fbpx

Annað dress: Give-A-Day

Lífið MittVero Moda

Ég get nú ekki annað sagt en að ég sé dáldið uppgefin eftir gærdaginn, ég mætti í vinnuna 8:30 og fór heim um 23:00 – dáldið löng vakt fyrir eina komna 22 vikur en allt var svo sannarlega þess virði! Gærdagurinn var í alla staði einn sá magnaðasti sem ég hef upplifað og að fá að vera partur af svona stórkostlega flottu fyrirtæki er sannarlega heiður. Þegar ég fór heim í gærkvöldi þá höfðu 2 milljarðar króna safnast víðs vegar um allan heim – öll upphæðin fer beint til góðgerðamála eins og ég hef sagt ykkur áður. Ég veit ekki alveg hversu mikið við söfnuðum hér heima en okkur í Vero Moda Smáralind gekk ótrúlega vel og það var svo gaman að horfa á brosandi andlit labba út með poka vitandi það að þær hefðu fengið tækifæri til að gefa til baka bæði til innlendra og erlendra málefna.

Ég verslaði á alla fjölskylduna í gær í öllum búðunum okkar. Málefnin öll snerta beint í hjartastað og móðurhjartað mitt var hjá öllum börnunum erlendis sem við vorum að fara að hjálpa, litla barnið inní mér (ég sjálf) hugsaði svo hlýlega til yndislega afa míns sem fór frá mér alltof snemma en hann dó úr krabbameini fyrir rúmum áratug síðan – 50% af öllu því sem við söfnuðum hér á Íslandi fer beint til Krabbameinsfélagsins og peningurinn er eyrnarmerktur sérstöku þjónustuveri fyrir þá sem sjúkdómurinn hefur snert á einhvern veg.

10347483_796526057100254_8138929942437366475_n

Við opnuðum búðina klukkan 9 í gærmorgun og hér sjáið þið fólkið sem mætti mega ferskt um morguninn inní Smáralind – það var sko nóg af myndatökum allan daginn og við reyndum eftir bestu getu að dreifa boðskapnum sem víðast. Ég held sannarlega að ég hafi hitt eina manneskju í gær inní búð sem vissi ekki hvað var í gangi!

11014644_795972803822246_3618859419265513364_n

Dress dagsins var fyrst og fremst þægilegt við vorum öll starfsmennirnir í bolum merktum Give-A-Day sem var mjög gott svo við þekktumst nú þar sem mikið af fólki var í búðinni yfir háanna tímann.

Skyrta: Vero Moda, þessa fengum við fyrir helgi og hún kláraðist nánast í gær – alla vega ein eftir í Smáralind;)
Bolur: Bestseller Give-A-Day
Buxur: Pieces, Vero Moda Just Wear, einar bestu buxur sem ég hef nokkru sinni átt. Þessar eru uppseldar í Vero Moda en fást nú inní VILA líka.
Skór: skóbúnaður dagsins voru strigaskór. Dagurinn byrjaði í silfur strigaskóm frá Bianco og endaði í góðum skærappelsínugulum NIKE skóm.

Mig langar að þakka öllum þeim sem gerðu sér ferð í gær í eina eða fleiri verslanir Bestseller á Íslandi – takk kærlega fyrir ykkar framlag, það er ómetanlegt ekki bara fyrir okkur heldur fyrir alla þá sem munu njóta góðs af því***

EH

10 hlutir sem þið vissuð ekki um mig...

Skrifa Innlegg