fbpx

10 hlutir sem þið vissuð ekki um mig…

Lífið Mitt

Ég veit ég er svakalega persónuleg á blogginu mínu en ég held þó að þið vitið kannski ekki alveg allt um mig og ég ákvað því að skella saman 10 sniðugum

  1. Ég er lífshættulega hrædd við hjól… Já ég veit ég er stórfurðuleg en ég hræðist fólk á hjólum – mér líður t.d. ekkert sérstaklega vel í Kaupmannahöfn. Það er bara eitthvað við þetta að ég hræðist það að það verði keyrt yfir mig af einhverjum á hjóli – ég held bara að það verði svo vont. En þar af leiðandi held ég að ég hafi varla hjólað í svona 10 ár. Ég bara get það ekki :(
  2. Ég eyði óheyrilega miklu magni af tekjunum mínum í hverjum mánuði á Te & Kaffi. Þar finnst mér besta kaffið og starfsmenn á alltof mörgum kaffihúsum eru með það á hreinu hvernig ég vil helst kaffið mitt – ég elska það en ég skammast mín líka smá!
  3. Það eru held ég ekkert sérstaklega margir sem vita hvað ég geri. En undanfarin 5 ár hef ég starfað sem sjálfstætt starfandi samfélagsmiðla ráðgjafi – sem þýðir að ég vinn við að vera á Facebook og Instagram!
  4. Þegar ég var í 6. bekk í versló var ég útnefnd Marmaradrottning skólans í þáttunum 12:00…. ég hef aldrei tekið þessum titli sem hrósi ;)
  5. Ég er ein af þeim sem panta aðeins of oft Dominos pizzu – ástæðan er sú að mér finnst fátt betra en brauðstangirnar á Dominos. Ég krefst þess þó alltaf að fá þær lítið bakaðar með mikilli olíu og kryddi og ef þær eru ekki mér að skapi hringi ég og kvarta og bið um nýjar. Ég held ég sé ekki vel liðin hjá Dominos.
  6. Uppáhalds bókin mín er Wuthering Heights – ég safna útgáfum af þessari æðislegu sögu sem er þó frekar mikið sorgleg og niðurdrepandi en það er bara eitthvað við hann Heithcliff sem heillar. En á eftir þeirri bók fylgja allar bækurnar hennar Jane Austen.
  7. Ég á mér þann heita draum að fá að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision – verst ég get eiginlega ekki sungið. En vonandi fæ ég bara að fara einhver tíman sem sminka í staðin!
  8. Ég hef farið úr báðum axlarliðum – það gerðist á innan við ári. Í fyrra skiptið dansaði ég mig úr lið, var þá staðsett einhvers staðar á hálendi Íslands og þurfti far í bæinn með Björgunarsveitinni.
  9. Uppáhalds Disney myndin mín er Pétur Pan – mig langar bara svo að geta flogið sem er mjög sérstakt þar sem þið finnið varla lofthræddari einstakling en mig.
  10. Ég veit fátt skemmtilegra að eyða alltof miklum tíma í að blogga. En ég held svo sem að þið vitið það best af öllum og ég er harð ákveðin í því að þegar mér verður farið að finnast þetta leiðinlegt þá hætti ég. Maður á að lifa lífinu hamingjusamur og gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera. Lífið er alltof stutt fyrir leiðinlega hluti!

10636163_712145782204949_7906591616462688102_n

Ein svona random skemmtileg færsla sem gefur ykkur smá meiri tilfinningu hver ég er. Eitt af því sem mig langar að bæta við er að fyrir svona ári síðan ákvað ég að reyna að láta jákvæðni ráða lífi mínu, hætta öllu rugli og einbeita mér að því að brosa framan í heiminn og hrósa fólkinu í kringum mig. Mæli eindregið með því að fleiri tileinki sér það – gagnrýni og neikvæðni er alltof áberandi í íslensku samfélagi og lífið á að vera skemmtilegt – það verður sko miklu skemmtilegra þegar maður brosir framan í heiminn því í alvörunni heimurinn brosir tilbaka!

Eigið góðan fimmtudag***

EH

Þú kaupir - við gefum allt til góðgerðarmála!

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Sigga

    9. April 2015

    Mér finnst síðan þín einmitt svo skemmtileg því þú ert svo jákvæð og mér finnst að fólk eigi að vera duglegra að skilja eftir jákvæð komment :) :)

  2. Elísabet Gunnars

    10. April 2015

    Skemmtileg færsla … jákvæðni skilar manni lengra, rétt.

  3. Guðfinna

    10. April 2015

    Mér finnst persónulegu bloggin miklu skemmtilegri en hin – þá finnst manni pínulítið að maður sé að kynnast nýju fólki við lesturinn. En er ekki erfitt að koma sér á framfæri í þessu starfi og eru tekjurnar stöðugar?

    • Ég er búin að vera mjög heppin með mitt starf, ég er með stöðugar og jafnar tekjur og vann á auglýsingastofu í rúm 5 ár sem færði mér fullt af æðislegum tækifærum og ég fékk að kynnast fullt af fólki og skapa mér góð tengsl í þessum heimi – en svo er þetta líka bara spurning um að vinna af sér allt vit, vera dugleg að skapa sín eigin tengsl og fylgjast vel með! ;)

  4. Sandra

    10. April 2015

    Gaman að lesa eins og allt á blohginu þínu en smá forvitni, hvernig vinnurðu við netið, hvað er það nákvæmlega sem þú gerir?

    • Ég vinn á samfélagsmiðlum og vinn við að markaðssetja vörur á netinu, það er ótrúlega fjölbreytt starf og ótrúlega skemmtilegt starf, enginn dagur er eins og stundum sit ég heima og skrifa fréttir til að deila á miðlum, stundum er ég á haus í photoshop og pinterest að setja saman auglýsingaefni og stundum sit ég allan daginn á facebook og læri og fylgist með hvað er að gerast hjá mínum vörum alls staðar í heiminum. Ég held ég gæti aldrei sagt nákvæmlega hvað ég geri – ég geri ótrúlega margt og það er ótrúlega gaman hjá mér ;)

  5. Heiða

    10. April 2015

    Æ leiðinlegt að þú sért svona hrædd við hjól, ekkert skemmtilegra en að fara út að hjóla með krílin :)

  6. Rakel Ósk

    10. April 2015

    Haha hjól! það er einum of gott :)

  7. Karen Andrea

    10. April 2015

    Alltaf skemmtilegt að lesa bloggin þín, þú ert svo skemmtilega einlæg og smellin :)

  8. Eva S.

    10. April 2015

    Uppáhalds færslan mín! <3