fbpx

17. JÚNÍ

DRESSÍSLAND

17. júní …
Dagurinn sem ég fer í sparifötin :)
Ég elska þessa hefð sem ég hef haldið í undanfarin ár.  Ég á hvorki peysuföt né upphlut ennþá (það er á fimm ára planinu) en ég fæ lánað hjá góðum konum í kringum mig.  Ég er samt aðeins farin að safna og á t.d skotthúfu og núna þessa æðislegu plíseruðu svuntu :)

Það sem er þó í mestu uppáhaldi hjá mér við þennan upphlut er þessi tryllta skyrta.  Ég talaði um hana HÉR fyrir akkúrat ári síðan en hún er 60 ára gömul, handgert meistaraverk frá Hafnarfirði.

Gleðilega þjóðhátíð
LoveLove

AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus

SUMARSALAT

Skrifa Innlegg