fbpx

Baksviðs fyrir Farmers Maket á RFF°5

BaksviðsFashionÍslensk HönnunMACmakeupMakeup ArtistRFF

Laugardagurinn byrjaði eldsnemma hjá mér en hann byrjaði miklu fyr hjá makeup artistum MAC sem voru margar hverjar mættar klukkan 7 til að hefja störf fyrir sýningar dagsins. Alveg hreint stórkostlegar stelpur sem eiga mikið hrós skilið fyrir störf sín á Laugardaginn. Þegar ég mætti um níu leitið þá voru þær á fullu að undirbúa fyrstu sýningu dagsins sem var fyrir Farmers Market.

Lúkkið var frísklegt og fyrirsæturnar virtust útiteknar og frísklegar með freknurnar sem Fríða María setti yfir andlit þeirra með grófum bursta og lit fyrir augabrúnir sem eru notaðir í airbrush vélar. Freknurnar komu ekkert smá vel út eins og þið sjáið hér á myndunum.
farmersmarketbaksviðs28 farmersmarketbaksviðs27 farmersmarketbaksviðs29 farmersmarketbaksviðs26 farmersmarketbaksviðs25 farmersmarketbaksviðs24 farmersmarketbaksviðs23 farmersmarketbaksviðs22 farmersmarketbaksviðs21 farmersmarketbaksviðs20 farmersmarketbaksviðs18 farmersmarketbaksviðs17 farmersmarketbaksviðs16 farmersmarketbaksviðs15 farmersmarketbaksviðs14 farmersmarketbaksviðs12 farmersmarketbaksviðs11 farmersmarketbaksviðs10 farmersmarketbaksviðs9 farmersmarketbaksviðs8 farmersmarketbaksviðs7 farmersmarketbaksviðs6 farmersmarketbaksviðs5 farmersmarketbaksviðs4 farmersmarketbaksviðs3 farmersmarketbaksviðs34 farmersmarketbaksviðs33 farmersmarketbaksviðs32 farmersmarketbaksviðs31 farmersmarketbaksviðs30 farmersmarketbaksviðs35 farmersmarketbaksviðs2 farmersmarketbaksviðsVegna fjölmargra fyrirspurna er kannski tilvalið að taka það fram að allar myndirnar sem ég er búin að vera að taka fyrir RFF eru teknar á Canon vél sem heitir Canon Eos M sem fæst í Nýherja.

Þær voru nú alveg dásamlegar yngstu fyrirsæturnar tvær sem eru systur, þeim fannst alveg stórmerkilegt að fara í smá förðun og voru svo ánægðar með fallegu hárgreiðslurnar sínar. Ég heyrði í þeim útundan frá mér baksviðs þegar þær voru að biðja um að fá að vera allan daginn baksviðs þeim fannst þetta svo gaman.

EH

Íslensk snyrtivara tilnefnd til virtra verðlauna

Skrifa Innlegg