa mér Dior snyrtvörur – ég hef ekki efni á fötunum en snyrtivörurnar eru á viðráðanlegra verði:)

nudeflairFlair for Finery nude litur sem var hluti af hátíðarlínu síðasta árs frá MAC, ég veit það voru margar sem voru hrifnar af þessum lit en hann kom bara í takmörkuðu upplagi en ef hann er enn á óskalistanum þá veit ég um annan sem er eiginlega nákvæmlega eins en ég sá það ekki fyr en ég kíkti betur á þessar myndir…nudehueHue frá MAC er einn af mínu all time uppáhalds frá merkinu, ég veit ekki hversu marga svona varaliti ég fór í gegnum á meðan ég var í versló og þessi var líka í uppáhaldi hjá mörgum vinkvenna minna á menntaskólaárunum. Hue er nánast alveg eins og Flair for Finery úr hátíðarlínunni, sá fyrri er þó örlítið bleikari. Oft eru til frá MAC svipaðir litir í fasta úrvalinu og koma í one shot línunum. Það er enginn jafn góður í að leiðbeina ykkur í gegnum þá liti eins og stelpurnar sem vinna í MAC búðunum. Hue liturinn er alltaf flottur og eftir að hafa grafið hann uppúr einum makeup kössunum mínum fyrir þessa færslu hef ég notað hann þónokkrum sinnum. Það er alltaf gaman að endurnýja kynnin við gamla góða varaliti.

Ein af ástæðunum fyrir því að ég nota ekki mikið ljósa varaliti er sú að með svona ljósa húð eins og ég er falla svona ljósir litir svo inn í húðina. Þess vegna er mikilvægt að húðin fái líka smá hlutverk og þið gefið henni lit, þá með sólarpúðri, highlighter og nóg af kinnalit!

Smá hjálp frá mér í gegnum frumskóg litlausra varalita sem ég vona að nýtist ykkur.

EH

Svartar Varir…

FashionMACmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniTrendVarir

Á næstunni mætir sjúk lína í verslanir MAC Kringunni sem nefninst Punk Couture. Í línunni eru alveg sjúklega flottar vörur sem ég hlakka til að sýna ykkir betur eftir helgi. Ein af þessum vörum er kolsvartur varalitur sem ég er sjúk í!

Stundum kemur eitthvað svona yfir mann – maður verður bara hreinlega að eignast einhverja vöru sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig maður á að nota en hún er bara ómissandi eign! Svo núna er ég að detta í smá leit af innblæstri um hvernig ég gæti notað þennan lit. Það er náttúrulega svaka statement að vera með svartar varir og það eru alls ekki allir sem púlla það. Þetta er litur sem ég myndi segja að fara ykkur sem eruð með sterka contrasta í andlitinu sjúklega vel t.d. dökkt hár og ljós húð eða þið sem eruð mjög ljósar yfirlitum og þurfið eitthvað til að taka völdin í förðuninni ykkar og hrópa á athygli.

Það er líka must fyrir alla förðunarfræðinga að eiga einn svartan lit í settinu sínu. Það er bilað fashion að vera með svartar varir á tískusýningu eða í myndatöku svo er hægt að nota litinn í ýmislegt annað eins og að gera vamp varir eða dekkja varaliti.

Pönk þemað er rosalega áberandi núna það var það sérstaklega mikið á síðustu tískuvikum og þemað á síðasta Met Gala var pönk. Þetta er klárlega trend sem er að sækja í sig veðrið í förðunartrendum komandi árstíða og mér finnst það bara gaman!

Sumar farðanirnar hér fyrir neðan eru kannski ekki með alveg svörtum lit en þið getið náð öllum þessum dökkum litum með því að blanda í aðra liti með svarta litnum ;)

15058979973499092O10HpUjnc dd6b0d385cb439120c48bc9f9a03c1cd tumblr_mh1v0eVKtU1r181ggo1_500 black-lipstick black-matte-lips s3dark-lips-big-hat-cropped-028v5 swanny-black-white

Hér sjáið þið varalitina sem eru í Punk Couture línunni ég er nú þegar komin með þennan dökkrauða ég hlakka til að prófa hann og sýna ykkur útkomuna…..

MAC-punk-couture-lipstick

 

Ég ætla að ná einum svona svörtum í MAC í næstu viku – hvernig líst ykkur á??

EH