Núna fara útskriftirnar að byrja og ég er spennt að fara farða útskriftarskvísur fjórða árið í röð. Það er alltaf jafn gaman að farða fyrir útskriftir en gleðin er mikil og dagur sem margir eru búnir að bíða eftir. Það er ein spurning sem ég fæ oft en það er “hvernig augnhár á ég að vera með?”. Mér persónulega finnst fallegt að vera með frekar náttúruleg augnhár, sem draga fram það besta. Það þarf að hafa í huga að útskriftir eru yfirleitt allan daginn og byrja því snemma morguns. Þess vegna þarf að velja augnhár sem passa ýmist um daginn og kvöldið.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds augnhárum sem ég nota mikið þegar ég er að farða. Þetta eru allt augnhár frá Eylure en það er engin sérstök ástæða fyrir því en ég mæli alltaf með þeim því það er auðvelt að nálgast þau og eru á góðu verði.
*Færslan er ekki kostuð
- Númer 117 – Þessi augnhár eru búin að vera mín uppáhalds lengi. Þau eru ekki of löng en þykkja vel og lengjast aðeins út, þannig það er einstaklega fallegt að vera með eyeliner við þau.
- Enchanted: Who needs a prince? – Þessi augnhár eru löng og ekki of þétt. Þau gefa fallega og náttúrulega lengingu.
- Enchanted: Divine Crime – Þessi augnhár eru klippt hringlaga og eru lengst í miðjunni. Það er einstaklega fallegt að vera með “halo” förðun eða einn augnskugga yfir allt augnlokið og blanda.
- Duos & Trios – Þessi augnhár eru mín allra uppáhalds! Ég nota eiginlega einungis þessi augnhár og finnst þau sérstaklega falleg í útskriftarfarðanir. Þegar maður notar stök augnhár getur maður meira stjórnað hvernig maður vill hafa augnhárin, löng, stutt, þykk eða náttúrulega.. allt hægt!
- Númer 116 – Þessi lengja og finnst mér þau vera þessi “klassísku” augnhár. Frábær augnhár ef maður vill eitthvað náttúrulegt og klassískt.
- Enchanted: Heartbreaker – Ótrúlega falleg og “wispy” augnhár. Ég myndi segja að þetta væru fullkomin fyrir þau sem eru vön að vera með augnhár.
Hér er ég með duos & trios
Vonandi hjálpar þetta ykkur sem eruð að leita af augnhárum fyrir útskriftina xx
Instagram: gudrunsortveit Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg