DRESS: 17 júní

DRESS

Gleðilega hátíð kæru lesendur. Það hefði eflaust verið betra að koma með dresspóst í byrjun dags en ekki svona rétt fyrir svefninn á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Ég hefði þurft að benda ykkur á að við klæðumst auðvitað í stíl við fánalitina ;) Allavega ég, en alveg óvart samt ..

//

Today is the Independence day here in Iceland – 17th of June. Today’s dress is of course in the Icelandic flag colors ;)

 
 Samfestingur: Gina Tricot
Buxur: H&M Trend
Skór: Calvin Klein

Vonandi áttuð þið góðan dag í ágætu íslensku rigningunni.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

17 JÚNÍ

DAGSINSDRESS

English Version Below

 

 

13487781_10153823184512568_1205700154_n 13480213_10153823184502568_1904171258_n 13474022_10153823184447568_345182027_n   13479798_10153823184492568_1234915339_n

 

Gleðilegur Þjóðhátíðardagur með uppáhalds litla fólkinu mínu fór fram innandyra í Hörpu þetta árið.
Gott kaffi – fullt af plássi til að hlaupa um – og þetta íslenska útsýni gaf mér gleði í hjartað.

 

13459706_10153823184467568_1120550744_n

 

 

Alba:
Kjóll: Iglo+Indi, Leggings: Iglo+Indi, Skór: Hunter

13454067_10153823184472568_31735671_n

Kápa/Dress: VeroModa

Ég notaði nýja kápu sem kjól – það kom skemmtilega vel út.

Nú er það smá dans með bestu vinkonum …
Njótið dagsins og kvöldsins með ykkar fólki!

//

Today we celebrate Independence day here in Iceland. A little bit earlier this was my view – family and the ocean.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

OUTFIT

OUTFITPERSÓNULEGT

Í dag er merkum áfanga fagnað, 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Til hamingju kæru konur og karlar, ég er stolt af því að fagna þessum degi í dag.

Miðvikudagurinn var heldur betur ljúfur og þjóðhátíðardeginum var fagnað. Það er alltaf jafn notalegt að rölta með fjölskyldunni niður í bæ og setjast á kaffihús. Langþráð quality time en fjölskyldan hefur verið út og suður um allan heim síðustu vikurnar.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset
Buxur: Allsaints
Skyrta: Allsaints
Kögurjakki: Zara
Leðurjakki: Urban Renewal
Skór: Jordan 1
Derhúfa: the North Face

Þið takið kannski efir því að leðurjakkinn er í uppáhaldi hjá mér. Hann einfaldlega passar við allt og er ótrúlega þægilegur. Svo er derhúfuæðið mitt einnig komið á næsta level.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Aron:
Peysa: Polo Ralph Lauren
Buxur: Topman
Skór: Nike
Sólgleraugu: Gleraugað (bláu húsunum við Faxafen)

Ég heimtaði að fá að taka myndir af Aroni litla bróður mínum. Hann er mikið fyrir að skoða og kaupa sér föt. Ég stelst mjög oft í fötin hans og hann meira að segja stelst í jakka og húfur af mér.

Processed with VSCOcam with f2 presetProcessed with VSCOcam with f2 presetSystkinin

 

Ég vona að þið eigið góða helgi

xx
Andrea Röfn

!! FATAMARKAÐUR 17.JÚNÍ !!

ATBURÐIRFATNAÐUR11261840_10153442909321204_1642987345_o
11259733_10153442909866204_1886158586_o Öll fötin á myndunum verða til sölu!

Við Sveinsdætur – með Hönnu Soffíu, Þórdísi Björk og Indy Yansane ætlum að vera með fatamarkað á Prikinu þann 17. júní! Ásamt markaðnum verður BLOKK partý á Prikinu þennann daginn! Við erum búnar að hreinsa vel út úr fataskápunum og verðum með allskonar næs dót – föt/skó/aukahluti.  Markaðurinn byrjar 11 og verður til 18.

CASH ONLY

Fullt af næs vintage fatnaði – kaldur bjór og góðir tónar!

//Irena

DAGSINS

DAGSINSLÍFIÐ

HÆ & HÓ ….
Ísland – Best í heimi!!
Úff .. þvílík rigning sem Þjóðhátíðardagurinn býður okkur uppá.

photo 1 photo 2 photo 3

Við fjölskyldan sátum lengst af inni í Hörpu – því fallega húsi. Við létum þó ekki dropana slá okkur út af laginu og þrömmuðum um 101 fram eftir degi. Hér sit ég svo og rita niður línur með blautar tásur. Kannski eru fleiri í sömu stöðu þar.
Ég held að ég láti þetta nægja í dag. Gleðilega hátíð til ykkar allra. Vonandi áttuð þið góðan dag með fólkinu ykkar.

xx,-EG-.

17. júní lúkk

AuguBiothermEyelinerFörðunarburstarInnblásturLancomeLífið MittlorealLúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuReal TechniquesShiseidoYSL

Fyrst og fremst vil ég byrja á því að óska ykkur öllum innilega til hamingju með daginn okkar! 17. júní er dagur sem mér þykir svo vænt um því hann hafur alltaf snúist um hjá mér að eyða tíma með fjölskyldunni minni. Þetta er í annað sinn sem ég eyði deginum með stráknum mínum og í þetta sinn er hann kannski aðeins meiri þáttakandi heldur en í fyrra. Ég hlakka mikið til að eyða deginum með honum og Aðalsteini og ég vona að þið njótið dagsins líka með ykkar fólki.

Í gær ákvað ég allt í einu að gera smá þemaförðun til að deila með ykkur á þessum æðislega degi! Innblásturinn er að sjálfsögðu þessi stórskemmtilegi dagur og litina sem einkenna förðunina sæki ég í íslenska fánann. Blár eyeliner með spíss, hvítur augnskuggi og rauðar varir – það gerist varla þjóðlegra en þetta…

17júní

Ég setti hvíta augnskugga yfir allt augnlokið og í kringum innri augnkrókinn og aðeins undir augnhárin. Svo bjó ég til eyelinerlínuna og af því ég er með eyelinerblýant þá dró ég út spíss með því að nota Silicone Eyeliner burstann frá Real Techniques. Svo setti ég nóg af maskara og ákvað að nýta tækifærið og prófa almennilega loksins augnhárin frá Red Cherry – þau eru virikilega falleg og þæginlegt að nota þau! Svo setti ég enn meiri maskara á augnhárin. Ég notaði mjög ljósan varablýant til að móta varirnar og setti svo þennan fallega rauða varalit yfir þær.

17júní4

Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði til að gera förðunina:

17júnícollage

Skin Best CC krem frá Biotherm – Rouge in Love varalitur frá Lancome nr. 181N – Baby Doll kinnalitur frá Yves Saint Laurent – Shiseido Sheer Eye Zone Corrector – Augnhár nr. 747 frá Red Cherry fást HÉR – Hvítur sanseraður mono augnskuggi frá L’Oreal – Volume Million Lashes frá L’Oreal – Shiseido Natural Eyebrow Pencil – Silicone Eyeliner Brush frá Real Techniques – Graceful varablýantur frá Make Up Store – Color Riche eyelinerblýantur í Navy Bláu frá L’Oreal.

17júní2 17júní3

Eigið frábæran dag í dag kæru, yndislegu lesendur***

EH

Sautjándinn

Annað DressLífið MittTinni & Tumi

Gærdagurinn var næstum fullkominn – vantaði bara sólina. Við fjölskyldan skemmtum okkur ótrúlega vel þrátt fyrir mannmergð og strumpablöðru sem var föst við vanginn hans Tinna og slóst reglulega í andlitið á okkur. Ég bara varð að kaupa eina blöðru fyrir soninn. Hér eru örfáar myndir af þeim mörgu sem voru teknar – hinar passa bara betur í fjölskyldualbúmið heima en hér:)

Ég er alveg viss um að Tinni verður ánægður seinna að eiga mynd af sér með Sollu – hann var voða hissa á henni í ár.

Ég ákvað að vera vel klædd og ég sé ekki eftir því. Íslenska ullin hélt á mér hita allan daginn og skórnir björguðu fótunum. Buxurnar áttu sérstaklega vel við – í fánalitunum;)

Kápa: Farmers Market – Kisan
Trefill: Vík Prjónsdóttir – Geysir
Innanundir kápa: H&M
Buxur: Zara – eBay
Skótr: Nike Free 4.0 – Nikeverslun.is

Það verður eflaust meira fjör á næsta ári þegar sonurinn fær að ráða dagskránni. Þá munum við líklega byrja í brúðubílnum – ég er strax orðin spennt;)

EH

LÍFIÐ

LÍFIÐ

17 júní í myndum.

Það er mjög tilvalið fyrir Íslendinga sem að eru búsettir erlendis að kíkja í heimsókn til Íslands á 17 júní. Þar mætir maður niður í bæ og fær að hitta mikið af sínu fólki allt á einum stað.

Góður dagur.

20 19 7

Ingibjörg –
Pels: TopShop
Bolur: Monki
Buxur: GinaTricot
Skór: Nike

9 10

Fjölskyldumynd –

11 14

Þessi rjúkandi heiti kaffibolli var nauðsynlegur á ískalda 17 júní –

6 12 13 4 5

Alba –
Kápa: Monoprix
Blússa: Ígló
Hárband: Kristjana
Pils: Zara
Skór: Superga

15 16 8 17

Blómarósin hún Þyri –

18 1 3 2 1

Hattur: SecondHand
Leðurjakki: H&M Trend
Bolur: Zara
Blazer: Nostalgía – ný kaup
Stuttbuxur: Levi´s
Skór: JC

Góðar stundir.

xx,-EG-.

Jibbí Jeijj!

Lífið Mitt

Kæru lesendur – Gleðilega Hátíð!Ég vona svo sannarlega að þið njótið dagsins það ætla ég mér að gera með yndislegu strákunum mínum og þessum krúttlega litla bróður mínum, mágkonu og foreldrum okkar. Það er búinn að ríkja mikill spenningur á mínu heimili fyrir þessum degi sérstaklega fyrir því að fá að kaupa helíumblöðru fyrir soninn:):)

Njótið ykkar með ykkar nánustu og sjáumst í bænum!

Dagskránna í Reykjavík finnið þið HÉR

EH

MUST HAVE

Uncategorized

Mig dreymir um þetta “cape” frá Jason Wu.
Féll fyrst fyrir því á pöllunum en svo í þetta sinn minnti Diane Kruger mig á það.


 Jason Wu FW12

Ó það fagra.
I wish.

xx,-EG-.