fbpx

STÖK AUGNHÁR: TIPS

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Mitt uppáhald þessa dagana er að vera með stök augnhár en ástæðan er einfaldlega vegna þess að mér finnst ég geta stjórnað betur hvernig ég vil hafa augnhárin. Það er hægt að gera þau náttúruleg eða dramatísk og hægt er að nota einn pakka af stökum augnhárum allavega þrisvar sinnum. Þannig þú ert eiginlega að fá þrjú augnhár í einum pakka, sem er algjör snilld.

Þessi stöku augnhár frá Eylure sem heita Duos&Trios eru mín uppáhalds. Þau eru alltaf tvö og tvö saman eða þrjú stök saman í einu. Með því að hafa þetta svona þá er maður mun fljótari og þarf færri augnhár í einu.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIPS: 

1. Nota rétt verkfæri

Mér finnst alltaf gott að nota plokkara þegar ég set á mig augnhár en það er algjörlega persónubundið. Ef ég nota plokkara þá hef ég meiri stjórn á því hvert augnhárin fara.

2. Gera það sama báðum megin

Það sem ég meina með því er að ef þú byrjar á að setja augnhár með þremur stökum hægra megin að muna að gera það sama strax vinstra megin. Ég hef alveg lent í því að einbeita mér svo mikið að einu auganu að ég gleymdi strax öllu sem ég gerði og þá verða augun ekki eins.

3. Horfa niður í spegil

Mér finnst hjálpa ótrúlega mikið að horfa niður í spegil á meðan ég set á mig augnhár vegna þess að ef ég horfi beint í spegil þá blikka augun meira og þá verður þetta algjör martröð.

*Vöruna keypti greinahöfundur sjálfur en færslan inniheldur affiliate link

 

Hérna er ég um helgina með Duos&Trios frá Eylure

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

GEYSIR FW17: SKUGGA-SVEINN

Skrifa Innlegg