fbpx

Bjartar og fallegar varir með Chanel

ChanelÉg Mæli MeðFallegtNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS15Varir

Ég er búin að fá þónokkrar fyrirspurnir um skemmtilega varaliti frá Chanel sem ég er búin að lauma inní nokkrar færslur með loforði um að segja betur frá þeim í sér færslu – nú er loksins komið að því!

chanelrouge2

 

Varalitirnir eru af tegundinni Rouge Coco og hér er á ferðinni glæný formúla af varalitum sem hafa verið vinsælir í gegnum tíðina hjá merkinu. Litirnir í línunni eru fjölmargir, örfáir klassískir litir sem hafa verið til áður en auk þess fullt af æðislegum glænýjum litum sem heilla. Formúlan hefur verið betrumbætt á þann hátt að hún er mýkri, næringarmeiri og með meiri glans – varalitirnir renna mjúklega þvert yfir varirnar áfallalaust og áferðin er silkimjúk og fullkomlega jöfn!

Eins og áður er það hin yndislega fallega Keira Knightley sem er andlit varalitanna en leikkonan fallega situr fyrir í svakalega flottum auglýsingum á vegum merkisins sem hafa verið áberandi hér á Íslandi síðustu vikur en þær voru staðsettar í strætóskýlum víðs vegar um Reykjavík fyrir stuttu. Ég veit ekki með ykkur en það að hafa svona fallegar hátískuauglýsingar á víð og dreif um borgina gerði það að verkum að mér leið miklu meira eins og ég ætti heima í hátískuborg á borð við London eða París – fleiri mættu taka sér Chanel til fyrirmyndar með þessa auglýsingaleið – ég er alla vega að fýla þetta í botn!

Ég fékk sýnishorn af fjórum litum sem mig langar að sýna ykkur betur. Tvo þeirra hafið þið nú þegar fengið að sjá í öðrum færslum þar á meðal dressfærslum en nú fá þeir að vera aðalhlutverkið!

Línan er skemmtilega sett upp en litunum er skipt upp í 5 flokka og hver litur ber nafnið á einstakling sem snerti líf hinnar einstöku Coco Chanel.

  • Rauðu litirnir eru hádramatískir og nefndir í höfuð elskenda Coco.
  • Nude litirnir eru óður til fjölskyldumeðlima Coco, þar er innblásturinn að þetta séu litir sem virka alltaf, passa við allt og maður getur alltaf treyst á þá.
  • Bleiku litirnir eru nefndir í höfuð vina Coco.
  • Kóral og orange tónar heita í höfuðið á einstaklingum sem veittu Coco innblástur á sinni ævi.
  • Dökku plómulitirnir eru nefndir í höfuðið á listamönnum sem snertu líf Coco.

Hér fyrir neðan sjáið þið svo litina sem ég fékk að prófa og smá um hvern og einn þeirra.

chanelrouge3

Edith nr. 424

Þessi dama er búin að vera í mjög mikilli notkun hjá mér. Liturinn þykir mér sannarlega fullkominn það er eitthvað við þennan lit sem heillar mig uppúr skónnum. Ég er búin að nota hann við hin ýmsu tækifæri og mér finnst hann bara svo bjartur og heillandi!

chanelrouge4

Arthur nr. 440

Þessi fallegi og bjarti rauði litur er ein af stjörnum línunnar en Keira er m.a. með hann á einni af myndunum úr auglýsingaherferðinni. Liturinn er svo sannarlega hátíðlegur og fangar athygli allra í kringum hann. Þetta er ekki svona típískur rauður tónn en hann er alveg tímalaus. Rauður er oft settur fram sem litur ástar og rómantíkur og því er nafnið hans vel við hæfi eins og þið getið lesið um hér fyrir neðan…

„A brilliant English businessman. Seductive and cultured. Mystically inclined. Arthur Capel, also known as ‘Boy’, was the great love of Gabrielle Chanel’s life. In 1913, he and Coco Chanel were drawn to coastal Deauville, France – and Mademoiselle chose the thriving international resort as the site of her first fashion boutique. Boy inspired her, challenged her and captured her heart.“

chanelrouge5

Ina nr. 450

Hér er á ferðinni ofboðslega bjartur og fallegur bleikur litur. Þetta er virkilega skemmtilegur og fjörlegur litur sem kom mér mikið á óvart þegar ég bar hann á varirnar. Þessi er sérstaklega skemmtilegur  hann er svona fullkominn vor- og sumarlitur og glansinn á honum gerir hann ekkert minna fallegan!

chanelrouge6

Catherine nr. 410

Þessi litur er sannarlega skemmtilegur hann er nude en með léttum orange undirtóni svo hann einhvern vegin dregur ekki alveg allt úr manni og passar því flott við létta og náttúrulega förðun. Stundum finnst mér ekki passa að vera með nude varir við þannig förðun því það er eins og það vanti alltaf eitthvað. En orange tónninn fullkomnar varirnar. Þennan hafið þið séð áður hjá mér í dressfærslu réttara sagt í páskadress færslunni. Þetta er einn af þessum litum sem mér finnst að langflestar konur ættu að eiga – fallegur sumarlitur sem fer öllum og sérstaklega sólkysstri húð!

chanelrouge

Litirnir eru ofboðslega léttir og fallegir, maður finnur nánast ekkert fyrir þeim á vörunum sem mér finnst mjög mikil kostur. Liturinn er kannski ekkert svakalega pigmentaður en mér þykir það frekar kostur en galli því pigmentin eru þannig að það er auðvelt að byggja þau upp með nokkrum umferðum. Mér finnst það skemmtilegur eiginleiki því það býður uppá mikið notagildi. Auk þess eru pigmentin björt og falleg og gefa mjög þéttan lit sem dreifist mjög jafnt.

Þetta eru virkilega fallegir varalitir og ég hvet ykkur til að fara og skoða þá og jafnvel fá að prófa. Nýja formúlan er einstaklega rakamikil og falleg og mér finnst þeir gefa mínum þurru vörum virkilega góða og drjúga næringu sem mýkir varirnar og gefur þeim meiri þæginda tilfinningu. Ég mæli alla vega með þeim og þá sérstaklega henni Edith – ég fæ ekki nóg af þessum varalit og mér finnst hann fara mér bara virkilega vel eiginlega best af þessum 4 litum :)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress: Give-A-Day

Skrifa Innlegg