fbpx

Föstudagslúkkið með Modelrock Lashes

Lífið MittLúkkMACmakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Eins og ég sagði ykkur frá fyrir ekki svo löngu plataði hún Karin vinkona mín sem er með vefverslunina nola.is mig til að koma í smá förðun hjá henni. Tilefnið var að prófa nýju aunghárin hennar frá Modelrock og líka bara að prófa að gera eitthvað kreisí flotta förðun – þetta var útkoman og hún er svo sannarlega tryllt!

HÉR finnið þið færsluna sem ég var búin að setja inn og sýna lúkkið aðeins.

modelrock2

En eins og ég sagði þá var tilefnið að miklu leyti til að prófa þessi tryllingslega flottu augnhár hennar Karinar. Þetta er mjög flott merki og það sem mér finnst sérstaklega skemmtilegt er að það er hægt að fá augnhárin í tvenns konar umbúðum. Svona aðeins veglegri pakkningum sem þið sjáið mynd af hér aðeins neðar en hér beint fyrir neðan sjáið þið mynd af ódýrari pakkningunum sem eru bara ótrúlega mátulegar og passlegar t.d. fyrir okkur makeup artistana því þessar pakkningar taka aðeins minna pláss :)

modelrock

Karin var svo yndisleg að gefa mér augnhár frá merkinu sínu í afmælisgjöf – ég er voða lukkuleg með svona flottar förðunarafmælisgjafir!

modelrock9

Þetta er náttúrulega bara aðeins of flott förðun hjá henni vinkonu minni og það er alltaf gaman að fá að setjast í förðunarstól hjá svona reynslubolta eins og henni Karin minni :)

modelrock8

Ég fékk þónokkrar spurningar um hvað hún var að nota á mig og ég fékk lýsingar á nokkrum vörum til að deila með ykkur.

Til að undirbúa húðina fékk ég æðislegt dekur með vörunum frá Skyn Iceland – ég fékk augnpúða og allt saman, þetta var æðislegt :)

Það voru margar sem spurðu hvaða farða Karin notaði en hún notaði Temptu airbrush farða sem fæst nú hjá henni Eygló í Mood Makeup School. Mig hefur lengi langað til að eignast alvöru græju frá Temptu og vonandi rætist sá draumur kannski á næstunni – ég krosslegg fingur :) En til að ná sömu áferð ættuð þið kannski að skoða farða eins og Encre de Pau frá YSL eða BareSkin frá BareMinerals – þeir gefa dáldið svipaða áferð.

Húðin: Pure Cloud Cream (Skyn) & Temptu Airbrush, Matte Bronze (MAC) & Sculpt&Shape (MAC) & Pínu Pink Broze pigment í kinnar.

Augu: Blackground Paint pot, shadowy Lady, Pink Bronze Pigment, Malt & Blacktrack Gelliner alt frá MAC

Varir: The Nude Slip gloss frá Sara Happ – þessi er trylltur!

modelrock7

Augnhárin sem Karin notaði eru svo #WSP frá ModelRock sem er nýja augnháramerkið sem hún Karin var að taka í sölu inná nola.is. HÉR finnið þið þessi augnhár sem kosta 1.290kr ;)

Mér líst svakalega vel á þessi augnhár sem eru 100% human hair sem er kostur því augnhárin eru eðlilegri og mýkri og því miklu þægilegri bæði noktun og að hafa á augunum af því þau eru léttari en önnur. Hér getið þið skoðað úrvalið af augnhárunum á nola.is – MODELROCK LASHES.

Þegar þið veljið ykkur augnhár er gott að hafa í huga hvernig lögun augun ykkar eru með – eða hvernig lögun þið viljið að þau hafi. Ef þið eruð t.d. með kringlótt augu og eruð með förðun í þeim stíl hentar best að nota augnhár sem eru jöfn – þ.e. þau lengjast ekki út við ytri augnlokunum. Þá eru augnhárin styttri við augnkrókana en lengri yfir miðjum augunum. Ef þið viljið svo að augun ykkar séu meira möndlulaga eða eruð með meiri svona cat eye förðun þá mæli ég frekar með augnhárum sem verða lengri eftir því sem nær dregur ytri augnlokunum.

Svo er að sjálfsögðu hægt að nota stök augnhár sem koma í nokkrum stærðum í pakka þá getið þið raunverulega búið til ykkar augnhár með þeirra hjálp. Svo er ég alltaf sérstaklega hrifin af hálfum augnhárum þau eru svo fullkomin og passleg og mjög flott sérstaklega fyrir brúðir.

Þegar þið notið gerviaugnhár er tvennt sem er mikilvægt að passa uppá það er að passa að augnhárin séu ekki of löng – oftast þarf að stytta þau aðeins með því að klippa þau til og passið að klippa alltaf að endanum sem leggst uppvið ytri augnlokin. Annað er að leyfa líminu að þorna!!! Þetta er eitt það mikilvægasta með augnhárin en límið þarf að vera smá stamt svo þau festist strax þegar þið leggið þau upp við augnlokin ykkar. Ég nota helst Duo límið en Karin fékk reyndar sérstakt lím með sínum augnhárum sem ég hlakka til að prófa.

10727655_406132099540590_1884647095_n

Gerviaugnhár má nota oft – sérstaklega gæða mikil augnhár eins og þessi sem eru svona úr ekta hárum. En þegar þið takið þau af þá finnst mér best bara að kippa þeim hratt af. Ef ykkur finnst það óþægilegt þá getið þið notað eyrnapinna með olíu augnhárahreinsi til að ná upp líminu og þá nást þau auðveldlega af. Þrífið svo bara límið af augnhárunum og þrífið maskarann af þeim – þ.e. ef þið setjið maskara á gerviaugnhárin, komið þeim aftur fyrir í boxinu eins og þau voru ný og geymið þar til þið þurfið þau næst. Augnhár get ég alveg með góðu móti notað 5x alla vega :)

Takk fyrir dekrið elsku vinkona og góða helgi til ykkar allra!

EH

Langar þig í Jóladagatal fjölskyldunnar

Skrifa Innlegg