fbpx

Lúkk: Glys og glamúr!

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk skemmtilega glimmer og augnhárasendingu um daginn frá vinkonu minni henni Heiðdísi á haustfjord.is fyrir stuttu og ég hugsaði samstundis að þetta væri klárlega merki um það að ég þyrfti að fara að skella í nýtt förðunarlúkk enda alltof langt síðan síðast. Þær sem vita þó hvað er í gangi hjá mér ættu að skilja afhverju andlitið mitt hefur lítið látið sjá sig á blogginu undanfarið:)

Ég er nú ekki vön því að vera mikið með glimmer en hún Heiðdís mín er sannarlega réttmæt glimmerdrottning Íslands og það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hún er með hælana þegar kemur að flottum glimmerförðunum! Ég reyndi þó að gera mitt besta.

Glimmerið er alveg laust en svo fékk ég með því glimmergrunn sem er algjör snilld og er svona léttur fljótandi vökvi sem maður blandar aðeins saman við glimmerið svo úr verður fullkominn blautur glimmer augnskuggi sem ég dempa svo létt yfir augnlokið. Mér fannst líka alveg magnað hvað vökvinn hélt þétt í glimmerið því það hrundi nánast ekkert þegar ég var að bera það á augun. Bara örfá korn sem höfðu greinilega ekki náð að fá nægan vökva og það var einfalt að taka þau af með hjálp límbands.

glimmerlúkk7

Hér sjáið þið lúkkið – það er heldur einfalt en í raun er þetta smoky augnförðun sem ég gerði með kremaugunskuggum og svo glimmer yfir – virkilega einfalt og fljótlegt!

glimmerlúkk3

Svo auðvitað með lokuð augun…

glimmerlúkk5

Hér fáið þið lista yfir allar vörurnar sem ég notaði til að gera lúkkið. Ég ákvað að blanda alveg vörumerkjum og gera bara með þeim sem mér fannst henta best við lúkkið. Ég valdi líka vörurnar sem ég er að nota mest, farðann hef ég verið að ofnota frá því ég fékk hann og maskarinn er einn af mínum allra uppáhalds.

Húð:
Photo Finish Water Primer frá Smashbox – Diorskin Star farði frá Dior – True Match Concealer frá L’Oreal – Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills frá nola.is – Bouncy Blush frá Maybelline – Well Rested frá bareMinerals.

Augu:
Color Tattoo í litunum Chocolate Suade og Vintage Plum frá Maybelline – Master Precise eyeliner frá Maybelline – Grandiose maskarinn frá Lancome – Liquid Sugar glimmergrunnur frá haustfjord.is – Eye Kandy glimmer í litnum Candy Coin frá haustfjord.is – Sourcil Precision augabrúnablýantur frá Bourjois – Playing Coy og Wallflower augnhár frá SocialEyes frá haustfjord.is.

Varir:
Please Me varalitur frá MAC og Lipglass í litnum Talk Softly To Me frá MAC.

glimmerlúkk6

Ég er búin að vera að prófa mig áfram með Beautyblender svampinum fræga og ég er að fýla hann í tætlur sérstaklega áferðina sem hann gefur húðinni minni. Svampurinn er ótrúlega einfaldur í notkun og stenst algjörlega mínar væntingar og ég mæli eindregið með honum. Eitt af næstu verkefnum er að prófa mig enn betur áfram með hina svampana, gera betri myndatöku með þeim og helst líka sýnikennsluvideo en fyrst þarf ég að læra enn betur á þá.

glimmerlúkk

Þar sem ég var að gera svona ýkta augnförðun varð ég að prófa nýju gerviaugnhárin frá SocialEyes sem komu með glimmerinu og ég er að missa mig úr gleði yfir neðri augnhárunum!! Ég hef reyndar aldrei prófað svona áður og var voða klaufsk með þetta en ég er vön að nota fingurna til að setja augnhárin á mig en ég ætla að muna að nota plokkarann næst þá verður þetta eflaust einfaldara. Neðri augnhárin heita Wallflower og eru á 1590kr. Ég mæli eindregið með því að þið sem eruð hrifnar af gerviaugnhárum prófið þessu – í alvörunni þessi fullkomna alveg förðunina því umgjörð augnanna væri ekki svona flott ef það væri ekki fyrir þessi augnhár.

WALLFLOWER FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

Ég fékk þrjú önnur augnhár í sendingunni og vinkona mín þekkir mig vel því ég vel yfirleitt sjálf augnhár í náttúrulegri kantinum sem gefa meiri þéttingu. Augnhárin heita Playing Coy og eru mislöng, en ekkert of löng svo þau gefa meiri þéttingu við rótina sem skilar sér í þéttri innrömmun utan um augun. Ég er hrifin af þessum því þau gefa svona náttúrulega umgjörð og eru ekki of áberandi.

PLAYING COY FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk4

Ég get ekki annað en mælt eindregið með þessu skemmtilega glimmeri frá Heiðdísi en þekkjandi hana veit ég að hún valdi ekki bara eitthvað glimmer merki til að selja hjá sér. Hún valdi það besta og það sem býður uppá mest úrval og er einfaldast í notkun. Það er til endalaust af alls konar litum og t.d. var ég ótrúlega lengi að finna linkinn á litinn sem ég er með!

EYE KANDY GLIMMER Í LITNUM CANDY COIN Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk2

Fullkomið kvöld- og helgarlúkk ekki satt! Ég er alveg að missa mig úr aðdáun á þessum neðri augnhárum ég get í alvörunni ekki hætt að stara á þau. Hlakka til að nota þessi meira í framtíðinni.

Takk fyrir mig kæra Heiðdís!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Plaköt fyrir heimilið

Skrifa Innlegg