fbpx

DRESS – 17.JÚNÍ

AndreADRESSÍSLENSKT

HÆ HÓ JIBBÍ JEI ÞAÐ ER KOMIN 17.JÚNÍ !

Til hamingju með daginn kæru Íslendingar.  Þvílík helgi.  “Þjóðbúningur” bæði laugardag & sunnudag.

Ég hef undanfarin ár farið í “sparifötin” á 17.Júní og væri til í að sjá miklu fleiri konur gera það líka.  Í Hafnarfirði hefur skapast hefð fyrir því að konur /fólk  hittist í þjóðbúningunum sínum og labbi saman í skrúðgöngu að hátíðarhöldunum.  Mér finnst æðislegt að sjá þessa fallegu búninga fá að koma út og vera notaðir.  Það er þvílík fegurð og vinna í sumum þeirra og gaman að halda á lofti heiðri þeirra kvenna sem saumuðu þá.

Ég er heppin að passa í gömul peysuföt og upphlut sem geymst hefur í fjölskyldunni og fæ þau lánuð á dögum eins og í dag.

Í dag er ég í upphlut og dásamlega fallegri skyrtu sem var handsaumuð fyrir 60 árum.  Í dag fór ég ekki á nein hátíðarhöld af því að ég er búin að vera hálf slöpp, ég fór samt í upphlutinn og var í honum í dag og verð í honum fram á kvöld.  Ég læt ekki þetta eina tækifæri á ári fram hjá mér fara, ég eeeeeelska að klæða mig upp í þessi fallegu föt.


Þvílík fegurð ! Það hafa margir spurt mig út í skyrtuna en hún er 60 ára gömul, skyrtan og skrautið (snúru/vafningsmunstrið) er allt handgert í Hafnarfirði.


Maður er að sjálfsögðu í landsliðssokkunum undir herlegheitunum enda þjóðarstoltið í botni akkúrat núna :)

Skotthúfuna fékk ég í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum,  ég er mega montin af því að eiga mína eigin skotthúfu ♡

Það þarf að varðveita, lagfæra og passa vel upp á þessar fallegu flíkur.  Ég saumaði upp faldinn á pilsinu í gær þar sem að hann var aðeins byrjaður að losna, ég var að sjálfsögðu í landsliðstreyjunni & tilheyrandi.  Sennilega hef ég aldrei verið stoltari af því að vera Íslendingur og jafn peppuð í þessa búninga. HÚH

Landsliðstreyjan
Trefill: Ísland VS Argentína hannaður af syni mínum og vinum hans.
Jakki; J.Crew 
Stafamen: SP / AndreA
Skór: Billibi / Gs skór
Sólgleraugu: Gucci / Optical studio
Sokkar: MP / AndreA

Myndirnar hér að neðan eru svo frá 17. Júní síðustu ár.

Peysuföt 2016

Upphlutur 2017

2017

2017

2016

2015

17. júní í Hafnarfirði 2015

Hér sjáið þið alsæla Andreu í barna-upphlut sem elsku Anna Gotta, amma mín heitin  saumaði, en hún saumaði fötin á okkur öll frændsystkinin.

Ömmur eru bestar, ég sakna þess svo að eiga ekki ömmu, þið sem eigið ömmu nýtið tímann ykkar vel ♡

Gleðilegan þjóðhátíðardag
xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

"MUST HAVE" Í SÓLINA EÐA "MUST HAVE SÓL" ?

Skrifa Innlegg