fbpx

nola.is – ný vefverslun með snyrtivörur

Ég Mæli MeðNetverslanirNýjungar í SnyrtivöruheiminumSnyrtivörur

Munið þið þegar ég sýndi ykkur naglalökkin sem breyta um lit eftir hitastigi – HÉR. Vefverslunin sem selur þau er nú komin í loftið undir nafninu nola.is. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með hinum ýmsu vefverslunum opna og það eru þónokkrar búnar að gera það uppá síðkastið en Svana skrifaði um skemmtilega heimilisverslun HÉR.

Mér datt í hug að segja ykkur aðeins frá merkjunum sem fást í augnablikinu hjá nola.is sem sendir frítt um allt Ísland:)

Eyelure gerviaugnhár:

Þetta eru ein flottustu gerviaugnhár sem ég hef séð og ég fagna því að úrval af augnhárum sé að aukast á Íslandi. Mér finnst persónulega gerviaugnhár aldrei hafa verið jafnvinsæl og nú og þessi tegund er meðal þeirra vinsælustu í heiminum. En það sem ég er sérstaklega hrifin af við þessi er að röndin sem maður límir við rót augnhára sinna er mjög þunn og fíngerð sem þýðir að það er auðvelt að líma þau á augun, þau haldast vel og eru ekkert að bögga mann :) Eyelure augnhárin eru úr 100% náttúrulegum hárum og týpurnar sem fást í versluninni eru á 2490kr. Svo má auðvitað nota augnhárin oftar en einu sinni, þrífið bara maskarann af ef þið setjið maskara á augnhár – ég set alltaf smá, fjarlægið allt lím og komið því fyrir aftur í pakkanum eins og þau voru. En á síðunni er líka hægt að fá ótrúlega flott augnhárabox sem er með plássi fyrir þrjú sett af augnhárum – mig vantar dáldið þannig :DEyelure-Naturalites-Intense-148

BubbleLina naglalökkin:

Naglalökkin sem breyta um lit heita BubbeLina og þau eru til í 5 mismunandi litum eða þá thermal lökkin. En það eru líka til bara „venjuleg“ naglalökk í 5 ljósum og flottum litum. Naglalökkin eru mjög þétt og falleg og neglurnar verða alveg fullkomnar með tveimur umferðum. Ég set svo að sjálfsögðu alltaf undirlakk undir naglalökk sem ég mæli með að þið gerið líka. En í thermal naglalökkunum eru sérstök litapigment sem breytast eftir hitastigi sem skilar sér í skemmtilegri breytingu á lit naglanna eftir hitastigi fingranna. Mér finnst rosalega gaman að vera með þessi lökk á fingrunum og ég mæli með þeim fyrir alla naglalakksaðdáendur!

Shadow Lines:

Þetta er ein sú mesta snilld sem ég hef séð – ég hef ekki prófað þessa púða sem eru reyndar ekki komnir í sölu í versluninni en þeir eru væntanlegir samkvæmt heimasíðunni. Með púðunum er hægt að tryggja að augnskuggi falli ekki undir augun og skilji eftir sig lit, gera fullkominn eyeliner, móta fallega augnförðun og meirað segja gera fullkomnar varir. Þetta er sniðug vara sem er víst eitt vinsælasta förðunarhjálpargræjan í heiminum í dag!

shadow-shields

Skyn Iceland:

Ég sagði ykkur aðeins frá Skyn Iceland merkinu fyrir helgi HÉR. En þetta er sumsé snyrtivörumerki sem er hugarfóstur bandarískrar konu sem heimsótti Ísland í kjölfar ráðleggingar frá lækni um að hún þyrfti að losa stress úr lífi sínu. Snyrtivörurnar eru án parabena, petroleum, mineral olíu, súlfats og phthalate. Frábærar húðvörur sem fara vel með húðina og róa hana og hugsa vel um hana. Augnpúðarnir sem ég skrifaði einmitt um fyrir helgi voru notaðir á fyrirsætur milli sýninga á RFF til að draga úr þrota og fríska uppá augnsvæðið – ótrúlega sniðugt!skynpúðarrffÉg hlakka til að fylgjast með þessari vefverslun sem færir okkur kærkomnar viðbætur í förðunarvöruflóruna á Íslandi – jeijj!

En það eru líka fleiri vörur vætnanlegar í búðina á næstunni og gaman að fylgjast með. Það er alla vega á hreinu hjá mér að ég verð að prófa Shadow Sheilds þegar varan mætir í verslunina ég held að það gæti verið algjör snilld – allt til að flýta fyrir og kannski auðvelda manni nokkur handtök :)

EH

Baksviðs fyrir Farmers Maket á RFF°5

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sigga Dóra

    2. April 2014

    Hvernig gerviaugnhárum mælir þú með fyrir byrjendur?Hef keypt augnhár í apótekinu og aldrei komist upp á lag með að koma þeim almennilega á og hafa líka fest illa.Borgar sig frekar fyrir mig að kaupa mér stök augnhár og betra lím ?

    • Duo límið er best ;) En ég myndi mæla með frekar heilum augnhárum en stökum, mun einfaldara – mjög sniðug hjálpargræjan sem er einmitt til á nola.is og svo lofa ég að skella í sýnikennslumyndband fyrir gerviaugnhár við fyrsta tækifæri :D