fbpx

17. júní lúkk

AuguBiothermEyelinerFörðunarburstarInnblásturLancomeLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuReal TechniquesShiseidoYSL

Fyrst og fremst vil ég byrja á því að óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn okkar! 17. júní er dagur sem mér þykir svo vænt um því hann hafur alltaf snúist um hjá mér að eyða tíma með fjölskyldunni minni. Þetta er í annað sinn sem ég eyði deginum með stráknum mínum og í þetta sinn er hann kannski aðeins meiri þáttakandi heldur en í fyrra. Ég hlakka mikið til að eyða deginum með honum og Aðalsteini og ég vona að þið njótið dagsins líka með ykkar fólki.

Í gær ákvað ég allt í einu að gera smá þemaförðun til að deila með ykkur á þessum æðislega degi! Innblásturinn er að sjálfsögðu þessi stórskemmtilegi dagur og litina sem einkenna förðunina sæki ég í íslenska fánann. Blár eyeliner með spíss, hvítur augnskuggi og rauðar varir – það gerist varla þjóðlegra en þetta…

17júní

Ég setti hvíta augnskugga yfir allt augnlokið og í kringum innri augnkrókinn og aðeins undir augnhárin. Svo bjó ég til eyelinerlínuna og af því ég er með eyelinerblýant þá dró ég út spíss með því að nota Silicone Eyeliner burstann frá Real Techniques. Svo setti ég nóg af maskara og ákvað að nýta tækifærið og prófa almennilega loksins augnhárin frá Red Cherry – þau eru virikilega falleg og þæginlegt að nota þau! Svo setti ég enn meiri maskara á augnhárin. Ég notaði mjög ljósan varablýant til að móta varirnar og setti svo þennan fallega rauða varalit yfir þær.

17júní4

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að gera förðunina:

17júnícollage

Skin Best CC krem frá Biotherm – Rouge in Love varalitur frá Lancome nr. 181N – Baby Doll kinnalitur frá Yves Saint Laurent – Shiseido Sheer Eye Zone Corrector – Augnhár nr. 747 frá Red Cherry fást HÉR – Hvítur sanseraður mono augnskuggi frá L’Oreal – Volume Million Lashes frá L’Oreal – Shiseido Natural Eyebrow Pencil – Silicone Eyeliner Brush frá Real Techniques – Graceful varablýantur frá Make Up Store – Color Riche eyelinerblýantur í Navy Bláu frá L’Oreal.

17júní2 17júní3

Eigið frábæran dag í dag kæru, yndislegu lesendur***

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Sumarhúð!

Skrifa Innlegg