fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans: Sumarhúð!

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsSS14

Það kemur eflaust fáum ykkar á óvart að ég er ekki ein af þeim sem æfir af kappi í ræktinni til að verða sér útum bikiní líkama fyrir sumarið – ég er voða kærulaus þegar kemur að einhverju svoleiðis. En þegar kemur að því að koma húðinni í gott jafnvægi til að fá fallegan lit sem endist lengi og næra húðina vel í sólinni þá fæ ég toppeinkun! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum tipsum til að gera húðina reddí fyrir sumarfríið.

Undirbúningur er mikilvægur sama hvort þið eruð að fara til sólarlanda eða bara setja á ykkur sjálfbrúnkukrem til að vera með fallegan lit á húðinni í sundi. Húðskrúbbur er möst fyrir hvert baðherbergi til að pússa húðina, fegra yfirborð hennar og fyrst og fremst hjálpa húðinni að endurnýja sig og losa sig við dauðar húðfrumur.

sumarhúð4

 Myndatextinn: „Það er alltaf gott að hafa í huga að nota góðan líkamsskrúbb einu sinni í viku til að hjálpa húðinni að endurnýja sig. Mér finnst alltaf best að vera með skrúbb í sturtunni svo ég gleymi alveg örugglega ekki að nota þá. Eftir því sem við eldumst hægist á endurnýjun húðarinnar og því er enn mikilvægara að muna eftir skrúbbunum. Þegar þið eruð búnar að skrúbba húðina er alltaf nauðsynlegt að næra hana vel með góðu bodylotioni.“

Góð næring er nauðsynleg a.m.k. eftir allar sturtuferðir. Við setjum krem á andlitið eftir að við hreinsum húðina til að gefa húðinni góða næringu og það þurfum við líka að gera fyrir líkamann. Eins og með andlitið er gott að hafa í huga að velja líkamskrem sem hentar ykkar húðtýpu. Líkaminn er þó sjaldan of glansandi eða með umfram olíu á sér eins og andlitið svo oftast er valið á milli þess að nota húðkrem fyrir normal eða þurra húð. Ef þið eruð ekki alveg með á hreinu hvort þið þurfið þá er gott að fylgjast með fótleggjunum. Ef það koma hvítar flögur á sokkabuxurnar ykkar þegar þið dragið upp sokkabuxurnar ykkar þá eruð þið með þurra fótleggi og þurfið bæði að skrúbba og næra :)

Mér finnst sjálfri langbest að vera með rakakrem fyrir húðina sem er með pumpu – pumpur gera lífið svo miklu einfaldara:)

Það eru til alls konar krem sem þétta húðina og fá hana til að draga sig saman. Mörg þeirra hafa kælandi áhrif á húðina sem mér persónulega finnast mjög þægileg.

sumarhúð1

Myndatextinn: „Krem/gel/húðmaski sem hafa stinnandi áhrif á húðina, Þannig draga þau úr ójöfnu yfirborði og jafna áferð húðarinnar. Þessi er gott að nota beint eftir sturtu. Maskann frá Make Up Store á að þrífa af húðinni eftir um 10 mínútur.“

Eftir að við höfum verið úti í sólinni er nauðsynlegt að næra húðina vel.

sumarhúð3

Myndatextinn: „Hér eru á ferðinni tvær vörur sem mér þykja ómissandi fyrir sumarið. Næringarríkt rakakrem fyrir líkamann sem heldur litnum fallegri, kælir húðina og hjálpar henni að jafna sig eftir sólina. Svo er það léttur olíu ilmur sem er frábær eftir kælandi sturtu eftir sólina til að gefa húðinni mýkt og mikinn raka.“

Ég er alfarið á móti ljósabekkjanotkun – sjálf datt ég í þá þegar ég var í menntaskóla og ég held það sé fátt sem ég sé jafn mikið eftir og sú vitleysa í mér. Í dag eru sjálfbrúnkuvörur mjög góðar og með tilkomu merkja eins og St. Tropez er leikur einn að gefa húðinni fallega litinn sem þið viljið. Stigvaxandi sjálfbrúnkukrem mætti nota sem rakakrem og gefur þá bara smá lit og svo meiri og meiri lit eftir hvert skipti. Það sem er þó mikilvægt að hafa í huga til að láta sjálfbrúnku endast er að nota alltaf rakakrem sem er olíulaust þar sem olían leysir sjálfbrúnkuna upp og gerir það að verkum að við verðum flekkóttar – það vill enginn;) Húðrakakremin frá St. Tropez eru t.d. án olíu :)

sumarhúð5

Myndatextinn: „Sumir vilja vera komnir með smá lit fyrir sumarið. Þá mæli ég eindregið með notkun á sjálfbrúnkuvörum en ég forðast ljósabekki eins og heitan eldinn! Bestu vörurnar eru að mínu mati þær frá St. Tropez – merkið tekur vörurnar á næsta stig og skila fallegum og náttúrulegum lit á líkamann. Hér sjáið þið vörur sem gefa stigvaxandi lit og það krem nýtist einnig sem rakakrem fyrir líkamann og svo er það krem sem gefur samstundis lit sem fer síðan af í sturtu. Olíuliturinn er svo sá sú vara sem mig langar sjálfri að prófa næst frá merkinu.“

Ef þið skellið ykkur í sólarlandaferð eða takið sundferð á heitum degi á Íslandi í sumar er frábært að vera með einn frískandi ilm í töskunni. Mér finnst best að vera með Eau Fraiche ilmi þar sem þeir eru mun léttari og meira eins og body spray.

sumarhúð2

Myndatextinn: „Mér finnst ómissandi að eiga einn Eau Fraiche ilm fyrir sumarið til að fríska uppá vitin eftir góða sundferð. Fraiche ilmirnir eru ótrúlega léttir og minna margir hverjir alla vega mig á frískandi sjávarloft. “

Ég vona að þessi ráð geti hjálpað ykkur eitthvað í sumar – ef ekki þá bara til að hjálpa ykkur að pakka niður fyrir sólarlandaferðina. Ráðin sjálf finnið þið á myndunum. Mig langaði voðalega mikið að gera skemmtilega myndauppsetningu fyrir þessa færslu og mér finnst það bara hafa tekist ansi vel – vona að þið séuð sammála. Ef einhverjum finnst óþæginlegt að lesa textann á myndunum þá er það sami textinn sem er skásettur fyrir neðan þær – bara til öryggis eða ef þið eruð að lesa í símanum og svona :)

EH

Sumarið frá Chanel

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sandra

    17. June 2014

    Frábært! Takk kærlega fyrir þessa umfjöllun :)

  2. Sigrún

    18. June 2014

    Mjög skemmtileg færsla – myndirnar og hvernig þú setur þetta upp gerði hana extra skemmtó og þægilega að lesa :)