LJÓMANDI FÖRÐUN

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Já ég elska ljóma.. einsog þið hafið kannski tekið eftir haha en ég gerði þessa ljómandi förðun um daginn og steingleymdi að deila henni með ykkur. Ég myndi segja að þetta væri mín “go to” förðun, fyrir utan það að ég er eiginlega alltaf með eyeliner. Húðin er í aðalatriði og augnförðunin mjög einföld með fallegum augnhárum. Ég tók nokkrar myndir og breytti myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig förðunin kæmi út án þess að það væri búið að vinna myndirnar. Þannig ég myndi líka segja að þessar vörur væru mjög myndahæfar og gefa ekki frá sér “flashback”.

Mig langaði líka að láta ykkur vita að ég er að taka að mér farðanir í desember og þið getið bókað tíma hér.

*Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur affiliate links

GRUNNUR

Farði: Nars Sheer Glow í litnum Santa Fe, fæst hér

Hyljari: All hours frá YSL, fæst í Hagkaup

Grunnur: Pure Primer frá INIKA, fæst í Lyf og heilsu

Ljóma grunnur: Becca Backlight Priming Filter, fæst í Lyf og heilsu

Púður: Laura Mercier Translucent Powder, fæst hér

Krem Bronzer: Milk Makeup, fæst hér

Bronzer: Baked Bronzer frá INIKA

Kinnalitur: Bellini Blush frá Ofra, fæst hér

 

Hérna eru vörurnar sem ég notaði í grunninn eða semsagt á andlitið. Ég vildi hafa förðunina extra ljómandi og notaði því tvennskonar grunna. Ég setti fyrst rakagefandi primer frá INIKA sem lætur farðann haldast á lengur og síðan setti ég ljómandi grunn frá Becca sem gefur andlitinu fallegan ljóma. Því næst setti ég farða á frá NARS sem gefur einnig fallegan ljóma og hyljara frá YSL. Krem bronzer-inn frá Milk Makeup er einn af mínum uppáhalds einsog þið hafið eflaust tekið eftir. Ég setti hann á alla þá staði sem sólin myndi náttúrlega gefa mér lit, semsagt kinnarnar, ennið, smá á nefið og svo set ég alltaf á kjálkann. Síðan er lokaskrefið að setja púður svo að þetta fari ekki neitt yfir daginn og highlighter. Púðrið sem ég notaði er litlaust frá Laura Mercier og er því einungis til þess að matta en ekki til þess að fá þekju. Highlighter-inn sem ég notaði er frá Becca og heitir Champange Pop. Ég notaði samt líka reyndar kinnalit og annað sólarpúður en gleymdi að setja það inn á myndirnar. Kinnaliturinn sem ég notaði var Bellini frá Ofra og hitt sólarpúðrið var frá INIKA.

 

AUGU

Pigment: Peach Fetish frá INIKA 

Augnhár: Misha frá Koko Lashes, fæst hér

Bursti: Real Techniques Bold metals nr. 203, fæst hér

Palletta: Viseart Theory í litnum II MINX, fæst hér

Augun voru mjög einföld en ég gerði “soft halo” sem er þannig að maður setur ljósan lit á mitt augnlokið og dekkir síðan sitthvoru megin við ljósa litinn. Ég notaði Viseart Theory pallettuna í litnum II MINX til þessa að skyggja og setti Peach Fetish frá INIKA í miðjuna. Augnhárin sem ég er með eru Misha frá Koko lashes og fæ ég nánast alltaf spurninguna “hvaða augnhár ertu með?” þegar ég er með þessi. Síðan langaði mig að segja ykkur frá þessum bursta frá Real Techniques en hann er úr Bold metals línunni þeirra og er frábær blöndunarbursti, þá sérstaklega þegar þú ert að gera “halo” förðun.

 

VARIR

Varalitur: Velvet Teddy frá Mac, fæst í Mac

Varablýantur: Gigi x Maybelline í litnum Taura, fæst í Hagkaup

Gloss: Butter gloss í litnum Madeleine frá Nyx Professional Makeup, fæst í Hagkaup

Ég er nánast aldrei með bara einn lit á vörunum og blanda yfirleitt nokkrum saman en það er alls ekki nauðsynlegt, það er alveg nóg að nota bara einn. Þetta nude combo finnst mér mjög fallegt saman en þetta er varablýantur frá Gigi x Maybelline í litnum Taura, Velvet Teddy frá Mac sem er minn allra uppáhalds og Madeleine gloss frá Nyx Professional Makeup yfir.

 

Þið megið endilega segja mér hvernig förðun þið viljið sjá næst hérna á Trendnet xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Lúkk: Glys og glamúr!

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk skemmtilega glimmer og augnhárasendingu um daginn frá vinkonu minni henni Heiðdísi á haustfjord.is fyrir stuttu og ég hugsaði samstundis að þetta væri klárlega merki um það að ég þyrfti að fara að skella í nýtt förðunarlúkk enda alltof langt síðan síðast. Þær sem vita þó hvað er í gangi hjá mér ættu að skilja afhverju andlitið mitt hefur lítið látið sjá sig á blogginu undanfarið:)

Ég er nú ekki vön því að vera mikið með glimmer en hún Heiðdís mín er sannarlega réttmæt glimmerdrottning Íslands og það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hún er með hælana þegar kemur að flottum glimmerförðunum! Ég reyndi þó að gera mitt besta.

Glimmerið er alveg laust en svo fékk ég með því glimmergrunn sem er algjör snilld og er svona léttur fljótandi vökvi sem maður blandar aðeins saman við glimmerið svo úr verður fullkominn blautur glimmer augnskuggi sem ég dempa svo létt yfir augnlokið. Mér fannst líka alveg magnað hvað vökvinn hélt þétt í glimmerið því það hrundi nánast ekkert þegar ég var að bera það á augun. Bara örfá korn sem höfðu greinilega ekki náð að fá nægan vökva og það var einfalt að taka þau af með hjálp límbands.

glimmerlúkk7

Hér sjáið þið lúkkið – það er heldur einfalt en í raun er þetta smoky augnförðun sem ég gerði með kremaugunskuggum og svo glimmer yfir – virkilega einfalt og fljótlegt!

glimmerlúkk3

Svo auðvitað með lokuð augun…

glimmerlúkk5

Hér fáið þið lista yfir allar vörurnar sem ég notaði til að gera lúkkið. Ég ákvað að blanda alveg vörumerkjum og gera bara með þeim sem mér fannst henta best við lúkkið. Ég valdi líka vörurnar sem ég er að nota mest, farðann hef ég verið að ofnota frá því ég fékk hann og maskarinn er einn af mínum allra uppáhalds.

Húð:
Photo Finish Water Primer frá Smashbox – Diorskin Star farði frá Dior – True Match Concealer frá L’Oreal – Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills frá nola.is – Bouncy Blush frá Maybelline – Well Rested frá bareMinerals.

Augu:
Color Tattoo í litunum Chocolate Suade og Vintage Plum frá Maybelline – Master Precise eyeliner frá Maybelline – Grandiose maskarinn frá Lancome – Liquid Sugar glimmergrunnur frá haustfjord.is – Eye Kandy glimmer í litnum Candy Coin frá haustfjord.is – Sourcil Precision augabrúnablýantur frá Bourjois – Playing Coy og Wallflower augnhár frá SocialEyes frá haustfjord.is.

Varir:
Please Me varalitur frá MAC og Lipglass í litnum Talk Softly To Me frá MAC.

glimmerlúkk6

Ég er búin að vera að prófa mig áfram með Beautyblender svampinum fræga og ég er að fýla hann í tætlur sérstaklega áferðina sem hann gefur húðinni minni. Svampurinn er ótrúlega einfaldur í notkun og stenst algjörlega mínar væntingar og ég mæli eindregið með honum. Eitt af næstu verkefnum er að prófa mig enn betur áfram með hina svampana, gera betri myndatöku með þeim og helst líka sýnikennsluvideo en fyrst þarf ég að læra enn betur á þá.

glimmerlúkk

Þar sem ég var að gera svona ýkta augnförðun varð ég að prófa nýju gerviaugnhárin frá SocialEyes sem komu með glimmerinu og ég er að missa mig úr gleði yfir neðri augnhárunum!! Ég hef reyndar aldrei prófað svona áður og var voða klaufsk með þetta en ég er vön að nota fingurna til að setja augnhárin á mig en ég ætla að muna að nota plokkarann næst þá verður þetta eflaust einfaldara. Neðri augnhárin heita Wallflower og eru á 1590kr. Ég mæli eindregið með því að þið sem eruð hrifnar af gerviaugnhárum prófið þessu – í alvörunni þessi fullkomna alveg förðunina því umgjörð augnanna væri ekki svona flott ef það væri ekki fyrir þessi augnhár.

WALLFLOWER FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

Ég fékk þrjú önnur augnhár í sendingunni og vinkona mín þekkir mig vel því ég vel yfirleitt sjálf augnhár í náttúrulegri kantinum sem gefa meiri þéttingu. Augnhárin heita Playing Coy og eru mislöng, en ekkert of löng svo þau gefa meiri þéttingu við rótina sem skilar sér í þéttri innrömmun utan um augun. Ég er hrifin af þessum því þau gefa svona náttúrulega umgjörð og eru ekki of áberandi.

PLAYING COY FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk4

Ég get ekki annað en mælt eindregið með þessu skemmtilega glimmeri frá Heiðdísi en þekkjandi hana veit ég að hún valdi ekki bara eitthvað glimmer merki til að selja hjá sér. Hún valdi það besta og það sem býður uppá mest úrval og er einfaldast í notkun. Það er til endalaust af alls konar litum og t.d. var ég ótrúlega lengi að finna linkinn á litinn sem ég er með!

EYE KANDY GLIMMER Í LITNUM CANDY COIN Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk2

Fullkomið kvöld- og helgarlúkk ekki satt! Ég er alveg að missa mig úr aðdáun á þessum neðri augnhárum ég get í alvörunni ekki hætt að stara á þau. Hlakka til að nota þessi meira í framtíðinni.

Takk fyrir mig kæra Heiðdís!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Einn dagur, tvö dress!

Annað DressLífið MittMitt MakeupNýtt í Fataskápnum

Úff hvað ég verð fegin þegar þessi vika er búin – hún er svona ein af þessum rússíbanavikum þar sem maður er á haus allan daginn – alla dagana ;) En svona er að vinna í fata- og bjútíbransanum 10 mínútur fyrir jól en vitiði það ég nýt mín samt alveg í botn og ég fúnkera langbest þegar ég hef nóg að gera þá næ ég að balansera öllu ;)

En gærdagurinn var ein sprengja ég er eiginlega ennþá hálfringluð eftir hann og vona að þessi færsla verði samt í lagi! Hann hófst inní Vero Moda í Smáralind þar sem við tókum á móti nýrri sendingu og tókum saman flíkur til að sýna í jólaboði í hádeginu. Ég held við höfum dáldið verið eins og býflugur í morgun allar stelpurnar og þeystumst í hringi alltaf á hlaupum með föt á herðatré og maskara í hinni að hysja uppum okkur sokkabuxurnar í leiðinni – eða kannski var það bara ég…

Í hádeginu var sumsé jólaboð Bestseller sem ég vinn nú formlega hjá og gæti ekki verið ánægðari með starfið og dásamlega fólkið sem ég fæ að vinna með. En boðið var sumsé fyrir samstarfsaðila fyrirtækisins sem rekur verslanirnar Vero Moda, VILA, Jack and Jones, Selected, Name It og Outfitters Nation. En ef þið vissuð það ekki þá er ég Merchandiser hjá Vero Moda og samfélagsmiðlaráðgjafi ;)

tvödress3

Ég splæsti í nýjan kjól fyrir jólaboðið kjól sem öskraði nafn mitt og ég laðaðist bara að honum og gat ekki sagt nei við sjálfa mig – hafið þið lent í svona? Mega fríkí! En ég er sjúklega ánægð með hann og hér er ég í honum bara við plain svartar sokkabuxur en ég sé alveg fyrir að nota hann líka með t.d. pleather buxum til að tóna hann aðeins niður.

tvödress2

Kjóll: Selected – en sama print er líka til í buxum og svona þykkri og góðri, opinni peysu.

Eftir boðið og vinnuna brunaði ég með hraði heim og fór að taka mig til fyrir boð kvöldsins sem var launch partý fyrir Tanya Burr augnhárin í versluninni Kjólar og Konfekt. Fyrir áhugasamar eru augnhárin komin í þá verslun á Laugaveginum og eru núna smám saman að rata inná sína sölustaði en ég sá nú á Facebook að þau eru væntanleg í dag í Makeup Gallery á Akureyri og verða meirað segja á góðu helgartilboði.

En boðið heppnaðist mjög vel og það var rosalega gaman að hitta allar dömurnar sem gerðu sér ferð til okkar til að kíkja á augnhárin flottu og hlusta á okkur lýsa aðdáun okkar á þeim :)

tvödress4

Þar sem ég var á einstaklega mikilli hraðferð þegar ég var að taka mig til þá skellti ég á mig mínum uppáhalds varalit í augnablikinu en þetta er Color Drama frá Maybelline í litnum Berry Much. Augnhárin sem ég ákvað að vera með í partýinu eru stöku augnhárin en aulinn ég gleymdi að taka góða mynd sem ég uppgötvaði þegar augnhárin fengu að fjúka af þegar heim var komið.

tvödress6

Kjóll: Vero Moda – þessi var að koma!
Buxur: Only í Vero Moda, þessar eru mínar uppáhalds núna, það ískrar ekki í þeim og þær eru með rassvösum sem gerir þær mjög svo buxnalegar!
Skór: Bianco – en ekki hvað!
Hálsmen: Second Female í MAIA

Mikið verður gott þegar þessi dagur er búinn og ég fæ mögulega smá hvíld en svo hlakka ég líka til að hitta nokkrar Trendnet skvísur í hádegismat í dag í spjall, slúður og góðar veitingar.

Að lokum langar mig að þakka kærlega fyrir ótrúlega fallegar kveðjur sem hafa verið að berast mér í vikunni í formi skilaboða á Facebook. Ég fór að hugsa hvort ég hefði sent út svona smá hugboð til allra í erfiðri viku. Litla ég fer alveg í kleinu, fæ risastórt bros og er uppfull af þakklæti til þeirra sem gefa sér tíma og lesa rommsuna mína hér á hverjum degi – þið vitið ekki hversu gaman mér finnst það og hversu þakklát ég er, þið eruð æði og án ykkar væri þetta litla blogg mitt bara dagbók fyrir einn skrítin bjútíbloggara. En ég veit ekkert betra en að gleðja og á næstu dögum ætla ég að gefa maskara, hátíðarkjóla og að sjálfsögðu Tanya Burr augnhár til að reyna að koma þakklæti mínu á framfæri – allt hefst það á sunnudaginn, fyrsta í aðventu***

EH

Video: Augnhárasýnikennsla með Tanya Burr

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eins og hefur nú þegar komið hér margoft fram þá bauðst mér að fara til London í október til að vera viðstödd þegar nýjum gerviaugnhárum var launchað þar í landi og augnhárin eru væntanleg í sölu á Íslandi á næstunni. Lofa að láta vita þegar þau eru komin í búðir;) Augnhárin eru frá ofurskutlunni Tanyu Burr sem er einn þekktasti bloggari og vloggari í Bretlandi (vloggari er video bloggari). Hún er ótrúlega vinsæl og ég vissi fátt meira um hana en að hún væri mágkona minna uppáhalds Pixiwoo systra – en ef eitthvað er þá er Tanya vinsælli en þær ekki það að ég vissi að það væri hægt!

En ferðin fólst í því að hitta þessa dömu og fá að fræðast aðeins um hana og augnhárin svo fékk ég líka boð í launch partý um kvöldið á Sanderson hótelinu í London. Þar var ótrúlega mikið af frægu bresku fólki – ég komst að því eftir partýið, t.d. Zoe Sugg en ef ég hefði vitað hver hún væri hefði ég án efa nælt mér í selfie með henni líka. Það var alveg þannig fólk þarna að papparazzi ljósmyndarar stóðu vörð um inngang hótelsins og biðu eftir stjörununum – ég hef aldrei séð svoleiðis fólk in action en það var alveg magnað og mikið vorkenndi ég fólkinu sem lenti í þeim… En það var æðislegt að hitta þessa flottu konu sem er að gera svo góða hluti en ekki fyrir svo löngu síðan sendi hún frá sér fyrstu snyrtivörurnar sínar sem eru naglalökk og glossar sem fást því miður ekki hér en ég er svakalega hrifin af glossunum – þau eru æði!

_MG_3919Við „vinkonurnar“ eftir viðtalið.

En að augnhárunum sem verða fáanleg hér á Íslandi. Þau eru sex talsins og þar af eru fjögur heil augnhár, ein hálf og svo er pakki af stökum augnhárum sem innihalda þrjár stærðir – small, medium og long. Augnhárin eru 100% human hair en auðvitað Cruelty Free. Ég komst að því um daginn að svona Human Hair augnhár eru sumsé gerð úr afgöngum frá hárkollugerðum þar sem er sumsé verið að nota hár sem hefur fengist gefins t.d. í tengslum við góðgerðarmál. Ég veit ekki alveg hvort það eigi við um þessi hár en ég veit að þau eru cruelty free svo það má vel vera – mig langaði bara að koma þessu svona að því ég hef sjálf mikið pælt í þessu og ég veit að fleiri hafa gert það.

Augnhárin koma í mismunandi lögum og henta því mismunandi umgjörð augna, sum ýkja hringlótta áferð augnanna og sum henta frekar þeim sem vilja möndlulaga umgjörð en þá fer það eftir lengd háranna. Hárin sem speglast um sig miðja eru sumsé stutt og lengjast smám saman, eru lengst yfir miðju auganu og styttast svo henta hringlaga augnaumgjörð. Hár sem eru svo styst í innri agunkróknum og lengjast svo þegar nær dregur ytri augnkrók henta þeim sem vilja möndulaga augnumgjörð. Þið getið svo mótað ykkar eigin augnhár með hjálp stöku augnháranna en Tanya var einmitt með þau þegar ég hitti hana – ég hefði aldrei giskað á að hún væri með þessi stöku þau komu svo vel út!

_MG_3937

Eigum við að ræða eitthvað þessa húð! Konan er bara gordjöss:)

En hér sjáið þið úrvalið af augnhárunum….

tbaugnhár4

p.s. maskarinn sem ég nota í videoinu er So Couture frá L’Oreal.

Augnhárin heita í takt við pælinguna á bakvið hvert þeirra. Tanya sagði mér að hún legði áherslu á að augnhárin hentuðu sem flestum konum. Ég verð að segja að fyrir mitt leiti þá eru þetta mjög tímalaus og vel gerð augnhár sem flestar konur ættu að fýla. Ég er sérstaklega hrifin af Pretty Lady augnhárunum sem ég prófaði um daginn því þau þykkja svo og þétta ásýnd minna augnhára án þess að það komi gervilega út. Augnhárin eru mjög létt og það er þægilegt að hafa þau á sér. Oft finnst manni augnlokin þyngjast með augnhárum á en mér líður alls ekki þannig með þessi og þau hafa staðist allar mínar prófanir og mælingar.

Að sjálfsögu setti ég saman smá sýnikennslivideo þar sem ég segi meira frá augnhárunum – hverju og einu þeirra og segi aðeins meira frá því sem Tanya gerði í tengslum við hönnun þeirra – endilega kíkið á!

Ég er mjög hrifin af þessum Everyday Flutter augnhárum sem ég er með í videoinu og ég var með þau allan daginn, ég fékk mikið af hrósum fyrir augnhárin mín og ekkert allir sem fóru beint í það að halda að þetta væru gerviaugnhár sem er ánægjulegt og sérstaklega þegar ég var bara svona… enginn eyeliner og enginn augnskuggi. Bara au natural – tja fyrir utan gerviaugnhárin ;)

tbaugnhár

Ég er alveg in love af þessum og eins og ég segi í videoinu þá eru þessi hálfu tilvalin fyrir brúðir framtíðarinnar en ég ætla alla vega að bjóða mínum brúðum uppá þau – en bara svo ég komi því að þá er ég byrjuð að taka bókanir fyrir næsta sumar svo ef þið viljið spyrjast fyrir um hvernig ég hátta hlutunum og fá verð sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.

En í dag ætla ég að fagna komu þessara flottu augnhára til landsins og kynna þau fyrir flottum sminkum, bloggurum og miðlum seinna í dag með flottu teymi kvenna – ég get ekki beðið og ég lofa að sjálfsögðu myndum!

En lofa góðum upplýsingum um sölustaði þegar þau eru komin í búðir;)

EH

p.s. myndirnar af Tönyu tók vinkona mín og bjargvættur ferðarinnar og partýsins Íris Björk <3

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress og förðun: Hnotubrjóturinn

Annað DressJól 2014Lífið MittmakeupMakeup ArtistMitt MakeupSnyrtibuddan mín

Ég er enn að tryllast yfir því hve flott sýningin á Hnotubrjótnum var í gær og hversu stórkostlega tónlistarmenn við eigum í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sú sem fór með aðalhlutverkið í sýningunni var alveg æðisleg og útgeislunin var svo mikil að ég gat ekki slitið augun af henni frá því hún kom fram á sviðið fyrst. En ef ég á að vera alveg hreinskilin þá átti hljómsveitin okkar hug og hjarta mitt á þessari sýningu og ég stalst inná milli til að loka augunum og njóta fallegu tóna þeirra. Að við eigum svona heimsklassa tónlistarmenn er alveg magnað og ég þarf að vera duglegri við að fara og heimsækja þau og hlusta á þau í Hörpunni.

Ég klæddist að sjálfsögðu nýja fallega kjólnum mínum sem ég sýndi ykkur HÉR. Hann kom ótrúlega vel út og ég fékk mörg hrós þarna um kvöldið – það er aldrei leiðinlegt ;)

hnotubrjóturdress2

Kjóll: Vero Moda

Skór: Bianco – þau sjást ekki nógu vel hér en þetta eru dásamlega falleg ökklastígvél með
pinnahælum sem ég fékk fyrir ekki fyrir svo löngu síðan .)

hnotubrjóturdress

Ég er mjög hrifin af þessum kjól og hann kemur sterklega til greina sem jólakjóllinn í ár. Það er líka bara ótrúlega þægilegt að vera í honum.

Förðunin  var mjög klassísk – dökk smoky förðun með nude vörum og gerviaugnhárum…

hnotubrjóturdress8

Ég byrjaði á því að grunna augnlokin með svörtum eyeliner blýanti sem ég dreifði vel úr yfir augnlokið. Yfir blýantinn setti ég svo brúnan augnskugga og mýkti han vel. Uppvið augnhárin setti ég svo aðeins meiri eyeliner og smudge-aði hann létt til að fá meiri dýpt í augnförðunina áður en ég setti blauta eyelinerinn. Meðfram neðri augnhárunum gerði ég það sama, ég setti svarta eyelinerinn meðfram neðri augnhárunum og smudgeaði hana til með burstanu sem ég notaði til að bera brúna augnskuggann á augnlokin.

Húðin er að sjálfsögðu Diorskin Star farðanum og hyljaranum – mín uppáhalds! Yfir húðina notaði ég svo Studio Sculpt púður í dökku og ljósu til að móta andlitið – þið fáið færslu um þá athöfn í næstu viku! Í kinnunum er ég svo með einn ferskju litaðan kinnalit frá Make Up Store – dásamlega frísklegur og fallegur!

hnotubrjóturdress10

Vörurnar sem ég notaði….

Augu: Eyestudio Mono frá Maybelline í litnum Ashy Wood, Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills fæst á nola.is, Color Riche eyeliner frá L’Oreal í svörtu, Master Precise eyeliner frá Maybelline og Dior Addict It-Lash frá Dior.

Húð: Studio Sculpt púður frá MAC, Diorskin Star farði frá Dior og Diorskin Star Concealer hyljari frá Dior og ferskjulitaður kinnalitur frá Make Up Store.

hnotubrjóturdress7 hnotubrjóturdress4

Augnhárin eru frá Tanya Burr – ég held að þessi séu mín uppáhalds af þessum 6 sem koma í sölu hér á Íslandi innan skamms, þau eru svo fullkomin og gefa mikla þykkingu og þéttingu á augnhárunum og eru voðalega ekta…

Tanya_Burr_Pretty_Lady_False_Eye_Lashes_1413991229hnotubrjóturdress3

Vara kombóið er líka frá vinkonu minni henni Tönyu – eða annar helmingurinn alla vega.

hnotubrjóturdress9

Ég byrjaði á því að grunna varirnar með Color Drama varalitablýanti í litnum Nude Perfection og yfir er það einn af varaglossunum hennar Tönyu sem heitir First Date. Blýanturinn er svo brúnn og mér finnst bleiki liturinn í glossinum alveg fullkomin með honum, hann highlightar varirnar fullkomlega svo þær verða voða fínar og þrýstnar.

hnotubrjóturdress6

Ég er voða ánægð með þetta lúkk – flott kvöldförðun og ég er að fara aðeins útúr mínum þægindaramma með svona mikilli förðun á föstudagskvöldi.

Hvernig líst ykkur á gerviaugnhárin? Ég er mjög spennt að kynna þau almennilega fyrir ykkur á næstu dögum ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sumar sendar sem sýnishorn, aðrar hef ég keypt. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Hátíðarförðun með Tanya Burr augnhárum

AuguÉg Mæli MeðJól 2014LúkkmakeupMakeup ArtistMaybellineVarir

Þá er komið að því að sýna ykkur almennilega frá hinni augnförðuninni sem ég sýndi þeim sem fylgja mér á Instagram fyrir nokkrum dögum. Förðunin er ætluð sem hugmynd fyrir ykkur að hátíðarförðun, hér nota ég vörur frá Maybelline svo heildarverðið á förðuninni sjálfri er í ódýrari kantinum en þetta eru allt vörur sem ég nota mjög mikið og þarna á meðal eru uppáhalds augnskuggarnir mínir tveir frá Maybelline sem ég er alltaf með í kittinu. Ég hef oft talað um það að verð og gæði fara sjaldan saman en Maybelline er merki sem mér þykir ótrúlega vænt um og ég fylgist alltaf vel með því.

En mig langaði um leið að sýna ykkur fleiri augnhár frá henni vinkonu minni Tönyu Burr. Eins og þið hafið vonandi lesið hér um fyrir ekki svo löngu síðan þá fór ég á fund hennar Tönyu í London til þess að fræðast um nýju augnhárin hennar sem eru væntanleg til landsins á allra næstu dögum – allt um sölustaði kemur síðar – augnhárin eru virkilega flott og ég er mikið búin að vera að prófa mig áfram með þau. Í bígerð er svo myndband þar sem ég kynni merkið aðeins, segi ykkur frá augnhárunum og pælingunum hennar Tönyu með þeim og svo nokkrir svona aukamolar með insider tipsum frá henni.

Hér sjáið þið lúkkið…

tanyaburr11tanyaburr6

Svo ég byrji nú að segja ykkur frá augnhárunum sem ég valdi að nota þá heita þau Bambi. Augnhárin gefa augunum dáldið svona dúkkulega umgjörð en þau bæði þétta, þykkja og lengja ásýnd augnháranna ykkar án þess að vera of mikið. Það er það sem ég fýla helst við þessi augnhár sem Tanya sendir frá sér – þau eru öll í settlegri kantinum og engin augnhár sem eru bara of mikið af hinu góða.

tanyaburr16

Bambi augnhárin gefa augunum dáldið kúpta umgjörð svo ef þið viljið það eða eruð með þannig augu og finnst þannig augnhár henta ykkur best þá eru þessi fyrir ykkur. Kúpta umgjörðin kemur vegna þess að augnhárin speglast um sig miðja. Þau byrja stutt, lengjast svo þegar nær dregur miðju og styttast svo þegar kemur að ytri augnkróknum.

tanyaburr2

Þegar ég set á mig gerviaugnhár þá er ég alveg búin að klára allt, ég er búin að gera eyeliner og meirað segja setja maskarann á mín augnhár. Svo kem ég gerviaugnhárunum vel fyrir eins þétt uppvið rót minna augnhára og ég get og set svo smá maskara á topp augnháranna og næ þannig að festa þau saman við gerviaugnhárin. Svo stundum þarf ég aðeins að laga til eyelinerinn – það er þá hest ef ég þarf að taka augnhárin af og festa þau aftur því þá kippist eyelinerinn með líminu ;)

Hér sjáið þið getur vörurnar sem ég notaði frá Maybelline í augnförðunina…

tanyaburr13

Eyestudio Mono augnskuggarnir eru komnir í nýjar umbúðir. Ég var rosalega stressuð þegar mono augnskuggarnir hættu í sölu hjá Maybelline núna í haust, ég vissi þó að von væri á nýjum en það er alltaf spurning hvort gömlu litirnir mæti aftur. Mínir uppáhalds mættu alla vega, matti brúni og matti svarti. Ég byrjaði á því að gera smoky augnförðun með brúna litnum sem heitir Ashy Wood. Liturinn er alveg mattur og kaldur brúnn litur en þrátt fyrir að vera mattur er hann mjúkur og ótrúlega auðvelt að vinna hann með hjálp Real Techniques förðunarbursta!

Svarti liturinn kom bara rétt í lokinnn, hann heitir Black Out og er alveg mattur svartur litur. Hann er ég með undir eyelinernum til að gera smá smoky áferð á hann og svo nota ég hann til að smudge-a til eyelinerinn sem er meðfram neðri augnhárunum til að koma í veg fyrir að hann yrði of hvass.

Þið vitið ekki hversu hoppandi kát ég var með að komast að því að þetta væru sömu gömlu litirnir mínir – því eins og ég get verið nýjungagjörn þá er ég mjög vanaföst með vörur sem skila alltaf flottri útkomu og ég get alltaf treyst á :)

tanyaburr14

Gyllti tónninn sem ég er svo með yfir augnlokunum er einn af nýju Color Tattoo augnskuggunum frá Maybelline þessi litur heitir On and On Bronze og er að koma svona sjúklega vel út. Hann er að koma miklu betur út en ég þorði að vona, ég hélt þetta yrði of mikið gull og glamúr en mér finnst mjög skemmtilegur stíll yfir þessum lit sem er mjög þéttur og sterkur og útkoman virkilega flott. Ég notaði Base Shadow Brush frá Real Techniques til að setja þennan lit yfir augnlokið og það gekk eins og í sögu!

tanyaburr9

Eyelinerinn er svo minn uppáhalds Master Precise blauti eyelinertússinn frá Maybelline sem er svo þægilegt að vinna með en hann er með svo löngum oddi svo það er auðvelt að laga eyelinerinn til þó svo gerviaugnhárin séu komin á. Ég hef heyrt um að margar séu ekki nógu ánægðar með að hann þorni hratt upp – sérstaklega oddurinn á burstanum. Ég var það líka en svo prófaði ég mig bara áfram og ef þið þrýstið svampburstanum á handabakið ykkar þá streymir liturinn út og þið bara veltið oddinum uppúr litnum og þá verður hann eins og nýr. Ég á þennan penna alltaf í þónokkra mánuði í senn og kaupi hann aftur og aftur. Ég nota líka þennan eyeliner til að setja inní augun – ég elska hvernig liturinn lekur aðeins niður meðfram neðri augnhárunum og ýtir undir smokey áferðina.

Maskarinn sem ég er með er svo GO EXTREME LEATHER BLACK frá Maybelline, mér fannst hann tilvalinn fyrir þessa augnförðun.

tanyaburr3

Að lokum eru það svo varirnar en hér er það að sjálfsögðu Color Drama varaliturinn í litnum Berry Much sem er minn allra uppáhalds af þeim litum. Þetta er einn af varalitablýöntunum sem ég sýndi ykkur ekki fyrir svo löngu. Þessi dökki litur sem verður alveg mattur eins og hinir seldist hratt upp en er kominn aftur og er reyndar að seljast mjög hratt líka núna. Þessi er fullkominn hátíðarlitur og smellpassar í jólagjafir t.d. fyrir vinkonurnar, því hann er á mjög passlegu verði líka.

tanyaburr4

Það verða fleiri, fleiri, fleiri hátíðarfarðanir og myndbönd og jólagjafahugmyndir núna á næstunni, ég er alveg að fýla þetta hátíðarþema mitt í botn þessa dagana og í næstu viku fáið þið svo auk augnháravideosins að sjá hátíðarfarðanir frá Dior og Smashbox – báðar hátíðarlínurnar eru komnar í verslanir og þið verðið að kíkja á þær!

Góða helgi yndi :*

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Föstudagslúkkið með Modelrock Lashes

Lífið MittLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Eins og ég sagði ykkur frá fyrir ekki svo löngu plataði hún Karin vinkona mín sem er með vefverslunina nola.is mig til að koma í smá förðun hjá henni. Tilefnið var að prófa nýju aunghárin hennar frá Modelrock og líka bara að prófa að gera eitthvað kreisí flotta förðun – þetta var útkoman og hún er svo sannarlega tryllt!

HÉR finnið þið færsluna sem ég var búin að setja inn og sýna lúkkið aðeins.

modelrock2

En eins og ég sagði þá var tilefnið að miklu leyti til að prófa þessi tryllingslega flottu augnhár hennar Karinar. Þetta er mjög flott merki og það sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt er að það er hægt að fá augnhárin í tvenns konar umbúðum. Svona aðeins veglegri pakkningum sem þið sjáið mynd af hér aðeins neðar en hér beint fyrir neðan sjáið þið mynd af ódýrari pakkningunum sem eru bara ótrúlega mátulegar og passlegar t.d. fyrir okkur makeup artistana því þessar pakkningar taka aðeins minna pláss :)

modelrock

Karin var svo yndisleg að gefa mér augnhár frá merkinu sínu í afmælisgjöf – ég er voða lukkuleg með svona flottar förðunarafmælisgjafir!

modelrock9

Þetta er náttúrulega bara aðeins of flott förðun hjá henni vinkonu minni og það er alltaf gaman að fá að setjast í förðunarstól hjá svona reynslubolta eins og henni Karin minni :)

modelrock8

Ég fékk þónokkrar spurningar um hvað hún var að nota á mig og ég fékk lýsingar á nokkrum vörum til að deila með ykkur.

Til að undirbúa húðina fékk ég æðislegt dekur með vörunum frá Skyn Iceland – ég fékk augnpúða og allt saman, þetta var æðislegt :)

Það voru margar sem spurðu hvaða farða Karin notaði en hún notaði Temptu airbrush farða sem fæst nú hjá henni Eygló í Mood Makeup School. Mig hefur lengi langað til að eignast alvöru græju frá Temptu og vonandi rætist sá draumur kannski á næstunni – ég krosslegg fingur :) En til að ná sömu áferð ættuð þið kannski að skoða farða eins og Encre de Pau frá YSL eða BareSkin frá BareMinerals – þeir gefa dáldið svipaða áferð.

Húðin: Pure Cloud Cream (Skyn) & Temptu Airbrush, Matte Bronze (MAC) & Sculpt&Shape (MAC) & Pínu Pink Broze pigment í kinnar.

Augu: Blackground Paint pot, shadowy Lady, Pink Bronze Pigment, Malt & Blacktrack Gelliner alt frá MAC

Varir: The Nude Slip gloss frá Sara Happ – þessi er trylltur!

modelrock7

Augnhárin sem Karin notaði eru svo #WSP frá ModelRock sem er nýja augnháramerkið sem hún Karin var að taka í sölu inná nola.is. HÉR finnið þið þessi augnhár sem kosta 1.290kr ;)

Mér líst svakalega vel á þessi augnhár sem eru 100% human hair sem er kostur því augnhárin eru eðlilegri og mýkri og því miklu þægilegri bæði noktun og að hafa á augunum af því þau eru léttari en önnur. Hér getið þið skoðað úrvalið af augnhárunum á nola.is – MODELROCK LASHES.

Þegar þið veljið ykkur augnhár er gott að hafa í huga hvernig lögun augun ykkar eru með – eða hvernig lögun þið viljið að þau hafi. Ef þið eruð t.d. með kringlótt augu og eruð með förðun í þeim stíl hentar best að nota augnhár sem eru jöfn – þ.e. þau lengjast ekki út við ytri augnlokunum. Þá eru augnhárin styttri við augnkrókana en lengri yfir miðjum augunum. Ef þið viljið svo að augun ykkar séu meira möndlulaga eða eruð með meiri svona cat eye förðun þá mæli ég frekar með augnhárum sem verða lengri eftir því sem nær dregur ytri augnlokunum.

Svo er að sjálfsögðu hægt að nota stök augnhár sem koma í nokkrum stærðum í pakka þá getið þið raunverulega búið til ykkar augnhár með þeirra hjálp. Svo er ég alltaf sérstaklega hrifin af hálfum augnhárum þau eru svo fullkomin og passleg og mjög flott sérstaklega fyrir brúðir.

Þegar þið notið gerviaugnhár er tvennt sem er mikilvægt að passa uppá það er að passa að augnhárin séu ekki of löng – oftast þarf að stytta þau aðeins með því að klippa þau til og passið að klippa alltaf að endanum sem leggst uppvið ytri augnlokin. Annað er að leyfa líminu að þorna!!! Þetta er eitt það mikilvægasta með augnhárin en límið þarf að vera smá stamt svo þau festist strax þegar þið leggið þau upp við augnlokin ykkar. Ég nota helst Duo límið en Karin fékk reyndar sérstakt lím með sínum augnhárum sem ég hlakka til að prófa.

10727655_406132099540590_1884647095_n

Gerviaugnhár má nota oft – sérstaklega gæða mikil augnhár eins og þessi sem eru svona úr ekta hárum. En þegar þið takið þau af þá finnst mér best bara að kippa þeim hratt af. Ef ykkur finnst það óþægilegt þá getið þið notað eyrnapinna með olíu augnhárahreinsi til að ná upp líminu og þá nást þau auðveldlega af. Þrífið svo bara límið af augnhárunum og þrífið maskarann af þeim – þ.e. ef þið setjið maskara á gerviaugnhárin, komið þeim aftur fyrir í boxinu eins og þau voru ný og geymið þar til þið þurfið þau næst. Augnhár get ég alveg með góðu móti notað 5x alla vega :)

Takk fyrir dekrið elsku vinkona og góða helgi til ykkar allra!

EH

London dress & förðun #3

Annað DressÍslensk HönnunLífið MittMakeup ArtistStíll

Fimmtudagurinn minn í London var alveg fullkominn dagur. Ég byrjaði að sjálfsögðu að arka um alla London borg – ég labbaði eiginlega yfir mig því ég fann mikið til í löppunum daginn eftir.

Seinni partinn hitti ég svo Írisi Björk vinkonu mína sem er nýútskrifuð úr tískuljósmyndun í London og saman héldum við á Sanderson hótelið þar sem Tanya Burr beið okkar. Ég spjallaði aðeins við dömuna um líf hennar, ferilinn og að sjálfsögðu förðunarvörurnar hennar. Um kvöldið var svo haldið uppá förðunarvöru nýjungina hennar í skemmtilegum sal á hótelinu.

Hér sjáið þið dressið sem ég klæddist…

_MG_1683-copy

Andrea mín lánaði mér þessa dásamlegu kögurslá sem hún var með í tískusýningunni sinni. Ég hef dáðst að henni og var mjög lukkuleg þegar hún bauð mér hana í láni. Sláin vakti líka mikla athygli og ég var voða montin þegar ég sagði frá því hvaðan hún væri.

_MG_1687-copy

Partýið var mjög skemmtilegt og vel heppnað, þar var að finna glæsilegar veitingar, sjúklega flottan photobooth og alls konar áhugavert fólk sem gaman var að spjalla við þar á meðal voru að sjálfsögðu Pixiwoo systurnar. Margir í partýinu voru búnir að bíta það í sig að ég væri bloggari frá Finnlandi – einhver misskilningur hjá PR liðinu sem skipulagði partýið – það var samt dáldið fyndið að þegar ég leiðrétti þann misskilning og útskýrði að ég væri frá Íslandi fannst fólki ég miklu meira spennandi. Ísland var miklu meira spennandi í þeirra eyrum og ég fann það líka á t.d. afgreiðslufólki og hótelstarfsmönnum sem spurðu mig forvitin hvaðan hreimurinn minn kæmi. Ég sem vonaði svo innilega að ég talaði eins og innfæddur Breti – það geri ég greinilega ekki :)

_MG_1682-copy

Slá: Kögurslá frá AndreA Boutique

Kimono: Fallegi blómakimonoinn frá AndreA Boutique

Buxur: Uppháar svartar buxur frá Lee fást í AndreA Boutique

Hlýrabolur: með pleather hlýrum frá VILA

Skór: Ökklastígvél frá Camillu Pihl fyrir Bianco

londonsaman

Förðunin sem ég skellti í var einföld og það eina sem ég breytti raunar frá degi til kvölds var að ég bætti við á augun, setti ljósari varalit og skellti á mig augnhárum.

Varaliturinn sem ég er með er frá Maybelline og er einn af Color Drama litunum sem þið sjáið alla HÉR. Þessi heitir Nude Perfection og er nr. 630.

londonaugnhár2

Hér sjáið þið augnhárin mín – jebb þetta er nýja förðunarvaran eða kannski frekar förðunarfylgihluturinn frá Tönyu sem er væntanlegur til landsins ásamt fleiri týpum að sjálfsögðu. Þegar ég hitti Tönyu sagði hún mér allt um augnhárin, pælinguna á bakvið þau og hvernig þau urðu til. Meira um það seinna og annars staðar :)

londonaugnhár

Augnhárin sem ég hef prófað er mjög þægilegt að nota, þau eru stíf en ekki hörð, svo þau eru ekki of lin svo það er auðvelt að festa þau á. Límið sem kemur með virkar mjög fínt og það verður alveg glært eins og röndin sem er lögð uppvið augnhárin sem er alveg glær. Ég elska augnhár sem eru þannig.

Ég hlakka til að sýna ykkur öll augnhárin, gera sýnikennslur og segja ykkur betur frá Tönyu Burr :)

Takk fyrir mig London – vá hvað ég hlakka til að koma sem fyrst aftur í heimsókn!

EH

p.s. eruð þið búnar að taka eftir pin it takkanum á myndunum á Trendnet – nú getið þið pinnað ykkar uppáhalds myndir á Pinterest – jeijj!! Svo er líka kominn deila takki við hliðiná Facebook like takkanum svo endilega deilið þeim færslum á Trendnet sem ykkur líst vel á :***

Glamúr lúkk fyrir helgina

AugnskuggarAuguLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég er nú ekki þekkt fyrir að taka svakaleg glamúr lúkk fyrir á blogginu en ég skellti í eitt all svakalegt núna um daginn – við erum að tala um gerviaugnhár og þykkan eyeliner og glossy varir – allur pakkinn. Gerviaugnhárin sem mig langaði að prófa hrópuðu eiginlega á það að ég myndi taka lúkkið við þau alla leið…

sleekglamúr12 sleekglamúr14

… og lokuð augu – þetta er dáldið ýkt en þetta er glamúr svo það hlýtur að vera í lagi :)

sleekglamúr6

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði. Úrvals vörur frá Sleek sem ég fékk til að prófa. Face Form pallettan er auðvitað bara snilld og hún er væntanleg aftur :)

Augnskuggapallettan er Arabian Nights en hún er því miður uppseld. HÉR getið þið séð úrvalið af augnskuggapallettunum en þær eru virkilega flottar og augnskuggarnir eru mjög góðir og það er gott að vinna með þá.

Glossið er nude og pensillinn sem er með glossinu er flatur og langur og það er mjög þægilegt að nota þau. Þetta er svona ekta hvers dags gloss og líka flott við svona glamúr augnförðun og þegar þetta er svona svakalegt glamúr þá er aðeins of mikið að vera líka með áberandi varir. Glossinn heitir Gloss Me Angel Falls.

sleekglamúr13

Mér finnst alltaf mjög mikilvægt að byrja á því að setja maskara á augnhárin mín áður en ég set gerviaugnhárin á. Svo þegar augnhárin eru komin á og vel föst set ég aðra umferð af maskaranum á augnhárin og maskara þannig augnhárin saman. Hér er ég með maskara frá Sleek líka – þetta er næstum bara Sleek lúkk en vörurnar koma mér sífellt meira og meira á óvart – svo er Heiðdís erm er með vörurnar algjör snillingur! En maskarinn heitir Lethal Length.

sleekglamúr5

Hér fyrir ofan sjáið þið nærmynd af litunum úr pallettunni sem voru í aðalhlutverki. Ég notaði þrjá liti – plómulitinn sem er þriðji frá vinstri í neðri línunni er í skyggingunni. Bleiki liturinn í efra horninu vinstra megin er grunn liturinn og svo notaði ég gyllta litinn við hliðiná honum til að highlighta aðeins augnförðunina. Plómulitinn setti ég líka meðfram neðri augnhárunum.

sleekglamúr11

Augnhárin frá Social Eyes heita Delight og fást HÉR. Þau eru dáldið skemmtileg því þau eru rosalega þétt og ytri helmingurinn þeirra er tvöfaldur. Augnhárin eru mjög þægileg í notkun en það er auðvitað mikilvægt að stytta þau aðeins því annars eru þau alltof löng – alla vega fyrir mín augu. Ég nota svo alltaf Duo lím til að líma augnhárin.

Ég er búin að vera að nota Social Eyes augnhárin í brúðarfarðanir í sumar og þau eru að koma hrikalega vel út. Ég er hrifnust af augnhárunum Dazzle fyrir brúðirnar því þau eru mjög einföld og láta bara augnhárin ykkar virðast lengri – þau eru bara frekar ósýnileg.

sleekglamúr9Mér fannst svo eiginlega möst að vera með svona frekar mikið þykkan eyeliner við þessi svakalegu augnhár. Ég er með Superliner Slim frá L’Oreal.

Ég verð svo að mæla með skemmtilegum leik sem Elín Erna er með á facebook siðunni sinni Elín Likes – ef þið eruð ekki að fylgjast með hennar síðu bætið henni þá á rúntinn ykkar – æðislega klár og flott stelpa:) En í tilefni afmælis bloggsins hennar fór hún í samstarf með Sleek og Social Eyes og ætla þær Heiðdís sem er með þau merki að gleðja lesendur með vörum frá merkinu:)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

17. júní lúkk

AuguBiothermEyelinerFörðunarburstarInnblásturLancomeLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuReal TechniquesShiseidoYSL

Fyrst og fremst vil ég byrja á því að óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn okkar! 17. júní er dagur sem mér þykir svo vænt um því hann hafur alltaf snúist um hjá mér að eyða tíma með fjölskyldunni minni. Þetta er í annað sinn sem ég eyði deginum með stráknum mínum og í þetta sinn er hann kannski aðeins meiri þáttakandi heldur en í fyrra. Ég hlakka mikið til að eyða deginum með honum og Aðalsteini og ég vona að þið njótið dagsins líka með ykkar fólki.

Í gær ákvað ég allt í einu að gera smá þemaförðun til að deila með ykkur á þessum æðislega degi! Innblásturinn er að sjálfsögðu þessi stórskemmtilegi dagur og litina sem einkenna förðunina sæki ég í íslenska fánann. Blár eyeliner með spíss, hvítur augnskuggi og rauðar varir – það gerist varla þjóðlegra en þetta…

17júní

Ég setti hvíta augnskugga yfir allt augnlokið og í kringum innri augnkrókinn og aðeins undir augnhárin. Svo bjó ég til eyelinerlínuna og af því ég er með eyelinerblýant þá dró ég út spíss með því að nota Silicone Eyeliner burstann frá Real Techniques. Svo setti ég nóg af maskara og ákvað að nýta tækifærið og prófa almennilega loksins augnhárin frá Red Cherry – þau eru virikilega falleg og þæginlegt að nota þau! Svo setti ég enn meiri maskara á augnhárin. Ég notaði mjög ljósan varablýant til að móta varirnar og setti svo þennan fallega rauða varalit yfir þær.

17júní4

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að gera förðunina:

17júnícollage

Skin Best CC krem frá Biotherm – Rouge in Love varalitur frá Lancome nr. 181N – Baby Doll kinnalitur frá Yves Saint Laurent – Shiseido Sheer Eye Zone Corrector – Augnhár nr. 747 frá Red Cherry fást HÉR – Hvítur sanseraður mono augnskuggi frá L’Oreal – Volume Million Lashes frá L’Oreal – Shiseido Natural Eyebrow Pencil – Silicone Eyeliner Brush frá Real Techniques – Graceful varablýantur frá Make Up Store – Color Riche eyelinerblýantur í Navy Bláu frá L’Oreal.

17júní2 17júní3

Eigið frábæran dag í dag kæru, yndislegu lesendur***

EH