fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans: 10 ráð um varaliti

Makeup ArtistMakeup TipsVarir

Hér eins og áður er þema í Leyndarmálum Makeup Artistans. Mér datt í hug að týna saman og hafa á einum stað topp 10 ráðin mín fyrir varaliti. Sum hafa birst áður önnur eru ný og mögulega eru sum endurbætt :)

Ég er mikil varalitakona og ég sé ekki fram á miklar breytingar í þeim efnum enda er einföld og fljótleg lausn á því að ná flottri förðun að skella á sig fínum varalit.

 1. Skrúbba, skrúbba, skrúbba! Undirstaða fallegrar förðunar er falleg og vel nærð húð, undirstaða fallegra vara eru vel nærðar og skrúbbaðar varir. Með því að skrúbba varirnar lagið þið áferð þeirra, varaliturinn verður alltaf jafnari og áferðin fallegri. Ég nota varaskrúbb einu sinni í viku og næri varirnar vel þar á milli með góðum varasölvum.
 2. Ef þið eruð komnar með fínar línur í kringum varirnar og viljið koma í veg fyrir að varaliturinn blæði útí línurnar þá getið þið notað varablýant annað hvort með lit eða glæran, sett primer í kringum varirnar eða nota augnkrem. Augkremin þétta vel og get jafn vel á línurnar í kringum varirnar eins og þau gera fyrir línurnar í kringum augun.
 3. Þegar ég ber varalit á varirnar mínar og vil að áferðin sé þétt og liturinn mikill vil ber ég hann beint á varirnar. Fyrst á neðri vörina, stimpla svo við efri vörina og nota varalitapensil eða fingurna til að jafna litinn og klára að móta varirnar.
 4. Ég hef þó nokkrum sinnum lent í því að missa varalit í gólfið og ef hann er skrúfaður upp klessist hann að sjálfsögðu. Ef þið lendið í því er sniðugt að skafa aðeins af honum ef það fór t.d. kusk á hann og nýtið ykkur kraft hárblásarans til að móta litinn uppá nýtt. Passið bara að vera ekki með of háan hita og ekki blása of lengi.
 5. Ef þið eigið aðeins of marga varaliti sem eru bara að þvælast fyrir ykkur þá er þjóðráð að bræða þá niður í pallettur eins og ég sýni betur HÉR. Ég á þó erfitt með að gera þetta vegna þess að mér finnst svo gaman að stilla upp varalitunum mínum. Ég fer þó líklega að hætta að hafa eitthvað um þetta að segja þar sem varalitirnir eru að taka yfir heimilið mitt – ég var samt að stækka við mig!
 6. Ef þið viljið matta glossaðan eða glansandi varalit þá er lítið mál að blotta hann með því að setja þunnt tissjú yfir varirnar og strjúka púðurbursta með litlausu púðri yfir tissjúið. Þetta getið þið endurtekið þar til þið eruð sáttar með útkomuna.
 7. Ef þið viljið gera varirnar stærri en þær eru eru til betri ráð en að setja varalitablýantinn út fyrir ykkar varir. Prófið næst að setja sanseraðan augnskugga í svipuðum tón og varaliturinn ykkar er yfir miðju varanna – það gerir gæfumun sannið til!
 8. Þegar varaliturinn ykkar er kominn það langt niður í túbunni að þið náið ekki að bera hann á varirnar beint þá er gott að grípa til varalitapensils. Oft er ótrúlega mikið af varalit eftir í túbunni sem gæti bara farið til spillis og það viljum við ekki.
 9. Ef þið hafið ekki fundið akkurat draumavaralitinn ykkar afhverju prófið þið ekki bara að búa hann til með því að blanda varalitum saman. Ég hef oft gert þetta og það hefur yfirleitt alltaf heppnast – það eru nokkrar undirtekningar sem er þó ekkert óeðlilegt.
 10. Varaliti þarf ekki bara að nota á varirnar heldur má líka að sjálfsögðu nota þá í kinnarnar, sem lit, highlighter eða bæði og á augun. Ég hef gert heilu farðanirnar sem einkennast bara af einum varalit.

Að lokum langar mig að leyfa tveimur staðreyndum um val kvenna á varalitum sem ég rakst á um daginn á netvafri mínu…

Vinsælasti liturinn á varalitum: Rauður
Óvinsælasti liturinn á varalitum: Fjólublár

Hafið þið heyrt jafn mikla vitleysu haha – þetta á alla vega ekki við um mig :)

Fjólubláir varalitir eru yfirleitt þeir einu sem koma til greina…

EH

Annað dress: marmari frá YAS

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Hildur

  3. September 2014

  Sammála þér; ég elska fjólubláa varaliti í öllum litaafbrigðum en er síst fyrir rauða (nema reyndar vínrauða, en helst með smá fjólubláum keim haha).

 2. Sigrún

  3. September 2014

  Ég er einmitt ennþá að leita að hinum fullkomna rauða varalit (á alveg þónokkra)…langar svo í einhvers konar djúp-kirsuberjarauðann lit….einhverjar hugmyndir? Má nefninlega ekki vera út í fjólublátt, eða brúnt..

 3. Anna

  3. September 2014

  Hvernig varaskrúbb ertu að nota? :)

 4. Bára

  4. September 2014

  Hvað notarðu til að skrúbba varirnar ? Þvottapoka eða eitthvað töfraefni ?

 5. Hulda

  4. September 2014

  Hvar fær maður varaskrúbb ? :)