fbpx

Tips: Mattar varir á augabragði!

Ég Mæli MeðmakeupMakeup TipsSmashboxSS14TrendVarir

Það er svo sem ekkert leyndarmál á bakvið þessar björtu, möttu varir sem ég ætla að sýna ykkur núna – ekkert annað en fallegur varalitur frá Smashbox!

Megatint Long Wear Lip Colour varalitirnir eru mjóir og langir. Þeir eru til í nokkrum mismunandi litum og áferðin er mjög létt og náttúruleg. Þeir eru ekki glossaðir og mér finnst þeir bara frekar mattir og koma náttúrulega út. Þeir eru meira að gefa vörunum fallegan og heilbrigðan litatón sem endist allan daginn. En það sem svona long wear varalitir gera oft er að þeir innihalda litapigment sem festa sig vel í vörunum en oft er það áferðin sem þarf að bæta á. Eins og til að fá meiri glans en með þennan varalit þá finnst mér ég ekki þurfa þess. Þeir eru ekki eins og margir aðrir varalitir þeir gefa meiri svona flauelsmjúka áferð sem þýðir líka að þeir eru mjög léttir og ég finn ekkert fyrir þeim á vörunum.

mattarvarir3 mattarvarir

Liturinn sem ég er með á vörunum heitir Mimosa. Þessi smellpassar inní förðunartrend sumarsins!

mattarvarir2Ef þið eruð eins og ég var áður en ég þurfti hreinlega að venja mig á að vera með varalit af því ég meikaði ekki að vera með svona þétta áferð á vörunum þá eru þessir varalitir eitthvað sem þið þurfið að tékka á!

EH

nola.is - ný vefverslun með snyrtivörur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sandra

    2. April 2014

    Hvað kosta þessir varalitir :)?