fbpx

SUMARSALAT

MATUR

SUMARSALAT …
Þetta salat hefur fylgt okkur fjölskyldunni lengi, við gerum það allt árið en á sumrin er það sérstaklega vinsælt.  Þetta er líka sú uppskrift sem ég hef oftast sent vinkonum mínum þannig að hér er hún …


1 x haus kínakál
1 x búnt vorlaukur
1 x mangó (val)
1/2 poki möndluflögur
2 pakkar núðlur (mylja niður)
1 dl sesamfræ
(stundum bæti ég við chia fræjum, valhnetum eða pecan hnetum bara eftir því hvað ég á hverju sinni)
* Núðlur – möndlur og sesamfræ eru ristuð saman á pönnu.

DRESSING
1/4 bolli borðedik
3 msk sykur
1/2 bolli matarolía
2 msk soya sósa
(allt soðið saman og kælt)

Stundum hef ég bara salatið eitt og sér en það er mjög gott þannig en oftast ber ég það fram með nautakjöti (það er vinsælt hjá strákunum mínum) eða kjúkling.


Bon appétit

AndreA

Instagram @andreamagnus

 

GLJÁANDI HÚÐ VIÐ SUMARKJÓLANA

Skrifa Innlegg