fbpx

Þú kaupir – við gefum allt til góðgerðarmála!

Ég Mæli MeðShop

Loksins er dagurinn að renna upp, dagurinn sem ég er búin að bíða óþolinmóð eftir í alltof langan tíma. Dagurinn þar sem ég fæ að vera partur af einu flottasta verkefni sem ég hef heyrt um. Á morgun ætlar Bestseller – fyrirtækið sem á m.am Vero Moda, VILA, Name It, Jack and Jones og Selected – að gefa allt sem selst til góðgerðarmála.

Þegar ég skrifa allt þá meina ég allt. Á morgun frá 9-21 verða búðirnar opnar, þú kemur og kaupir bol á 3990kr þá gefum við 3990kr til góðgerðamála. Þú kemur og kaupir 5 sokka í pakka á 1790kr og við gefum 1790kr til góðgerðamála. Bestseller er fyriræki sem rekur nokkur þúsun verslanir um heim allan – við erum ekki ein í þessu á Íslandi heldur eru allar búðirnar um allan heim þáttakendur í Give-A-Day. Dagurinn á morgun 10. apríl verður magnaður dagur, þetta verður dagur þar sem allir geta látið gott af sér leiða, þið þurfið ekki að koma og eyða háum upphæðum, einn pakki af spennum kostar nokkra hundrað kalla og margt smátt gerir eitt stórt. Á morgun getið þið komið til okkar og keypt ykkur fallegar flíkur, flotta fylgihluti, skó, yfirhafnir og svo ótal margt fleira og allt sem þið borgið fer beint til góðgerðamála.

giveaday

1. Skyrta: VILA 9990kr  2. Skyrta: Selected Femme 12990kr. 3. Stuttermabolir: Vero Moda 2990kr stk 4. Sokkar: Jack & Jones 1stk 690kr og 4stk 1690kr 5. Gallabuxur: Selected Femme 11900kr 6. Jakki: Vero Moda 15900kr 7. Hlýrabolur: VILA 3490kr 8. Kjóll: Name It 2990kr 9. Skór: Selected Femme 12900kr.

giveaday2

10. Kimono: Selected Femme 20900kr 11. Gallaskyrta: Jack & Jones 8990kr 12. Náttfatasett: Name It 2490kr 13. Stuttbuxur: Jack & Jones 8990kr 14. Samfella: Name It 2490kr 15. Sundbolur: Name It 1790kr 16. Kjóll: VILA 4490kr 17. Sólgleraugu: Jack & Jones 3990kr.

giveaday318. Peysa: Selected Home 7990kr 19. Gormateygja: Name It 390kr 20. Kjóll: VILA 4990kr 21. Stuttermabolur: Selected Homme 4990kr 22. Gallastuttermabolur: Vero Moda 4990kr 23. Peysa: Vero Moda 3990kr 24. Sólgleraugu: Vero Moda 25. 5 pör af sokkum 1790kr.

En að góðgerðarmálunum sem við munum styrkja. Bestseller höfuðstöðvarnar hafa valið þrjú málefni og 50% af því sem safnast um allan heim dreifist á milli þessara mála. Það eru Unicef, Save the Children sem er Barnaheill hér á Íslandi og GAIN.

Unicef í samstarfi við Bestseller vilja berjast á móti dreifingu Malaríu í afríku. Á hverri mínútu deyr barn úr Malaríu einhvers staðar í heiminum, á hverri mínútu. Fyrir þann pening sem Bestseller gefur til Unicef er lögð áhersla á að draga úr dauða barna af völdum sjúkdómnum en fyrir 3000kr má veita 80 börnum eða ófrískum konum læknisaðstoð vegna Malaríu.

Save the Children (Barnaheill hér á Íslandi) og Bestseller vilja einbeita sér að verkefni sem heitir Dream Schools. Í Kína eru 31 milljónir barna sem búa í einhvers konar skólum en þau hafa verið skilin eftir af foreldrum sínum sem þurfa að leita til borga í leit af vinnu. Börnin mega ekki koma með og búa því mörg hver við mjög erfiðar aðstæður. Verkefnið hefur það að markmiði að veita tugum þúsunum barna betri framtíð og betri aðstæður. Fyrir 3000kr er hægt að kaupa skólabúnað fyrir barn sem nýtist því í námi og fyrir 6650kr má kaupa sængurver og teppi fyrir barn til að halda á því hita og láta fara betur um það í heimavistarskólanum.

GAIN eru aðþjóðleg samtök sem vilja draga úr vannæringu í heiminum, 48% af börnum undir 5 ára aldri í Indlandi en það þýðir að 1 af hverjum 3 vannærðum börnum í heiminum búa í Indlandi og samtökin einbeita sér að því að aðstoða þar í landi. Ef þið verslið fyrir 1500 kr á morgun sem er t.d. pakki af 5 pörum af sokkum í Vero Moda (kostar 1790kr) þá getið þið séð barni á Indlandi fyrir hádegismáltíðum í heilt ár!

50% af því sem við söfnum hér á Íslandi mun dreifast á milli þessara mála. Hin 50% fara til málefnis sem Bestseller í hverju landi hefur valið. Við hér á Íslandi höfum valið að styrkja Krabbameinsfélagið. Krabbameinsfélagið mun nota þá fjármuni sem safnast á Give-A-Day til að efla símaráðgjöf Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Markmiðið er að koma til móts við fólkið í landinu sem hringir inn eða sendir tölvupósta með fyrirspurnum um krabbamein hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur. Einn af hverjum þremur Íslendingum færa krabbamein á einhverju stigi á lífsleiðinni sem betur fer er það í flestum tilfellum meinlaust en þetta er samt sjúkdómur sem alltof mörg okkar þekkja af einhverri reynslu. Til að mæta þörf á fræðslu og stuðning þarf tækjabúnað og fagmenntað fólk. Það er ósk Bestseller á Íslandi og Krabbameinsfélagsins að það sem safnist á Give-A-Day muni gera þetta allt mögulegt og bæta þjónustu við stóran hóp fólks sem á stuðning okkar allra skilið.

11143326_10155368649610394_5384458330593114580_n

Ég á ofboðslega erfitt með mig þessa stundina og ég þurfti að taka mér pásu frá því að skrifa færsluna eftir að ég skrifaði kaflann um Unicef. Móðurhjartað mitt brestur með hverri mínútunni sem líður og ég vildi svo mikið óska þess að ég gæti smellt fingri og útrýmt þannig Malaríu, en ég get það ekki og við getum það ekki. En við getum tekið höndum saman og gert okkar besta og lagt okkar af mörkum. Ég mun kaupa all nokkur sokkapör í vinnunni á morgun og senda jákvæða strauma til allra sem þjást af þessum hræðilega sjúkdómi.

Að lokum fyrir utan að biðja ykkur sem getið og hafið tök á að koma í einhverja af 10 verslunum Bestseller á Íslandi á morgun – 5 í Kringlunni og 5 í Smáralind, langar mig að biðja ykkur að deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan. Tökum höndum saman og látum gott af okkur leiða – margt smátt gerir eitt stórt!

Allar búðir Bestseller á Íslandi verða opnar frá klukkan 9:00-21:00 í þeirri von að sem flestir sjái sér fært að koma og leggja sitt af mörkum það hefur sjaldan verið betra og fallegra tilefni til að kaupa sér fallegar vörur.

<3

EH

Heimsókn: Ný Iittala verslun

Skrifa Innlegg