STÖK AUGNHÁR: TIPS

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Mitt uppáhald þessa dagana er að vera með stök augnhár en ástæðan er einfaldlega vegna þess að mér finnst ég geta stjórnað betur hvernig ég vil hafa augnhárin. Það er hægt að gera þau náttúruleg eða dramatísk og hægt er að nota einn pakka af stökum augnhárum allavega þrisvar sinnum. Þannig þú ert eiginlega að fá þrjú augnhár í einum pakka, sem er algjör snilld.

Þessi stöku augnhár frá Eylure sem heita Duos&Trios eru mín uppáhalds. Þau eru alltaf tvö og tvö saman eða þrjú stök saman í einu. Með því að hafa þetta svona þá er maður mun fljótari og þarf færri augnhár í einu.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIPS: 

1. Nota rétt verkfæri

Mér finnst alltaf gott að nota plokkara þegar ég set á mig augnhár en það er algjörlega persónubundið. Ef ég nota plokkara þá hef ég meiri stjórn á því hvert augnhárin fara.

2. Gera það sama báðum megin

Það sem ég meina með því er að ef þú byrjar á að setja augnhár með þremur stökum hægra megin að muna að gera það sama strax vinstra megin. Ég hef alveg lent í því að einbeita mér svo mikið að einu auganu að ég gleymdi strax öllu sem ég gerði og þá verða augun ekki eins.

3. Horfa niður í spegil

Mér finnst hjálpa ótrúlega mikið að horfa niður í spegil á meðan ég set á mig augnhár vegna þess að ef ég horfi beint í spegil þá blikka augun meira og þá verður þetta algjör martröð.

*Vöruna keypti greinahöfundur sjálfur en færslan inniheldur affiliate link

 

Hérna er ég um helgina með Duos&Trios frá Eylure

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Bjútítips: Besta augnháraráð sem ég hef fengið!

EyelinerLífið MittMakeup ArtistMakeup TipsMaybelline

Það var nú meira hvað þið voruð hrifnar af fyrstu bjútítips færslunni sem birtist fyrir viku síðan núna. Ég fór strax að hugsa um hvaða tips ég gæti komið með í þessari viku og ég var mjög fljót að ákveða það. Mig langar nú að deila með ykkur besta augnhára tipsi sem ég hef fengið. Þetta er í boði hinnar yndislegu vinkonu minnar Ásdísar Gunnars – algjört snilldarráð sem ég hef notað alla tíð síðan!

augnhártips8

Bjútítipsið sem ég ætla að deila með ykkur nú snýst að augnháranotkun. Ég sjálf held að augnhár hafi aldrei verið jafn vinsæl og nú og það er sérstaklega því að þakka að hér eru komin nokkur frábær merki til landsins með gæðamiklum augnhárum. Ég er sjálf svakalega hrifin af augnhárunum frá Tanya Burr og nota þau sjálf langmest. Ég er ekki mikið fyrir að vera með svakalega ýkt augnhár og Pretty Lady augnhárin frá dömunni eru alveg fullkomin fyrir mig.

Í bjútítipsi dagsins langar mig að deila því með ykkur hvernig er hægt að fela enn betur það að maður sé með gerviaugnhár. Það sem þið þurfið eru augnhár að eigin vali og svartur eyelinertúss.

Ég valdi til að sýna ykkur augnhárin Date Night sem mér finnast æðisleg því þau eru eins og stök augnhár sem er búið að raða saman á þunna glæra línu. Svo er ég hér með uppáhalds blauta eyelinerinn minn sem er Master Precise frá Maybelline sem hefur verið í óheyrilega mikilli noktun hjá mér í fimm ár! En vandamálið sem mig langar að leysa fyrir ykkur með þessu flotta tipsi er að segja ykkur frá því hvað það getur auðveldað mikið að lita röndina sem er í flestum tilfellum glær með svörtum eyeliner.

Ég vel helst augnhár sem eru með eins þunnri rönd og hægt er, röndin má samt alls ekki vera of þunn því hún þarf að vera smá stíf til að lögun augnháranna nái að halda sér. En það getur farið óheyrilega í taugarnar á mér að röndin þó hún sé glær sjáist hún samt og ég þarf yfirleitt aðeins að laga eyelinerinn til eftir að ég er búin að setja augnhárin á – með þessu tipsi er þetta „vandamál“ þó úr sögunni.

augnhártips5

Þið takið fyrst upp augnhárið, sitt í hvoru lagi. Plokkið límið sem er notað til að festa augnhárin í pakkann af því. Hér sjáið þið hvað ég er að tala um. Tipsið er líka frábært að nota þegar þið eruð kannski ekki með mjög dökka augnförðun eða þykkan eyeliner því þá búið þið raunar til svona felueyeliner og þykkið augnhárin ykkar um leið.

augnhártips4

Festið svo augnhárin á handabakið ykkar og grípið í svarta eyelinertússinn. Ég vel þennan af því liturinn festist en hann smitast ekki þegar ég set límið svo á röndina.

augnhártips3

Passið að lita alveg alla röndina og það er betra að gera þetta aðeins meira subbulegra en ekki til að tryggja að liturinn sé jafn yfir alla röndina.

augnhártips2

Hér sjáið þið svo hvernig röndin verður fallega kolsvört og smellpassar við restina af augnhárunum.

augnhártips

Þetta munar þvílíkt miklu því nú falla augnhárin alveg saman við eyelinerinn eða augnförðunina og síðan ég heyrði þetta tips hef ég aldrei þurft að laga eyelinerinn eftir að ég set augnhár á. Þetta er algjört snilldartips til að láta allt ferli augnhára ásetningarinnar ganga miklu betur og hraðar fyrir sig.

Munið svo hin þrjú augnhára tipsin – klippa augnhárin til svo þau passi augunum ykkar, leyfa líminu að þorna vel svo þau festist strax og þið leggið þau uppvið augnhárin og þegar þið setjið þau á er best að horfa niður í spegil því þá ná augun að slaka svo vel á og þið komist auðveldlega þétt uppvið ykkar augnhár.

Gangi ykkur vel!

EH

Árshátíð 365, förðunin og kjóllinn

Annað DressLífið MittmakeupMakeup ArtistMaybellineSnyrtibuddan mín

Við Aðalsteinn fórum á árshátíð í vinnunni hans um síðustu helgi. Ég ákvað því að nýta tækifærið og aldrei þessu vant skellti ég bara í heljarinnar kvöld/árshátíðarförðun fyrir ykkur og ég sjálf var líka bara virkilega sátt með útkomuna. Mig langar að segja ykkur aðeins frá lúkkinu en augnförðunina geri ég alfarið með vörum frá Maybelline sem er merki sem á sér alltaf fastan stað í hjarta mínu og margar af mínum uppáhalds vörum eru frá merkinu og þær nota ég m.a. til að gera augnförðunina!

Kíkjum aðeins á þetta….

árshátíðarförðun7

Ég vildi gera ekta smoky förðun en hafa hana samt í mýkri kantinum og ég held mér hafi tekist ansi vel upp. Sama lúkk hef ég verið að kenna í sýnikennslum í menntaskólum undanfarið við mjög góðar undirtektir svo það er greinilegt að þetta er lúkk sem heillar. En svo ég komi því nú að þá tek ég að mér námskeið í menntaskólum og fyrir áhugasama er bara að senda á mig línu ernahrund(hjá)trendnet.is og við sjáum hvort tíminn henti ekki :)

árshátíðarförðun5

Ég ætla að reyna að fara yfir förðunina skref fyrir skref fyrir ykkur. Þar sem ég byrja á augnförðuninni áður en ég færi mig yfir í húðina ætla ég að gera slíkt hið sama hér:

árshátíðaugu1. Color Show Mono í litnum Ashy Wood frá Maybelline: Minn allra uppáhalds augnskuggi það er enginn aungskuggi sem ég nota jafn mikið og þessi en þið kannski takið eftir því að mono aungskuggarnir eru nú í aðeins öðruvísi umbúðum en áður en liturinn er sá sami og formúlan ennþá betri. Ég byrja á því að grunna allt aunglokið með þessum og gera smoky áferð á augun.

2. Color Show Mono í litnum Black Out frá Maybelline: næst gríp ég þennan kolsvarta en hann er sá sem er í næst mestri notkun hjá mér. Hann nota ég til að skerpa létt á skyggingu í globuslínunni minni, það þarf að fara varlega í þennan því það þarf ekki mikið af honum og ég vil frekar ná að hafa bara létta skyggingu sem ég get þá frekar skerpt á ef mér finnst þess þurfa.

3. Color Tattoo 24H í litnum On and On Bronze frá Maybelline: Ég hef elskað Color Tattoo augnskuggana frá því ég prófaði þá fyrst. Bronzliturinn er einn af þeim nýjustu og þessi er must have!! Ég er voða mikið með þetta lúkk þegar ég fer t.d. með námskeið inní menntaskóla og þær falla allar fyrir þessum eins og ég. Ég set hann bara yfir mitt augnlokið og dreifi vel úr þannig sanseraða áferðin fari yfir allt augnsvæðið.

4. Master Precise Liquid Eyeliner frá Maybelline: Næst er komið að mínum allra uppáhalds eyelinertúss – eins og ég segi sjálf þá hef ég prófað þá alla og þessi finnst mér alltaf bestur. Ég hef mikið heyrt frá öðrum konum að þeim finnist hann þorna hratt upp en ég hef aldrei orðið vör við það og á mína mánuðum saman. En eitt ráð er að þrýsta svampinum niður til að ná litnum í svampinn ef ykkur finnst hann þur – virkar alltaf! Ég set eyelinerinn meðfram efri augnhárunum og aðeins meðfram neðri augnhárunum og klára svo með því að setja hann inní vantslínuna.

5. Falsies Feather Look mascara frá Maybelline: Þá er svo komið að mínum uppáhalds maskara frá Maybelline, þessi finnst mér alltaf bestur ég elska burstann og hvernig ég get haft augnhárin bæði settleg og svo ýkt þau til muna. Ég byrja á því að setja eina umferð, set svo augnhárin og svo set ég aðra umferð af maskara.

6. Pretty Lady augnhár frá Tanya Burr: Loks til að fullkomna umgjörð augnháranna eru það þessi glæsilegu augnhár frá Tanya Burr. Ég elska Pretty Lady þar sem þau eru ekkert svakalega ýkt og fólk tekur nefninlega alls ekki eftir því að ég sé með augnhár. Þau eru fyrst og fremst að þétta augnhárin og koma svakalega vel út. Helsti kosturinn sem ég sé við TB augnhárin eru hversu ótrúlega létt þau eru og ég tek varla eftir því að ég sé með þau! Áður en ég set límið á þá auðvitað klippi ég þau af svo lita ég röndina með svarta blauta eyelinernum svo hún verið kolsvört og aðlagi sig frekar að eyelinernum – þetta er snilldartips sem ég lærði frá einni frábærri!

árshátíðarförðun

Förum svo aðeins yfir húðina sem er að sjálfsögðu ljómandi en eins náttúruleg og ég gat haft hana – þetta er mikið af þeim vörum sem þið hafið verið að sjá hjá mér í lúkkum undanfarið en ég er búin að taka ástfóstri við þær allar!

árshátíðhúðHér eru svo vörurnar sem ég notaði fyrir húðina já og varirnar…

1. Enlighten EE Cream frá Estée Lauder – Kremið sem ég nota á hverjum einasta degi, aftur sit ég hér og skrifa með ekkert á húðinni en þessa fallegu vöru. Ég skil vel afhverju Pixiwoo systurnar tala svona vel um það ég á ekki eitt slæmt orð til að segja um það.

2. Couture Eye Primer frá YSL – augnskuggaprimerinn sem ég sagði ykkur frá í gær er þó í raun fyrsta augnförðunarvaran sem ég ber á húðina og þessi vara og EE kremið eru vörurnar sem ég byrja förðunina á og svo færi ég mig yfir í augun. Mjög gott að leyfa allra fyrsta grunninum að jafna sig á húðinni og þorna vel áður en þið farðið yfir hann.

3. Miracle Cushion farðinn frá Lancome – Svo þegar augnförðunin er klár þá sný ég mér að húðinni, þá er það fljótandi farðinn í svampinum frá Lancome sem ég gríp næst í, set yfir alla húðina og fullkomna áferð hennar. Glæsilegur farði og kíkið endilega á fyrir&eftir færsluna sem er hér aðeins neðar.

4. Cover Stick frá Maybelline – hyljari er alltaf möst að mínu mati og ég hélt nú aldrei að ég myndi taka ástfóstri við stift hyljara en vitið þið hvað þessi er farinn að minna mig óneitanlega á gamla Dream Mousse Concealerinn sem var til fyrir nokkrum árum hjá Maybelline og ég grét þegar hann hætti ég var svo sár hann var minn allra uppáhalds. En ég stimpla honum bara yfir svæðin sem ég þarf að fela og dreifi svo úr með buffing bursta og blanda saman við farðann.

5. Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills – eftir að ég skildi almennilega hvernig ég gæti notað alla þessa glæsilegu liti án þess að líta út eins og Kim Kardashian nota ég fátt annað og ekki einu sinni dags daglega. Ég þarf endilega að fara að gera almennilega sýnikennslu fyrir ykkur með þessari pallettu sem fæst á nola.is.

6. Blush Subtil kinnalitur frá Lancome í litnum Pépite de Corail – Með þessum glæsilega kinnalit fær húðin mín fallegan og náttúrulegan ljóma. Þó hann virðist litmikill þá heillast ég helst af tóninum en ég heillast alltaf frekar af áberandi og sterkum kinnalitum en öðrum – veit ekki hvað það er!

7. Well-Rested frá bareMinerals – Æðislegi ljómapenninn sem fullkomnar áferð húðarinnar. Ég set þennan undir augun og ofan á kinnbeinin til að fá frísklega áferð. Svo set ég aðeins fyrir ofan efri vörina til að draga athyglina að vörunum.

8. Rouge Volupté frá YSL í litnum Nude Beige – þessi fullkomni varalitur sem mér finnst bara passa við allt og ég mæli hiklaust með honum ef ykkur vantar fallegan nude lit. Síðasta varan sem ég nota í þessu lúkki og setur punktinn yfir i-ið!

árshátíðarförðun4

Hér sjáið þið svo einu dressmyndina sem var tekin þetta kvöldið þó mögulega kannski birtist myndir annars staðar en það kemur þá fljótlega í ljós. En við vorum sein eins of ávalt svo ekki gafst tími í sérstaka dressmyndatöku en það er allt í góðu þar sem þessi æðislegi kjóll verður notaður við mörg tilefni hér eftir.

11046967_10205330450935060_8992152106520902624_n

Ég og mín besta Íris Tanja en maðurinn hennar og Aðalsteinn vinna saman á vísi.is og við vinkonurnar erum voða lukkulegar með að fá því að fara saman á árshátíð!

Kjóllinn er glæsilegt handverk yndislegu vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur í Hafnafirðinum. Ég hafði samband við hana í mikilli geðshræringu þar sem ég ætti ekkert til að vera í og elskan sem hún er tók á móti mér inní búðinni sinni. Leyfði mér að máta það sem ég vildi og náði svo í þennan kjól og sagði mér að fara í hann. Eins og svo oft áður hafði meistarinn rétt fyrir sér og hann fór mér langbest af öllum en þetta var samt kjóllinn sem ég hefði líklega aldrei mátað af fyrra bragði sjálf. En kjóllinn er úr þægilegu svörtu efni, tekin saman um mittið svo kúlan fær að njóta sín en svo er kjóllin alveg gólfsíður og mér leið svo vel í honum allt kvöldið.

10922414_10153000683635520_2249309670124450564_n

Hér sjáið þið kjólinn glæsilega enn betur, ég held satt best að segja að þetta sé svona kjóll sem fari öllum konum vel – sjáið bara hvað Magdalena Sara er glæsileg í honum!

Við kjólinn valdi ég svo þægilega támjóa ökklaskó frá Bianco sem komu virkilega vel út með kjólnum og þá mun ég líklegast nota áfram við hann í þeim tilefnum sem kjóllinn verður nýttur í en í júní eru t.d. tvö brúðkaup á dagskránni og ég hlakka nú þegar til að fá að klæðast þessari gersemi aftur.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég bæði keypt eða fengið sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Lúkk: Glys og glamúr!

Ég Mæli MeðLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk skemmtilega glimmer og augnhárasendingu um daginn frá vinkonu minni henni Heiðdísi á haustfjord.is fyrir stuttu og ég hugsaði samstundis að þetta væri klárlega merki um það að ég þyrfti að fara að skella í nýtt förðunarlúkk enda alltof langt síðan síðast. Þær sem vita þó hvað er í gangi hjá mér ættu að skilja afhverju andlitið mitt hefur lítið látið sjá sig á blogginu undanfarið:)

Ég er nú ekki vön því að vera mikið með glimmer en hún Heiðdís mín er sannarlega réttmæt glimmerdrottning Íslands og það eru fáir sem komast með tærnar þar sem hún er með hælana þegar kemur að flottum glimmerförðunum! Ég reyndi þó að gera mitt besta.

Glimmerið er alveg laust en svo fékk ég með því glimmergrunn sem er algjör snilld og er svona léttur fljótandi vökvi sem maður blandar aðeins saman við glimmerið svo úr verður fullkominn blautur glimmer augnskuggi sem ég dempa svo létt yfir augnlokið. Mér fannst líka alveg magnað hvað vökvinn hélt þétt í glimmerið því það hrundi nánast ekkert þegar ég var að bera það á augun. Bara örfá korn sem höfðu greinilega ekki náð að fá nægan vökva og það var einfalt að taka þau af með hjálp límbands.

glimmerlúkk7

Hér sjáið þið lúkkið – það er heldur einfalt en í raun er þetta smoky augnförðun sem ég gerði með kremaugunskuggum og svo glimmer yfir – virkilega einfalt og fljótlegt!

glimmerlúkk3

Svo auðvitað með lokuð augun…

glimmerlúkk5

Hér fáið þið lista yfir allar vörurnar sem ég notaði til að gera lúkkið. Ég ákvað að blanda alveg vörumerkjum og gera bara með þeim sem mér fannst henta best við lúkkið. Ég valdi líka vörurnar sem ég er að nota mest, farðann hef ég verið að ofnota frá því ég fékk hann og maskarinn er einn af mínum allra uppáhalds.

Húð:
Photo Finish Water Primer frá Smashbox – Diorskin Star farði frá Dior – True Match Concealer frá L’Oreal – Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills frá nola.is – Bouncy Blush frá Maybelline – Well Rested frá bareMinerals.

Augu:
Color Tattoo í litunum Chocolate Suade og Vintage Plum frá Maybelline – Master Precise eyeliner frá Maybelline – Grandiose maskarinn frá Lancome – Liquid Sugar glimmergrunnur frá haustfjord.is – Eye Kandy glimmer í litnum Candy Coin frá haustfjord.is – Sourcil Precision augabrúnablýantur frá Bourjois – Playing Coy og Wallflower augnhár frá SocialEyes frá haustfjord.is.

Varir:
Please Me varalitur frá MAC og Lipglass í litnum Talk Softly To Me frá MAC.

glimmerlúkk6

Ég er búin að vera að prófa mig áfram með Beautyblender svampinum fræga og ég er að fýla hann í tætlur sérstaklega áferðina sem hann gefur húðinni minni. Svampurinn er ótrúlega einfaldur í notkun og stenst algjörlega mínar væntingar og ég mæli eindregið með honum. Eitt af næstu verkefnum er að prófa mig enn betur áfram með hina svampana, gera betri myndatöku með þeim og helst líka sýnikennsluvideo en fyrst þarf ég að læra enn betur á þá.

glimmerlúkk

Þar sem ég var að gera svona ýkta augnförðun varð ég að prófa nýju gerviaugnhárin frá SocialEyes sem komu með glimmerinu og ég er að missa mig úr gleði yfir neðri augnhárunum!! Ég hef reyndar aldrei prófað svona áður og var voða klaufsk með þetta en ég er vön að nota fingurna til að setja augnhárin á mig en ég ætla að muna að nota plokkarann næst þá verður þetta eflaust einfaldara. Neðri augnhárin heita Wallflower og eru á 1590kr. Ég mæli eindregið með því að þið sem eruð hrifnar af gerviaugnhárum prófið þessu – í alvörunni þessi fullkomna alveg förðunina því umgjörð augnanna væri ekki svona flott ef það væri ekki fyrir þessi augnhár.

WALLFLOWER FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

Ég fékk þrjú önnur augnhár í sendingunni og vinkona mín þekkir mig vel því ég vel yfirleitt sjálf augnhár í náttúrulegri kantinum sem gefa meiri þéttingu. Augnhárin heita Playing Coy og eru mislöng, en ekkert of löng svo þau gefa meiri þéttingu við rótina sem skilar sér í þéttri innrömmun utan um augun. Ég er hrifin af þessum því þau gefa svona náttúrulega umgjörð og eru ekki of áberandi.

PLAYING COY FRÁ SOCIALEYES Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk4

Ég get ekki annað en mælt eindregið með þessu skemmtilega glimmeri frá Heiðdísi en þekkjandi hana veit ég að hún valdi ekki bara eitthvað glimmer merki til að selja hjá sér. Hún valdi það besta og það sem býður uppá mest úrval og er einfaldast í notkun. Það er til endalaust af alls konar litum og t.d. var ég ótrúlega lengi að finna linkinn á litinn sem ég er með!

EYE KANDY GLIMMER Í LITNUM CANDY COIN Á HAUSTFJORD.IS

glimmerlúkk2

Fullkomið kvöld- og helgarlúkk ekki satt! Ég er alveg að missa mig úr aðdáun á þessum neðri augnhárum ég get í alvörunni ekki hætt að stara á þau. Hlakka til að nota þessi meira í framtíðinni.

Takk fyrir mig kæra Heiðdís!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Video: Augnhárasýnikennsla með Tanya Burr

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eins og hefur nú þegar komið hér margoft fram þá bauðst mér að fara til London í október til að vera viðstödd þegar nýjum gerviaugnhárum var launchað þar í landi og augnhárin eru væntanleg í sölu á Íslandi á næstunni. Lofa að láta vita þegar þau eru komin í búðir;) Augnhárin eru frá ofurskutlunni Tanyu Burr sem er einn þekktasti bloggari og vloggari í Bretlandi (vloggari er video bloggari). Hún er ótrúlega vinsæl og ég vissi fátt meira um hana en að hún væri mágkona minna uppáhalds Pixiwoo systra – en ef eitthvað er þá er Tanya vinsælli en þær ekki það að ég vissi að það væri hægt!

En ferðin fólst í því að hitta þessa dömu og fá að fræðast aðeins um hana og augnhárin svo fékk ég líka boð í launch partý um kvöldið á Sanderson hótelinu í London. Þar var ótrúlega mikið af frægu bresku fólki – ég komst að því eftir partýið, t.d. Zoe Sugg en ef ég hefði vitað hver hún væri hefði ég án efa nælt mér í selfie með henni líka. Það var alveg þannig fólk þarna að papparazzi ljósmyndarar stóðu vörð um inngang hótelsins og biðu eftir stjörununum – ég hef aldrei séð svoleiðis fólk in action en það var alveg magnað og mikið vorkenndi ég fólkinu sem lenti í þeim… En það var æðislegt að hitta þessa flottu konu sem er að gera svo góða hluti en ekki fyrir svo löngu síðan sendi hún frá sér fyrstu snyrtivörurnar sínar sem eru naglalökk og glossar sem fást því miður ekki hér en ég er svakalega hrifin af glossunum – þau eru æði!

_MG_3919Við „vinkonurnar“ eftir viðtalið.

En að augnhárunum sem verða fáanleg hér á Íslandi. Þau eru sex talsins og þar af eru fjögur heil augnhár, ein hálf og svo er pakki af stökum augnhárum sem innihalda þrjár stærðir – small, medium og long. Augnhárin eru 100% human hair en auðvitað Cruelty Free. Ég komst að því um daginn að svona Human Hair augnhár eru sumsé gerð úr afgöngum frá hárkollugerðum þar sem er sumsé verið að nota hár sem hefur fengist gefins t.d. í tengslum við góðgerðarmál. Ég veit ekki alveg hvort það eigi við um þessi hár en ég veit að þau eru cruelty free svo það má vel vera – mig langaði bara að koma þessu svona að því ég hef sjálf mikið pælt í þessu og ég veit að fleiri hafa gert það.

Augnhárin koma í mismunandi lögum og henta því mismunandi umgjörð augna, sum ýkja hringlótta áferð augnanna og sum henta frekar þeim sem vilja möndlulaga umgjörð en þá fer það eftir lengd háranna. Hárin sem speglast um sig miðja eru sumsé stutt og lengjast smám saman, eru lengst yfir miðju auganu og styttast svo henta hringlaga augnaumgjörð. Hár sem eru svo styst í innri agunkróknum og lengjast svo þegar nær dregur ytri augnkrók henta þeim sem vilja möndulaga augnumgjörð. Þið getið svo mótað ykkar eigin augnhár með hjálp stöku augnháranna en Tanya var einmitt með þau þegar ég hitti hana – ég hefði aldrei giskað á að hún væri með þessi stöku þau komu svo vel út!

_MG_3937

Eigum við að ræða eitthvað þessa húð! Konan er bara gordjöss:)

En hér sjáið þið úrvalið af augnhárunum….

tbaugnhár4

p.s. maskarinn sem ég nota í videoinu er So Couture frá L’Oreal.

Augnhárin heita í takt við pælinguna á bakvið hvert þeirra. Tanya sagði mér að hún legði áherslu á að augnhárin hentuðu sem flestum konum. Ég verð að segja að fyrir mitt leiti þá eru þetta mjög tímalaus og vel gerð augnhár sem flestar konur ættu að fýla. Ég er sérstaklega hrifin af Pretty Lady augnhárunum sem ég prófaði um daginn því þau þykkja svo og þétta ásýnd minna augnhára án þess að það komi gervilega út. Augnhárin eru mjög létt og það er þægilegt að hafa þau á sér. Oft finnst manni augnlokin þyngjast með augnhárum á en mér líður alls ekki þannig með þessi og þau hafa staðist allar mínar prófanir og mælingar.

Að sjálfsögu setti ég saman smá sýnikennslivideo þar sem ég segi meira frá augnhárunum – hverju og einu þeirra og segi aðeins meira frá því sem Tanya gerði í tengslum við hönnun þeirra – endilega kíkið á!

Ég er mjög hrifin af þessum Everyday Flutter augnhárum sem ég er með í videoinu og ég var með þau allan daginn, ég fékk mikið af hrósum fyrir augnhárin mín og ekkert allir sem fóru beint í það að halda að þetta væru gerviaugnhár sem er ánægjulegt og sérstaklega þegar ég var bara svona… enginn eyeliner og enginn augnskuggi. Bara au natural – tja fyrir utan gerviaugnhárin ;)

tbaugnhár

Ég er alveg in love af þessum og eins og ég segi í videoinu þá eru þessi hálfu tilvalin fyrir brúðir framtíðarinnar en ég ætla alla vega að bjóða mínum brúðum uppá þau – en bara svo ég komi því að þá er ég byrjuð að taka bókanir fyrir næsta sumar svo ef þið viljið spyrjast fyrir um hvernig ég hátta hlutunum og fá verð sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.

En í dag ætla ég að fagna komu þessara flottu augnhára til landsins og kynna þau fyrir flottum sminkum, bloggurum og miðlum seinna í dag með flottu teymi kvenna – ég get ekki beðið og ég lofa að sjálfsögðu myndum!

En lofa góðum upplýsingum um sölustaði þegar þau eru komin í búðir;)

EH

p.s. myndirnar af Tönyu tók vinkona mín og bjargvættur ferðarinnar og partýsins Íris Björk <3

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Red Cherry augnhár

AuguÉg Mæli MeðFashionmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Nú er daman alveg dottin í gervi augnhárin eins og þegar ég var uppá mitt besta á Verslóárunum mínum:) Ég fékk sent þessi virkilega fallegu og vönduðu augnhár af tegundinni Red Cherry. Þau eins og augnhárin frá House of Lashes sem ég skrifaði um um daginn eru 100 mennsk hár – cruelty free að sjálfsögðu;)

Ég er ekki enn búin að hafa tækifæri til að prófa þau en ég ætla að reyna að búa það til í þessari viku. En ég varð bara að segja ykkur frá þeim því þau eru á ótrúlega góðu verði – 1000 kr stykkið! Augnhárin fáið þið HÉR.

Ég fékk þrjú af vinsælustu augnhárunum…

redcherry4 redcherry3

#43 – þessi eru kölluð Kim Kardashian augnhárin en skvísan notar þessi augnhár víst sjálf. Þessi gefa ykkar augnhárum aukna þéttingu og þykkt. Þessi henta vel við ýkta augnförðun – mjög dökka þar sem augnhárin þurfa smá hjálp til að standa út.

redcherry2

#217 – Marylin augnhárin. Þessi gefa fallega þykkt og ég myndi mæla með þessum við hvaða augnförðun sem er ég held þau séu akkurat millibilið ekki of náttúruleg og ekki of ýkt.

redcherry

#747S – þetta eru þau náttúrulegustu og mér persónulega finnst þessi pörfekt fyrir brúðir. Þessi ýkja augnhárin sem eru fyrir og gefa augunum fallega umgjörð. Þessi eru fyrst á testlistanum hjá mér…:)

redcherry5

Það fyrsta sem ég tók eftir við augnhárin er röndin sem límist við okkar augnlok. Hún er þunn og glær – þannig vil ég hafa þau. Þá eru þau meðfærileg, límast vel og standa ekki út. En ef kanturinn er of breiður er hætta á því. Því þynnri sem kanturinn er því betri. Hann er litlaus sem er líka kostur því þá lúkkar ekki eins og þið séuð með alltof þykka eyelinerlínu – sem sleppur kannski þegar við erum með mikla augnförðun en gerir það ekki þegar við erum náttúrulegar.

Lúkka vel finnst ykkur ekki?

EH

 

Uppáhalds maskarinn í augnablikinu!

Ég Mæli MeðLífið MittlorealmakeupMakeup ArtistMaskararMyndböndNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Nú er komið að næstu videoumfjöllun og enn og aftur er maskari á ferðinni. Ég held að öllum snyrtivörum sem eru til í heiminum þá sé til mest af týpum af möskurum… ;)

Sem gerir eflaust það að verkum að við erum alltaf að leita okkur að hinum fullkomna maskara og finnum alltaf eitthvað að hinum og þessum maskara. Auðvitað eru ekki allir maskarar fullkomnir og ég nota ekki alla maskara ég reyni helst að horfa á sölupunkta hvers maskara þegar ég prófa þá og reyni að sannreyna þá – ef þeir standast punktana þá fá þeir stig frá mér.

Maskarinn sem ég tek fyrir núna er frá L’Oreal og heitir So Couture og er í Million Lashes fjölskyldunni hjá L’Oreal. Ég ýki ekki þegar ég segji að þetta sé uppáhalds maskarinn minn þessa stundina og hann er búinn að vera það síðan ég prófaði hann fyrst. Héðan í frá mun ég bera alla maskara saman við þennan maskara og það verður erfitt að skora hærra en þessi. Augnhárin mín verða nákvæmlega eins og ég vil hafa þau með So Coture en mér finnst best að lýsa honum þannig að hann ýkir náttúrulegt útlit minna augnhára.
socouture Veljið endilega að horfa á videoið í HD upplausn – miklu betra þannig ;)

socouture2

Ég mæli svo eindregið með þessum maskara – ég get ekki lýst því nógu vel hversu heit ást mín er á þessum maskara – ég dýrka hann útaf lífinu. Ekki bara vegna þess að hann gerir augnhárin mín falleg heldur líka vegna þess að hann hefur aldrei hrunið eða smitast undir augun hjá mér og samt er þetta þykkingarmaskari – það er sjaldgæft. Ég er alla vega búin að nota þennan síðan í byrjun febrúar og það hefur aldrei komið fyrir hjá mér.

Svo er ég bara spennt að sjá hvort fleiri séu sammála mér með ágæti þessa maskara – en ég fylgist annars bara grannt með umræðunni um mig á Bland.is – smá grín, maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér ;)

Ef ykkur langar að prófa þennan maskara þá langar mig að gefa þremur lesendum hann í páskaglaðning (ég lofa þó ekki að hann verði kominn fyrir páska enn ég skal reyna). Það eina sem þið þurfið að gera til að eiga kost á því að fá hann er að setja Like á þessa færslu og skilja eftir athugasemd með fullu nafni og fylgjast vel með síðunni minni á fimmtudaginn þegar ég kynni sigurvegara.

EH

p.s. þessi fæst á öllum sölustöðum L’Oreal t.d. í Hagkaupum, Lyfju og Lyf og Heilsu – ef þið eruð í kaupstuði núna getið þið fengið hann HÉR.

Sending: House of Lashes

Lífið MittmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Um daginn sótti ég á pósthúsið einn lítinn pakka sem beið mín þar. Pakkinn innhélt nokkur flott gerviaugnhár frá merki sem heitir House of Lashes.

houseoflashes5House of Lashes virðist vera það merki sem lang flestir af makeup artistunum sem ég fylgist með á Instagram nota í lúkkin sín. Í kjölfarið fór ég líka að fylgjast með merkinu á Instagram – @houseoflashes – og ég kolféll fyrir augnhárunum og hef lengi ætlað að panta mér til að prófa. Ég tók nokkur screenshot til að sjá hvernig þau koma út á augum…Screen Shot 2014-04-08 at 10.02.19 PM Screen Shot 2014-04-08 at 10.02.45 PM Screen Shot 2014-04-08 at 10.03.32 PM

Hér sjáið þið svo smá nærmynd af augnhárunum sem ég pantaði :)

houseoflashes4 houseoflashes3 houseoflashes2 houseoflashesÞað eina sem stuðar mig við þessi augnhár er að þau eru úr alvöru manna hári – „human hair“. En auðvitað er búið að sótthreinsa þau alveg og mjög vel passað uppá hreinlæti það er alla vega það sem er tekið fram á heimasíðunni og miðað við vinsældir augnháranna þá er þetta góð vara.

En hvað segið þið um það að þetta séu alvöru hár ég hef svo sem kannski ekki mikið pælt í því en ég tók bara eftir merkingunni á heimasíðunni en ákvað samt að panta til að prófa.

Ég er reyndar aðeins búin að melta þetta svona á meðan þau voru alla vega á leiðinni til mín og kannski skiptir þetta bara engu máli. Ef vel er hugsað um hreinlæti og að sótthreinsa hárin vel þá eru augnhárin í staðin bara meira alvöru:)

En ég hlakka til að prófa þessi og lofa að sjálsögðu að sýna ykkur útkomuna. Mér finnst eiginlega vanta meira úrval af gerviaugnhárum hér á Íslandi. Mér finnst æðislegt að Eyelure augnhárin séu nú fáanleg HÉR mjög flott og góð augnhár. Mér finnst alveg ótrúlegt að fylgjast með því hvað vinsældir gerviaugnhára hafa aukist á meðan íslenskra kvenna undanfarið – ég set þau nú bara upp við sérstök tilefni eða sársjaldan.

Á morgun ætla ég líka að taka upp sýnikennsluvideo fyrir gerviaugnhár – kominn tími á annan tökudag.

EH

Uppáhalds maskararnir mínir frá MAC

AuguÉg Mæli MeðMACMakeup ArtistMaskararNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég er aðeins búin að vera að prófa mig áfram með maskarana frá MAC. Ég er dáldið þannig að ég þarf að prófa maskara nokkrum sinnum áður en ég get svona farið að meta þá almennilega. Oftast er það þannig að mér finnst formúlan bara alltof blaut og klessuleg og venjulega hata ég maskara í fyrsta skipti sem ég prófa þá. Það eru þó nokkrar undantekningar og á síðustu vukum hafa samtals þrír maskarar staðist væntingar mínar strax eftir fyrstu notkun – tveir af þeim eru frá MAC.

Hjá MAC falla kannski maskararnir í skugga margra annarra vara frá merkinu eins og Face & Body farðans, augnskugganna og ekki síst varalitanna. Ég viðurkenni það að ég hef aldrei prófað maskarana frá MAC fyr en nú og ég varð bara ekki fyrir vonbrigðum. En þessa dagana skiptist ég á milli þess að nota þessa þrjá maskara sem stóðust væntingar mínar – þriðja maskarann segji ég ykkur betur frá seinna þar sem hann er ekki alveg kominn í sölu en hér fáið þið MAC maskarana.

Mér finnst alveg passa að þeir séu saman í færslu þar sem þetta eru mjög ólíkir maskarar og gaman að segja kannski frá muninum og bera þá saman.

Fyrsti maskarinn er Extended Play Lash…
macmaskarar5Það sem ég fýla í botn við þennan maskara er greiðan sem er mjög lítil og löng. Af því að greiðan er svo mjó þá kemst ég alveg þétt uppvið rót augnháranna og næ að þekja aunghárin alveg frá rót. Hinn kosturinn er sá að hárin eru svo stutt svo maskarinn klínist ekki á augnlokin þó ég troði greiðunni alveg uppvið rótina. Ég nota þennan maskara einan og sér og svo er ég farin að venja mig á að ef ég vil nota annan maskara til að greiða betur úr augnhárunum þá nota ég þennan fyrst til að komast að rótinni og set svo annan maskara yfir. Þessi er snilld t.d. þegar ég er með augnskugga og vil alls ekki að maskarinn smitist í hana svo ég sleppi nú við að laga augnhárin til.

Ég rak svo augun í það að bæði Fríða María og Guðbjörg Huldís nota þennan maskara á sjálfrar sig – það er ekki slæmt hrós fyrir maskara. Hér sjáið þið maskarann sjálfan…
macmaskarar6Formúlan er glossuð og alveg svört. Annar kostur við þennan maskara er að hann lyftir augnhárunum vel upp og hann heldur þeim uppi allan dagin, hann hrynur ekki og smitar ekki útfrá sér – það er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt og ég veit að fleiri eru sammála mér í því. macmaskarar

Hinn maskarinn er Haute & Naughty frá MAC…

macmaskarar2Það sem er snilld við þennan maskara er að þetta eru eiginlega tveir maskarar eða tvö lúkk sem augnhárin geta fengið með þessum eina maskara. En það eru ekki tvær greiður heldur sú eina og sama. Það sem er sérstakt við hann er að það er sumsé hægt að draga greiðuna uppúr umbúðunum á tvo mismunandi vegu eða í gegnum tvær stærðir af hólkum. Ef þið skrúfið bleika endann úr maskaranum þá fer greiðan í gegnum mjög mjóan hólk sem gerir það að verkum að það fer ekki mikið af formúlu á greiðuna og hún dreifist alveg jafnt yfir augnhárin. Ég nota þá greiðu til að byrja að grunna augnhárin, móta þau, greiða vel úr þeim og svo nota ég hann einan þegar ég vil að augnhárin verði sem náttúrulegust. Þessi er æði í fyrsta skipti þar sem mér finnst formúlan yfirleitt vera of mikil á greiðum fyrst þegar ég prófa maskara og enda yfirleitt á því að skafa smá af formúlunni af greiðunni en ég þurfti ekki að gera það með þennan – snilld!

Ef þið skrúfið hins vegar fjólubláa glimmertappan úr þá kemur greiðan beint uppúr maskaranum og það er meirai formúla það nota ég t.d. eftir að ég er búin að móta augnhárin og þegar ég vil alveg ýkt augnhár. mac_haute_naughty_mascaraÞessi gefur aunghárunum mjög náttúrulega dreifingu, hann s.s. greiðir vel úr augnhárunum og þekur þau með léttri og fallegri formúlu. Það er ótrúlega auðvelt að bera maskarann á augnhárin og svo er auðvelt að þykkja þau meira og gefa þeim meira umfang með því að nota greiðuna með meiri formúlu. Á báðum myndunum er ég reyndar með náttúrulegri maskarann en í þessu sýnikennslumyndbandi HÉR nota ég báðar greiðurnar s.s. með minni og meiri formúlu svo þið getið séð almennilega hvernig hann kemur út.macmaskarar4Ég á þó eftir að prófa fleiri maskara frá MAC þó svo ég hafi tekið ástfóstri við þessa tvo – þeir henta mér alla vega ótrúlega vel. Svo er ég líka með augnháraprimer úr Prep & Prime línunni frá MAC og augnhára serum sem ég ætla að testa almennilega og sýna ykkur fyrir og eftir myndir ;)

EH

Maskari sem fær augnhárin til að vaxa

AuguGoshmakeupMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínTREND ALERT

Já þið lásuð rétt. Þessum maskara er ég búin að bíða spennt eftir í næstum því ár eða frá því ég sá fyrst auglýsingu um hann í dönsku tískutímariti.

Maskarinn er frá danska merkinu Gosh og heitir Mascara Allongeant og er maskari sem á að fá augnhárin til að vaxa. Maskaraformúlan inniheldur serum sem örvar hárvöxtinn og kemur af stað vexti í þeim hárbelgjum í kringum augun okkar sem eru ekki virkir. Það hafa nokkur merki komið með svona maskara en ég verð þó að segja að mér líkar best við þennan. Helsti kosturinn er að sjálfsögðu sá að hann er með gúmmíbursta. Ég er eiginlega bara orðin þannig að ég vil helst bara gúmmíbursta. Mér finnst svo þægilegt að geta stjórnað vel útkomunni á augnhárunum mínum.

Athugið að ég er með eina umferð af maskaranum á augnhárunum.

goshserummaskari8

Greiðan minnir mig mikið á greiðuna á uppáhalds Gosh maskaranum mínum sem heitir Catchy Eyes nema sá bursti er sveigður.

goshserummaskari6 goshserummaskari4 goshserummaskari5

Hér sjáið þið maskarann sem er nú tiltölulega látlaus – það fer alla vega ekki neitt fyrir honum og hann grípur ef til vill ekki athyglina þegar þið farið útí búð að skoða maskara. En ég mæli alveg með honum. Við hlið hans sjáið þið svo svipaða vöru – augnháraserum.

goshserummaskari

goshserummaskari9

Serumið kemur með örmjóum pensli sem þið notið til að setja serumið á við rót augnháranna. Þið getið að sjálfsögðu líka sett formúluna yfir öll aunghárin það er alls ekkert að skemma fyrir.

Serumið er gott að setja á hrein augnhár á næturna fyrir svefninn til að örva vöxt háranna á meðan þið sofið. Einnig getið þið notað það undir maskarann eða bara undir hvaða maskara sem er.

goshserummaskari10

Serumið er líka hægt að nota til að örva hárvöxt annars staðar í andlitinu eins og hárvöxtinn í augabrúnunum okkar. Snilld að vita af svona vöru ef þið ef til vill takið einhver tíman aðeins of mikið af þeim.

Nú þarf ég klárlega að fara að nota minn meira til að sjá hvort það verði einhver árangur. En þetta er hiklaust maskari sem þið sem eruð með þunn augnhár eigið að nota eða hafið lent í því að missa augnhár undanfarið. Serumið örvar ekki bara vöxt augnháranna sem eru fyrir heldur fær það líka hina hárbelgina sem eru til staðar til að hefja vöxt á hárum. Mig minnir að tölfræðin segi að við séum með að meðaltali virkan hárvöxt í 30% af augnhárabelgjunum okkar. Ég veit ekki með ykkur en ég vil miklu meira en það :)

goshserummaskari11

Þetta er maskari sem gefur mjög náttúruleg og falleg augnhár en með því að setja ef til vill fleiri umferðir er hægt að auka umfang augnháranna margfalt. Helsti kosturinn við að nota maskara með gúmmíbursta, er augnhárin klessast ekki sama þó maður setji 3 eða jafnvel 5 umferðir af maskara!

Gosh vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaupum og Lyfju :)

EH